Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Fréttamynd

Gerum betur fyrir Hafn­firðinga

Þegar ég byrjaði með karlinum mínum fyrir um þrjú hundruð árum síðan eða svo fannst fólkinu mínu óravegur til Hafnarfjarðar. Reykjanesbrautin var ekki komin og heimsókn úr Breiðholtinu þýddi að fjölskyldan mín og vinir brettu upp ermar, fóru í ferðafötin og smurðu jafnvel nesti.

Skoðun
Fréttamynd

Árangur í þágu borgarbúa

Kjósendur í Reykjavík hafa um margt að velja þegar gengið verður til kosninga á laugardag. Framboðin eru jafn ólík og þau eru mörg en í grunninn snýst valið bara um tvennt, málefni og trúverðugleika. Hvað framboðin ætla að gera næstu árin og hvort þeim sé treyst til slíkra verka.

Skoðun
Fréttamynd

Enga hálf­velgju, klárum Þjóðar­höll

„Ekki fleiri starfshópa eða nefndir. Við eigum ekki að bíða lengur“, sagði íþróttamálaráðherra við mig þegar ég spurði hann í þinginu í janúar hvort Þjóðarhöll væri ekki örugglega innan seilingar. Það gengi ekki lengur að dvelja við að taka ákvörðun um byggingu Þjóðarhallar.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekki benda á mig“

Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. 

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfs­van­traust

Framhald á sölu hlut ríkisins í fjármálakerfinu var eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins sem samstarfsflokkarnir féllust á að kæmi til framkvæmda í endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Allt annað í stefnu ríkisstjórnarinnar kom annað hvort beint frá VG eða frá öllum þeirra sameiginlega.

Skoðun
Fréttamynd

Framtíð okkar í Evrópu

Ljóst er að innrásin í Úkraínu mun hafa mikil og langvarandi áhrif á sviði alþjóðamála og innan allrar Evrópu. Þegar friði og lýðræði er ógnað með þeim hætti sem við sjáum í dag kallar það á viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðareign eða einkaeign?

Við rífumst um mismunandi leiðir til að stjórna fiskveiðum. Okkur greinir líka á um hversu hátt gjald eigi að koma fyrir veiðirétt. En í langan tíma hafa flestir verið á einu máli um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Má bjóða þér að þjást?

Það var áhugavert að hlusta á nýjan forstjóra Landspítalans í viðtali á RÚV á dögunum. Hann lagði þar áherslu á að fólkið í landinu vilji fyrst og fremst öfluga heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis sagði hann að skilgreina þurfi hlutverk spítalans og undirstrikaði að það sé ekki sjálfgefið að spítalinn sinni öllum þeim verkefnum sem hann sinnir núna.

Skoðun
Fréttamynd

Orku­laus orku­skipti

Stærsta verkefni samfélagsins næstu ára er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ein af meginforsendum þess er að tryggja framgang orkuskipta í landi grænnar orku. Það er því ekki úr vegi að við stöldrum við þau mörk sem liggja milli ábyrgrar náttúrunýtingar og sjálfbærrar þróunar.

Skoðun
Fréttamynd

Ver­búðin Ís­land

Verbúðin á RÚV er eitt allra besta sjónvarpsþáttaefni síðari ára. Hún er hressileg upprifjun á umhverfi, tísku og tíðaranda ákveðins umbreytingartíma á íslensku samfélagi. Þótt Verbúðin sé ekki heimildarmynd þá er engu að síður eins og við hendumst aftur í tíma og rúmi.

Skoðun
Fréttamynd

Litaspjald lífsins

Þegar litbrigðin með allri sinni fegurð færast hægt og rólega yfir Ölfusið á notalegri morgunstund og norðurljósin stíga villtan dans að kvöldi, er eins og náttúran minni á fegurðina og alla liti lífsins. Sá margbreytileiki er ekki sjálfgefinn.

Umræðan
Fréttamynd

Eirík Björn á þing

Eitt af því ánægjulega eftir langan tíma í pólítík er að kynnast öflugu fólki um allt land. Sumir eru eftirminnilegri en aðrir. Það á við um Eirík Björn Björgvinsson oddvita Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.

Skoðun
Fréttamynd

Stöðug­leiki fyrir heimilin

Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki sé það orð sem mest er notað í þessari kosningabaráttu. En það eru ekki allir að tala um það sama þótt þeir noti sama orðið.

Skoðun
Fréttamynd

Viðreisn er komin til að vera

Ólafur Þ. Harðarson birti ágæta greiningu á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sagði hann að það væri mikil einföldun að kalla Viðreisn klofningsflokk úr Sjálfstæðisflokki. Þegar Viðreisn bauð fyrst fram komu rúm 30% kjósenda flokksins frá Sjálfstæðisflokki og tæp 30% úr Samfylkingu. Samtals um 60%. Restin eða um 40% kom frá öðrum flokkum, Framsóknarflokki, Pírötum og meira að segja VG eða hreinlega nýjum kjósendum. Hann bendir á að viðhorf kjósenda Viðreisnar sé mjög frábrugðin viðhorfum kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

Skoðun
Fréttamynd

Hið raun­veru­lega lím ríkis­stjórnar

Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg.

Skoðun
Fréttamynd

Skima, skima, skima!

Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis.

Skoðun
Fréttamynd

Tækifærin í Brexit?

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“.

Skoðun
Fréttamynd

Bið­lista­stjóri ríkisins

Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót.

Skoðun
Fréttamynd

„Ef“ er orðið

Það var hressandi að lesa nýlega Morgunblaðsgrein þeirra Árna Sigurjónssonar formanns Samtaka iðnaðarins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra þeirra. Þeir fjölluðu þar skýrt og skilmerkilega um nýja sókn atvinnulífsins og endurreisn hagkerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Geð­heil­brigðis­þjónusta er lífs­spurs­mál

Mér þykir vænt um stjórnmál. Ánægjan felst meðal annars í samstarfi við gott fólk í öllum flokkum. Sjá hugsjónir og hluti raungerast sem barist hefur verið fyrir. En ekki síður vegna samtalsins við alls konar einstaklinga þvert yfir samfélagið um margvíslegar langanir, óskir, þarfir. Hin mikilvæga tenging við raunveruleika fólks.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.