Þegar þitt besta er ekki nógu gott Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2024 06:31 Þegar áföll dynja yfir þá reynir á samfélög og um leið kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Sunnudagurinn síðasti er áskorun og prófsteinn á okkar samfélagsgerð. Eldgos, hraunrennsli, skjálftavirkni og grimmilegar sprungur eru fyrst og síðast gríðarlegt áfall fyrir Grindvíkinga en líka þjóðina alla. Áfall sem nú þegar hefur kostað mannslíf. Í þrjú ár hefur reynt á seiglu og þolinmæði Grindvíkinga og innviði svæðisins. Þetta er þung staða og það er skiljanlegt að Grindvíkingar krefjist þess að fá svör sem fyrst um það hvernig leysa eigi úr þessari óvissu og þessu lamandi óöryggi sem fólkið í Grindavík finnur nú fyrir. Það er ekki hægt að halda því fram að um sé að ræða óvænta stöðu – þessi sviðsmynd hefur legið fyrir í einhverja mánuði – og ef við eigum að vera alveg heiðarleg, þá hefur möguleikinn á eldgosi á þessu svæði legið fyrir í nokkur ár. Eflaust finnst Grindvíkingum gott að skynja að þjóðin stendur með þeim en nú er komið að ákvörðunum sem taka utan um bæjarbúa og veita þeim aukið öryggi. Leiðtogar og stjórnmálafólk geta ekki leyft sér að einbeita sér eingöngu að málefnum líðandi stundar. Það er skylda stjórnmálanna að horfa lengra, gera áætlanir. Líka um svörtustu sviðsmyndina – og þora því. Þau sem fara með hlutverk framkvæmdavaldsins verða að standa undir nafni. Framkvæma, ákveða og varða veginn. Ég ræddi meðal annars um Grindavík í Morgunútvarpi Rásar tvö í gær ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur. Hún lagði áherslu á að allir í ríkisstjórninni væru að gera sitt besta og vinna að því að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin. Ég hef greint þetta viðhorf hjá öðrum stjórnarliðum og ráðherrum. Það er gott og vel. En munurinn á ráðherrum og öðrum er að þeirra hlutverk er að horfa lengra og vera tilbúin til að taka ákvarðanir. Ekki síst þegar svartar og erfiðar sviðsmyndir eru mögulegar. Það vekur ákveðna furðu að plan stjórnvalda við þessari sviðsmynd sem nú blasir við hafi ekki verið tilbúið. Þrátt fyrir þriggja ára eldsumbrot og orð vísindafólks. Það er ekki nógu gott. Nú reynir á okkur öll að vinna fumlaust að því að svara öllum spurningum Grindvíkinga um framtíð sína. Í mínum huga er valfrelsi og einstaklingsfrelsi hér lykilatriði. Við eigum eins og kostur er að leggja allt kapp á að veita fólki frelsi til að taka ákvarðanir um líf sitt, tilveru og framtíð. Að Grindvíkingar öðlist valkosti til að halda áfram. Sumir vilja halda því opnu að flytja aftur heim – eðlilega. Á meðan aðrir vilja þreifa fyrir sér á öðrum svæðum. Ólík viðhorf þurfa að rúmast innan þeirra lausna sem boðið verður upp á. Ég óttast að margir litlir plástrar verði á endanum dýrkeyptari en að rífa plásturinn af og taka stærri ákvarðanir. Það mun ekki standa á okkur í Viðreisn þegar það kemur að því að greiða fyrir málum sem varða Grindvíkinga. Til þess eru samfélög og sameiginlegir sjóðir. Þetta er ekki spurning um stjórn eða stjórnarandstöðu. Okkur eða ykkur. Við erum öll saman í liði og tökumst saman á við vindinn sem nú á móti blæs. Það kunnum við sem þjóð. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Rangfærslur um Ísrael og Arabaríkin Hannes H. Gissurarson Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar Skoðun ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar Skoðun Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Aðild Íslands þýðir orð við ákvarðanir í Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Útgáfa hvalveiðileyfa er samfélagslegt mein Micah Garen skrifar Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason skrifar Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar áföll dynja yfir þá reynir á samfélög og um leið kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Sunnudagurinn síðasti er áskorun og prófsteinn á okkar samfélagsgerð. Eldgos, hraunrennsli, skjálftavirkni og grimmilegar sprungur eru fyrst og síðast gríðarlegt áfall fyrir Grindvíkinga en líka þjóðina alla. Áfall sem nú þegar hefur kostað mannslíf. Í þrjú ár hefur reynt á seiglu og þolinmæði Grindvíkinga og innviði svæðisins. Þetta er þung staða og það er skiljanlegt að Grindvíkingar krefjist þess að fá svör sem fyrst um það hvernig leysa eigi úr þessari óvissu og þessu lamandi óöryggi sem fólkið í Grindavík finnur nú fyrir. Það er ekki hægt að halda því fram að um sé að ræða óvænta stöðu – þessi sviðsmynd hefur legið fyrir í einhverja mánuði – og ef við eigum að vera alveg heiðarleg, þá hefur möguleikinn á eldgosi á þessu svæði legið fyrir í nokkur ár. Eflaust finnst Grindvíkingum gott að skynja að þjóðin stendur með þeim en nú er komið að ákvörðunum sem taka utan um bæjarbúa og veita þeim aukið öryggi. Leiðtogar og stjórnmálafólk geta ekki leyft sér að einbeita sér eingöngu að málefnum líðandi stundar. Það er skylda stjórnmálanna að horfa lengra, gera áætlanir. Líka um svörtustu sviðsmyndina – og þora því. Þau sem fara með hlutverk framkvæmdavaldsins verða að standa undir nafni. Framkvæma, ákveða og varða veginn. Ég ræddi meðal annars um Grindavík í Morgunútvarpi Rásar tvö í gær ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur. Hún lagði áherslu á að allir í ríkisstjórninni væru að gera sitt besta og vinna að því að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin. Ég hef greint þetta viðhorf hjá öðrum stjórnarliðum og ráðherrum. Það er gott og vel. En munurinn á ráðherrum og öðrum er að þeirra hlutverk er að horfa lengra og vera tilbúin til að taka ákvarðanir. Ekki síst þegar svartar og erfiðar sviðsmyndir eru mögulegar. Það vekur ákveðna furðu að plan stjórnvalda við þessari sviðsmynd sem nú blasir við hafi ekki verið tilbúið. Þrátt fyrir þriggja ára eldsumbrot og orð vísindafólks. Það er ekki nógu gott. Nú reynir á okkur öll að vinna fumlaust að því að svara öllum spurningum Grindvíkinga um framtíð sína. Í mínum huga er valfrelsi og einstaklingsfrelsi hér lykilatriði. Við eigum eins og kostur er að leggja allt kapp á að veita fólki frelsi til að taka ákvarðanir um líf sitt, tilveru og framtíð. Að Grindvíkingar öðlist valkosti til að halda áfram. Sumir vilja halda því opnu að flytja aftur heim – eðlilega. Á meðan aðrir vilja þreifa fyrir sér á öðrum svæðum. Ólík viðhorf þurfa að rúmast innan þeirra lausna sem boðið verður upp á. Ég óttast að margir litlir plástrar verði á endanum dýrkeyptari en að rífa plásturinn af og taka stærri ákvarðanir. Það mun ekki standa á okkur í Viðreisn þegar það kemur að því að greiða fyrir málum sem varða Grindvíkinga. Til þess eru samfélög og sameiginlegir sjóðir. Þetta er ekki spurning um stjórn eða stjórnarandstöðu. Okkur eða ykkur. Við erum öll saman í liði og tökumst saman á við vindinn sem nú á móti blæs. Það kunnum við sem þjóð. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson Skoðun
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar
Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson Skoðun