Réttlát umskipti fyrir öll, ekki bara þau efnameiri Andrés Ingi Jónsson skrifar 14. september 2023 17:01 Baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir réttlátari og betri heimi. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að taka mið af því og tryggja það að öll geti tekið þátt í grænu umskiptunum, ekki bara þau efnameiri. Því miður hefur þetta verulega skort í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma stefnir í að ríkisstjórnin nái ekki einu sinni helmingi af loftslagsmarkmiðum sínum. Það ríkir neyðarástand í loftslagsmálum, en ekkert í aðgerðum ríkisstjórnarinnar ber þess merki. Samdráttur í losun nær ekki 55% markmiði ríkisstjórnarinnar heldur stefnir aðeins í 24% samdrátt fyrir árið 2030 miðað við útreikninga Umhverfisstofnunar. Þegar kemur að þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda, þá er langstærsta sneiðin líka sú sem einfaldast er að ná böndum á: losun af völdum vegasamgangna er þriðjungur þeirrar losunar. Hreinorkubílar eru hluti af lausninni, og sá hluti sem mest fjármagn hefur verið lagt í til þessa, en skilvirkustu aðgerðirnar eru svo einfaldar að við höfum öll þekkt þær lengi: að fá fólk til að taka strætó, hjóla og ganga. Auk þess að vera góðar loftslagsaðgerðir þá fylgir þeim svo margt annað jákvætt; þær nýtast fólki óháð efnahag, fólki af ólíkum aldri og þær leyfa yfirvöldum að hanna öruggara og skemmtilegra umhverfi í þéttbýli. Hjólum í aðgerðir Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á því hversu mikið fólk notar reiðhjól sem samgöngumáta og orðið augljóst að með því að styðja við þá þróun er hægt að ná raunverulegum orkuskiptum. Þegar fjármálaráðherra talar um að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins séu ekki lengur til staðar og að endurskoða þurfi sáttmálann, þá er hægt að benda honum á að slík endurskoðun geti aldrei haft annað en eitt í för með sér: að auka vægi almenningssamgangna, göngu- og hjólastíga. Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að það var ekki fyrr en í kringum afgreiðslu fjárlaga 2019 sem ákveðið var að fella niður virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum – eftir að hafði komið í ljós í svari við fyrirspurn minni að sú aðgerð hefði ekki kostað nema 8% sem á þeim tíma rann til ívilnunar á rafmagns- og tengiltvinnbílum. Árið 2018 – áður en virðisaukaskattur var felldur niður upp að ákveðnu hámarki – voru flutt inn rúmlega 19 þúsund reiðhjól og rafmagnsreiðhjól. Í nýlegu svari við fyrirspurn varaþingmanns Pírata kemur fram að innflutningur hefur aukist jafnt og þétt, þannig að á síðasta ári voru samanlagt flutt inn 22% fleiri reiðhjól og rafmagnsreiðhjól en árið 2018. Rafmagnsreiðhjólin hafa tekið hraustlegt stökk upp á við, 45% aukning hefur orðið í innflutning þeirra á milli áranna 2018 til 2022. Hér er auðveldlega hægt að gera mikið betur. Almenningur er tilbúinn að leggja stjórnvöldum lið við að ná markmiðum í loftslagsmálum. Hámark niðurfellingar á virðisaukaskatti er í dag orðið allt of lágt miðað við það sem góð hjól kosta – og þá sérstaklega góð rafmagnshjól sem gera fólki auðvelt að stunda virka samgöngumáta árið um kring. Áætlað er að þessi skattastyrkur kosti ríkið 325 milljónir á ári. Til samanburðar fengu þrír stærstu styrkhafarnir í Orkusjóði álíka upphæð fyrir helgi, 306 milljónir samanlagt eða þriðjung af því sem Orkusjóður úthlutaði. Þarna er um að ræða stórfyrirtækin Samherja, Ísfélagið og Arnarlax, sem undanfarið hafa skilað gríðarlegum hagnaði, m.a. í krafti þess að þau nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar án þess að greiða eðlilegt gjald fyrir. Auðvitað er mikilvægt að ýta undir orkuskipti í atvinnulífinu. Ef stjórnvöldum finnst hins vegar þurfa að forgangsraða fjármunum er augljóst að fókusinn þarf að breytast – allt fólkið sem knýr reiðhjólabyltinguna áfram hlýtur að eiga skilið meiri stuðning til raunverulegra orkuskipta en þrjú stórfyrirtæki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir réttlátari og betri heimi. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að taka mið af því og tryggja það að öll geti tekið þátt í grænu umskiptunum, ekki bara þau efnameiri. Því miður hefur þetta verulega skort í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma stefnir í að ríkisstjórnin nái ekki einu sinni helmingi af loftslagsmarkmiðum sínum. Það ríkir neyðarástand í loftslagsmálum, en ekkert í aðgerðum ríkisstjórnarinnar ber þess merki. Samdráttur í losun nær ekki 55% markmiði ríkisstjórnarinnar heldur stefnir aðeins í 24% samdrátt fyrir árið 2030 miðað við útreikninga Umhverfisstofnunar. Þegar kemur að þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda, þá er langstærsta sneiðin líka sú sem einfaldast er að ná böndum á: losun af völdum vegasamgangna er þriðjungur þeirrar losunar. Hreinorkubílar eru hluti af lausninni, og sá hluti sem mest fjármagn hefur verið lagt í til þessa, en skilvirkustu aðgerðirnar eru svo einfaldar að við höfum öll þekkt þær lengi: að fá fólk til að taka strætó, hjóla og ganga. Auk þess að vera góðar loftslagsaðgerðir þá fylgir þeim svo margt annað jákvætt; þær nýtast fólki óháð efnahag, fólki af ólíkum aldri og þær leyfa yfirvöldum að hanna öruggara og skemmtilegra umhverfi í þéttbýli. Hjólum í aðgerðir Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á því hversu mikið fólk notar reiðhjól sem samgöngumáta og orðið augljóst að með því að styðja við þá þróun er hægt að ná raunverulegum orkuskiptum. Þegar fjármálaráðherra talar um að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins séu ekki lengur til staðar og að endurskoða þurfi sáttmálann, þá er hægt að benda honum á að slík endurskoðun geti aldrei haft annað en eitt í för með sér: að auka vægi almenningssamgangna, göngu- og hjólastíga. Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að það var ekki fyrr en í kringum afgreiðslu fjárlaga 2019 sem ákveðið var að fella niður virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum – eftir að hafði komið í ljós í svari við fyrirspurn minni að sú aðgerð hefði ekki kostað nema 8% sem á þeim tíma rann til ívilnunar á rafmagns- og tengiltvinnbílum. Árið 2018 – áður en virðisaukaskattur var felldur niður upp að ákveðnu hámarki – voru flutt inn rúmlega 19 þúsund reiðhjól og rafmagnsreiðhjól. Í nýlegu svari við fyrirspurn varaþingmanns Pírata kemur fram að innflutningur hefur aukist jafnt og þétt, þannig að á síðasta ári voru samanlagt flutt inn 22% fleiri reiðhjól og rafmagnsreiðhjól en árið 2018. Rafmagnsreiðhjólin hafa tekið hraustlegt stökk upp á við, 45% aukning hefur orðið í innflutning þeirra á milli áranna 2018 til 2022. Hér er auðveldlega hægt að gera mikið betur. Almenningur er tilbúinn að leggja stjórnvöldum lið við að ná markmiðum í loftslagsmálum. Hámark niðurfellingar á virðisaukaskatti er í dag orðið allt of lágt miðað við það sem góð hjól kosta – og þá sérstaklega góð rafmagnshjól sem gera fólki auðvelt að stunda virka samgöngumáta árið um kring. Áætlað er að þessi skattastyrkur kosti ríkið 325 milljónir á ári. Til samanburðar fengu þrír stærstu styrkhafarnir í Orkusjóði álíka upphæð fyrir helgi, 306 milljónir samanlagt eða þriðjung af því sem Orkusjóður úthlutaði. Þarna er um að ræða stórfyrirtækin Samherja, Ísfélagið og Arnarlax, sem undanfarið hafa skilað gríðarlegum hagnaði, m.a. í krafti þess að þau nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar án þess að greiða eðlilegt gjald fyrir. Auðvitað er mikilvægt að ýta undir orkuskipti í atvinnulífinu. Ef stjórnvöldum finnst hins vegar þurfa að forgangsraða fjármunum er augljóst að fókusinn þarf að breytast – allt fólkið sem knýr reiðhjólabyltinguna áfram hlýtur að eiga skilið meiri stuðning til raunverulegra orkuskipta en þrjú stórfyrirtæki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun