Leysum innviðakrísuna - losum okkur við ríkisstjórnina Andrés Ingi Jónsson skrifar 7. ágúst 2024 17:01 Stjórnarflokkarnir eru í sögulegri krísu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst lægri. Vinstri græn eiga á hættu að hverfa af þingi. Framsókn hefur misst næstum helming þess fylgis sem þau fengu í kosningum. Samanlagt mælast stjórnarflokkarnir þrír með 30% stuðning kjósenda. Það er eðlilega krísa á stjórnarheimilinu. Flokkar í krísu leita auðvitað í ræturnar. Allavega að nafninu til. Það getur verið áskorun fyrir flokka sem árum saman hafa hundsað kjósendur að finna þessar blessuðu rætur. Þess vegna ákveða þeir oftar en ekki að endurvinna úldin stefnumál. Þessa dagana eru stjórnarflokkarnir að leita að „erindi sínu“. Búin að vera lengi í samstarfi gegn umbótum og þurfa því að leita uppi ræturnar. Hvar ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að lenda? Miðað við forsíður Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins í dag horfa sum á klassíker: Einkavæðingu grunninnviða. „Innviðir verði skráðir á markað,“ hefur Viðskiptablaðið eftir framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs sem lengi hefur kallað eftir því að geta keypt sig inn í Isavia, Landsnet og önnur ríkisfyrirtæki. „Einkavæða alþjóðaflugvelli,“ er svo sett eins og heróp framan á Morgunblaðinu. Í blaðinu má svo finna hressilega jákvæða umfjöllun um hvernig einkavæðing á að auka skilvirkni og fjárfestingu algjörlega úr samhengi hræðilegrar sögu einkavæðingar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað sýnt að honum er ekki treystandi til að einkavæða neitt svo vel sé gert – núverandi formaður flokksins gat ekki einu sinni selt hlut í Íslandsbanka án þess að klúðra öllu sem klúðrað varð. Inni í Morgunblaðinu er svo önnur grein sem minnir okkur á hvatann að baki einkavæðingarplönum Sjálfstæðisflokksins. Forstjóri Vegagerðarinnar er dregin í viðtal til að svara fyrir hugmyndir Jóns Gunnarssonar um að einkavæða vegakerfið. Jón talar eins og það sé gulltryggð leið til að tryggja vegakerfinu fjármagn. Forstjóri Vegagerðarinnar bendir hins vegar réttilega á að fjármögnun snúist ekki um rekstrarform. Sem ríkisstofnun getur Vegagerðin auðvitað unnið sín verkefni vel, en til þess þarf pólitíska ákvörðun um hætta kerfisbundinni vanfjármögnun. Sjálfstæðisflokkurinn, sem síðustu 11 ár hefur setið í ríkisstjórn, ber beinlínis ábyrgð á því að hafa vanfjármagnað Vegagerðina, að hafa svelt þessa grunninnviði, en ætlar núna að nota þá stöðu til að réttlæta gamla drauma um einkavæðingu. Allt eftir bókinni. Hér er hins vegar leitað langt yfir skammt því lausnin á vanda innviðanna er ekki einkavæðing heldur ný ríkisstjórn. Ríkisstjórn fær um að gera hluti hratt, vel og af ábyrgð. Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks. Síðustu tvo þingvetur ár hefur stjórnarflokkunum til dæmis mistekist að afgreiða uppfærða samgönguáætlun í gegnum þingið. Ástæðan er einföld: Þau ná ekki að semja sín á milli um fjármögnun og rembast þess vegna við að troða stærstu verkefni í blandaða fjármögnun ríkis- og einkaaðila, en síðan kemur á daginn að það er takmarkaður áhugi hjá einkaaðilum að taka þátt og stóru framkvæmdirnar soga til sín allt annað framkvæmdafé. Eftir sjö ár af þessari hringavitleysu hjá ríkisstjórninni er samgöngukerfið komið í spennitreyju. Hér liggur ekkert á að einkavæða – hér þarf bara skipta um flokka í brúnni. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Stjórnarflokkarnir eru í sögulegri krísu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst lægri. Vinstri græn eiga á hættu að hverfa af þingi. Framsókn hefur misst næstum helming þess fylgis sem þau fengu í kosningum. Samanlagt mælast stjórnarflokkarnir þrír með 30% stuðning kjósenda. Það er eðlilega krísa á stjórnarheimilinu. Flokkar í krísu leita auðvitað í ræturnar. Allavega að nafninu til. Það getur verið áskorun fyrir flokka sem árum saman hafa hundsað kjósendur að finna þessar blessuðu rætur. Þess vegna ákveða þeir oftar en ekki að endurvinna úldin stefnumál. Þessa dagana eru stjórnarflokkarnir að leita að „erindi sínu“. Búin að vera lengi í samstarfi gegn umbótum og þurfa því að leita uppi ræturnar. Hvar ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að lenda? Miðað við forsíður Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins í dag horfa sum á klassíker: Einkavæðingu grunninnviða. „Innviðir verði skráðir á markað,“ hefur Viðskiptablaðið eftir framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs sem lengi hefur kallað eftir því að geta keypt sig inn í Isavia, Landsnet og önnur ríkisfyrirtæki. „Einkavæða alþjóðaflugvelli,“ er svo sett eins og heróp framan á Morgunblaðinu. Í blaðinu má svo finna hressilega jákvæða umfjöllun um hvernig einkavæðing á að auka skilvirkni og fjárfestingu algjörlega úr samhengi hræðilegrar sögu einkavæðingar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað sýnt að honum er ekki treystandi til að einkavæða neitt svo vel sé gert – núverandi formaður flokksins gat ekki einu sinni selt hlut í Íslandsbanka án þess að klúðra öllu sem klúðrað varð. Inni í Morgunblaðinu er svo önnur grein sem minnir okkur á hvatann að baki einkavæðingarplönum Sjálfstæðisflokksins. Forstjóri Vegagerðarinnar er dregin í viðtal til að svara fyrir hugmyndir Jóns Gunnarssonar um að einkavæða vegakerfið. Jón talar eins og það sé gulltryggð leið til að tryggja vegakerfinu fjármagn. Forstjóri Vegagerðarinnar bendir hins vegar réttilega á að fjármögnun snúist ekki um rekstrarform. Sem ríkisstofnun getur Vegagerðin auðvitað unnið sín verkefni vel, en til þess þarf pólitíska ákvörðun um hætta kerfisbundinni vanfjármögnun. Sjálfstæðisflokkurinn, sem síðustu 11 ár hefur setið í ríkisstjórn, ber beinlínis ábyrgð á því að hafa vanfjármagnað Vegagerðina, að hafa svelt þessa grunninnviði, en ætlar núna að nota þá stöðu til að réttlæta gamla drauma um einkavæðingu. Allt eftir bókinni. Hér er hins vegar leitað langt yfir skammt því lausnin á vanda innviðanna er ekki einkavæðing heldur ný ríkisstjórn. Ríkisstjórn fær um að gera hluti hratt, vel og af ábyrgð. Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks. Síðustu tvo þingvetur ár hefur stjórnarflokkunum til dæmis mistekist að afgreiða uppfærða samgönguáætlun í gegnum þingið. Ástæðan er einföld: Þau ná ekki að semja sín á milli um fjármögnun og rembast þess vegna við að troða stærstu verkefni í blandaða fjármögnun ríkis- og einkaaðila, en síðan kemur á daginn að það er takmarkaður áhugi hjá einkaaðilum að taka þátt og stóru framkvæmdirnar soga til sín allt annað framkvæmdafé. Eftir sjö ár af þessari hringavitleysu hjá ríkisstjórninni er samgöngukerfið komið í spennitreyju. Hér liggur ekkert á að einkavæða – hér þarf bara skipta um flokka í brúnni. Höfundur er þingmaður Pírata.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun