Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar 12. nóvember 2024 10:31 Ein afdrifaríkasta breytingin sem ríkisstjórnin gerði á stjórnarráðunum á síðasta kjörtímabili var stofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Með því að setja sjónarmið verndar og nýtingar undir sama hatt glataðist ákveðið jafnvægi sem náðist fram með því að tvö ráðuneyti héldu ólíkum sjónarmiðum á lofti varðandi stærstu framkvæmdir. Það var einnig mikil vanvirðing við græna kjósendur að sjá Vinstri græn taka þann þingstyrk sem flokkurinn smalaði til sín og nota hann til að hleypa Sjálfstæðisflokknum inn í umhverfisráðuneytið. Stærsti vandinn við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti á kjörtímabilinu var aftur á móti hvernig það var frá upphafi notað til að afvegaleiða umræðuna um þær stóru áskoranir sem því var ætlað að leysa. Mýtan um orkuskortinn Skoðum þetta betur. Eitt fyrsta verkefni nýs ráðherra var að skipa starfshóp til að hrista fram úr erminni úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum. Þar voru dregnar upp nokkrar sviðsmyndir en strax við kynningu skýrslunnar var tónninn sleginn, því formaður starfshópsins talaði eins og ítrasta sviðsmyndin væri það sem stefna þyrfti að. Þar var kallað eftir ríflega tvöföldun á raforkuframleiðslu í því landi sem framleiðir langmest miðað við höfðatölu, aukning sem hefði jafngilt um fimm Kárahnjúkavirkjunum á 18 ára tímabili. Síðan þá hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra talað eins og þessi ítrasta krafa orkubransans væri grunnpunkturinn fyrir alla framtíðarsýn. Til að breiða yfir metnaðarleysi í loftslagsmálum hefur ráðherrann síðan ítrekað talað um meintan orkuskort sem ástæðu fyrir aðgerðaleysi á loftslagssviðinu. Þar er horft framhjá því að flest það sem hægt væri að gera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 rúmast vel innan núverandi raforkukerfis. Það vantar skýra forgangsröðun orkunnar í þágu loftslagsaðgerða. Og það sem ríkisstjórnina hefur umfram allt skort: Það vantar skýra stefnu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Áður en ríkisstjórnin getur farið að tala eins og meintur orkuskortur standi í vegi fyrir árangri í loftslagsmálum, þá þarf hún í það minnsta að leggja spilin á borðið með það hverju eigi að ná fram. Orkan rati í orkuskipti – ekki til mengandi iðnaðar Árangur í loftslagsmálum hefur látið á sér standa í tíð fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir að vera eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna. Það hefur hins vegar tafið hann enn frekar að forysta ríkisstjórnarinnar spilar eftir úreltu handriti, syngur einhverja baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar, frekar en að horfa á öll þau gríðarlegu tækifæri sem Ísland býr yfir til að byggja upp grænt samfélag til framtíðar. Í stefnu Pírata er lagt til að gera raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar, sem felur í sér að einblína ekki bara á orkuspár sem eru skrifaðar af sjónarhóli framleiðenda. Á sama tíma og fráfarandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir undanþágum frá reglum um losunarheimildir og orkunýtni, þá sjáum við Píratar tækifæri í því að draga úr vægi mengandi stóriðju í raforkukerfinu. Fyrst og fremst þarf hins vegar að tryggja að ef niðurstaðan verði sú að þörf sé á meiri orku, þá rati sú orka til orkuskipta og til uppbyggingar grænnar nýsköpunar – en í núverandi kerfi eru engir slíkir varnaglar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ein afdrifaríkasta breytingin sem ríkisstjórnin gerði á stjórnarráðunum á síðasta kjörtímabili var stofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Með því að setja sjónarmið verndar og nýtingar undir sama hatt glataðist ákveðið jafnvægi sem náðist fram með því að tvö ráðuneyti héldu ólíkum sjónarmiðum á lofti varðandi stærstu framkvæmdir. Það var einnig mikil vanvirðing við græna kjósendur að sjá Vinstri græn taka þann þingstyrk sem flokkurinn smalaði til sín og nota hann til að hleypa Sjálfstæðisflokknum inn í umhverfisráðuneytið. Stærsti vandinn við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti á kjörtímabilinu var aftur á móti hvernig það var frá upphafi notað til að afvegaleiða umræðuna um þær stóru áskoranir sem því var ætlað að leysa. Mýtan um orkuskortinn Skoðum þetta betur. Eitt fyrsta verkefni nýs ráðherra var að skipa starfshóp til að hrista fram úr erminni úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum. Þar voru dregnar upp nokkrar sviðsmyndir en strax við kynningu skýrslunnar var tónninn sleginn, því formaður starfshópsins talaði eins og ítrasta sviðsmyndin væri það sem stefna þyrfti að. Þar var kallað eftir ríflega tvöföldun á raforkuframleiðslu í því landi sem framleiðir langmest miðað við höfðatölu, aukning sem hefði jafngilt um fimm Kárahnjúkavirkjunum á 18 ára tímabili. Síðan þá hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra talað eins og þessi ítrasta krafa orkubransans væri grunnpunkturinn fyrir alla framtíðarsýn. Til að breiða yfir metnaðarleysi í loftslagsmálum hefur ráðherrann síðan ítrekað talað um meintan orkuskort sem ástæðu fyrir aðgerðaleysi á loftslagssviðinu. Þar er horft framhjá því að flest það sem hægt væri að gera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 rúmast vel innan núverandi raforkukerfis. Það vantar skýra forgangsröðun orkunnar í þágu loftslagsaðgerða. Og það sem ríkisstjórnina hefur umfram allt skort: Það vantar skýra stefnu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Áður en ríkisstjórnin getur farið að tala eins og meintur orkuskortur standi í vegi fyrir árangri í loftslagsmálum, þá þarf hún í það minnsta að leggja spilin á borðið með það hverju eigi að ná fram. Orkan rati í orkuskipti – ekki til mengandi iðnaðar Árangur í loftslagsmálum hefur látið á sér standa í tíð fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir að vera eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna. Það hefur hins vegar tafið hann enn frekar að forysta ríkisstjórnarinnar spilar eftir úreltu handriti, syngur einhverja baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar, frekar en að horfa á öll þau gríðarlegu tækifæri sem Ísland býr yfir til að byggja upp grænt samfélag til framtíðar. Í stefnu Pírata er lagt til að gera raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar, sem felur í sér að einblína ekki bara á orkuspár sem eru skrifaðar af sjónarhóli framleiðenda. Á sama tíma og fráfarandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir undanþágum frá reglum um losunarheimildir og orkunýtni, þá sjáum við Píratar tækifæri í því að draga úr vægi mengandi stóriðju í raforkukerfinu. Fyrst og fremst þarf hins vegar að tryggja að ef niðurstaðan verði sú að þörf sé á meiri orku, þá rati sú orka til orkuskipta og til uppbyggingar grænnar nýsköpunar – en í núverandi kerfi eru engir slíkir varnaglar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun