Snúum hjólunum áfram Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. september 2024 08:01 Á sama tíma og ríkisstjórninni gengur sífellt verr að ná árangri í loftslagsmálum kemur á óvart að annað árið í röð þurfi að berjast fyrir stuðningi við hóp fólks sem hefur tekið sér mikilvægt hlutverk í þágu grænni og betri framtíðar. Fjármálaráðherra kom fram með það í vikunni að niðurfelling á virðisaukaskatti af reiðhjólum eigi að hætta um áramótin. Þetta voru kaldar kveðjur í Evrópsku samgönguvikunni, þegar hefði farið betur á því að ríkisstjórnin teiknaði upp leiðir til að auka stuðning við hjólreiðafólk og annað fólk sem notar virka samgöngumáta. Stuðningur sem virkar Það fer varla fram hjá neinum að undanfarin ár hefur átt sér stað hjólabylting. Þúsundir hafa byrjað að nota reiðhjól og rafmagnsreiðhjól til að koma sér á milli staða. Hluti af hvatanum eru réttar ákvarðanir sem hið opinbera hefur tekið — sveitarfélögin sem undanfarin ár hafa skipulagt og byggt þétt net hjólastíga og ríkið með því að fella niður hluta virðisaukaskatts af hjólum. Með réttu ætti ríkisstjórnin að þakka hjólreiðafólkinu sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í loftslagsmálum á Íslandi á síðustu árum. Með því að nota hjól í stað fólksbíls nýtur fólk ekki bara heilsubótar og ferska loftsins, heldur dregur líka úr álagi á samgöngukerfið, minnkar mengun og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ívilnanir fyrir kaup á reiðhjólum og rafmagnshjólum skila augljósum árangri. Þær hafa verið mjög áhrifarík hvatning fyrir mörg til að velja umhverfisvænni ferðamáta, og því stórundarlegt að stjórnvöld skuli ekki vilja halda slíkum hvötum gangandi. Sparað þar sem síst skyldi Þegar hugmyndir um að fella niður stuðninginn voru ræddar í fyrra fauk í umhverfisráðherra. „Það er ekki bannað að spara í ríkisrekstri …“ sagði ráðherrann sem virtist vera metnaðarfyllri fyrir því að skera niður á fjárlögum en að skera niður í losun. Sem betur fer hafði þingið vit fyrir ráðherraliðinu í fyrra og framlengdi hjólastuðninginn um eitt ár. „Ríkissjóður verður auðvitað líka að fá tekjur,“ sagði fjármálaráðherra um þetta í vikunni, eins og væri um gríðarlegt tekjutap að ræða. Upphæðirnar eru bara alls ekki stórar á skala ríkisfjármála. Á þessu ári er reiknað með að 550 milljónir króna fara í ívilnun fyrir kaup á hjólum, en til samanburðar er tvöföld sú upphæð eyrnamerkt niðurgreiðslu á losun flugfélaga á næsta ári. Þessi mismunur sýnir skort á metnaði í loftslagsmálum og undirstrikar hvernig ríkisstjórnin forgangsraðar fyrirtækjum frekar en einstaklingum hvenær sem hún getur. Hjálpum fólki að hjálpa samfélaginu Nú, meira en nokkru sinni fyrr, þurfum við að taka ákvarðanir sem byggja á framtíðarsýn í loftslagsmálum, sjálfbærni, og umfram allt - umhverfisvernd. Með því að styðja við fólkið sem nýtir sér umhverfisvænni ferðamáta getum við saman skapað samfélag sem virðir og verndar náttúruna, fyrir okkur og komandi kynslóðir. Framundan er barátta fyrir því að ríkið standi áfram við bakið á fólkinu sem er tilbúið til að taka virkan þátt í að breyta samfélaginu í þágu loftslagsins. Það gerum við ekki bara með innantómum orðum heldur með raunverulegum lagabreytingum. Við Píratar munum beita okkur fyrir því að hjólabyltingin haldi áfram að vaxa, eins og við gerðum með góðum árangri í fyrra. Því við vitum að þannig styðjum við grænna og skemmtilegra samfélag. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Rekstur hins opinbera Alþingi Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og ríkisstjórninni gengur sífellt verr að ná árangri í loftslagsmálum kemur á óvart að annað árið í röð þurfi að berjast fyrir stuðningi við hóp fólks sem hefur tekið sér mikilvægt hlutverk í þágu grænni og betri framtíðar. Fjármálaráðherra kom fram með það í vikunni að niðurfelling á virðisaukaskatti af reiðhjólum eigi að hætta um áramótin. Þetta voru kaldar kveðjur í Evrópsku samgönguvikunni, þegar hefði farið betur á því að ríkisstjórnin teiknaði upp leiðir til að auka stuðning við hjólreiðafólk og annað fólk sem notar virka samgöngumáta. Stuðningur sem virkar Það fer varla fram hjá neinum að undanfarin ár hefur átt sér stað hjólabylting. Þúsundir hafa byrjað að nota reiðhjól og rafmagnsreiðhjól til að koma sér á milli staða. Hluti af hvatanum eru réttar ákvarðanir sem hið opinbera hefur tekið — sveitarfélögin sem undanfarin ár hafa skipulagt og byggt þétt net hjólastíga og ríkið með því að fella niður hluta virðisaukaskatts af hjólum. Með réttu ætti ríkisstjórnin að þakka hjólreiðafólkinu sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í loftslagsmálum á Íslandi á síðustu árum. Með því að nota hjól í stað fólksbíls nýtur fólk ekki bara heilsubótar og ferska loftsins, heldur dregur líka úr álagi á samgöngukerfið, minnkar mengun og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ívilnanir fyrir kaup á reiðhjólum og rafmagnshjólum skila augljósum árangri. Þær hafa verið mjög áhrifarík hvatning fyrir mörg til að velja umhverfisvænni ferðamáta, og því stórundarlegt að stjórnvöld skuli ekki vilja halda slíkum hvötum gangandi. Sparað þar sem síst skyldi Þegar hugmyndir um að fella niður stuðninginn voru ræddar í fyrra fauk í umhverfisráðherra. „Það er ekki bannað að spara í ríkisrekstri …“ sagði ráðherrann sem virtist vera metnaðarfyllri fyrir því að skera niður á fjárlögum en að skera niður í losun. Sem betur fer hafði þingið vit fyrir ráðherraliðinu í fyrra og framlengdi hjólastuðninginn um eitt ár. „Ríkissjóður verður auðvitað líka að fá tekjur,“ sagði fjármálaráðherra um þetta í vikunni, eins og væri um gríðarlegt tekjutap að ræða. Upphæðirnar eru bara alls ekki stórar á skala ríkisfjármála. Á þessu ári er reiknað með að 550 milljónir króna fara í ívilnun fyrir kaup á hjólum, en til samanburðar er tvöföld sú upphæð eyrnamerkt niðurgreiðslu á losun flugfélaga á næsta ári. Þessi mismunur sýnir skort á metnaði í loftslagsmálum og undirstrikar hvernig ríkisstjórnin forgangsraðar fyrirtækjum frekar en einstaklingum hvenær sem hún getur. Hjálpum fólki að hjálpa samfélaginu Nú, meira en nokkru sinni fyrr, þurfum við að taka ákvarðanir sem byggja á framtíðarsýn í loftslagsmálum, sjálfbærni, og umfram allt - umhverfisvernd. Með því að styðja við fólkið sem nýtir sér umhverfisvænni ferðamáta getum við saman skapað samfélag sem virðir og verndar náttúruna, fyrir okkur og komandi kynslóðir. Framundan er barátta fyrir því að ríkið standi áfram við bakið á fólkinu sem er tilbúið til að taka virkan þátt í að breyta samfélaginu í þágu loftslagsins. Það gerum við ekki bara með innantómum orðum heldur með raunverulegum lagabreytingum. Við Píratar munum beita okkur fyrir því að hjólabyltingin haldi áfram að vaxa, eins og við gerðum með góðum árangri í fyrra. Því við vitum að þannig styðjum við grænna og skemmtilegra samfélag. Höfundur er þingmaður Pírata.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun