Þegar þitt besta er ekki nógu gott Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2024 06:31 Þegar áföll dynja yfir þá reynir á samfélög og um leið kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Sunnudagurinn síðasti er áskorun og prófsteinn á okkar samfélagsgerð. Eldgos, hraunrennsli, skjálftavirkni og grimmilegar sprungur eru fyrst og síðast gríðarlegt áfall fyrir Grindvíkinga en líka þjóðina alla. Áfall sem nú þegar hefur kostað mannslíf. Í þrjú ár hefur reynt á seiglu og þolinmæði Grindvíkinga og innviði svæðisins. Þetta er þung staða og það er skiljanlegt að Grindvíkingar krefjist þess að fá svör sem fyrst um það hvernig leysa eigi úr þessari óvissu og þessu lamandi óöryggi sem fólkið í Grindavík finnur nú fyrir. Það er ekki hægt að halda því fram að um sé að ræða óvænta stöðu – þessi sviðsmynd hefur legið fyrir í einhverja mánuði – og ef við eigum að vera alveg heiðarleg, þá hefur möguleikinn á eldgosi á þessu svæði legið fyrir í nokkur ár. Eflaust finnst Grindvíkingum gott að skynja að þjóðin stendur með þeim en nú er komið að ákvörðunum sem taka utan um bæjarbúa og veita þeim aukið öryggi. Leiðtogar og stjórnmálafólk geta ekki leyft sér að einbeita sér eingöngu að málefnum líðandi stundar. Það er skylda stjórnmálanna að horfa lengra, gera áætlanir. Líka um svörtustu sviðsmyndina – og þora því. Þau sem fara með hlutverk framkvæmdavaldsins verða að standa undir nafni. Framkvæma, ákveða og varða veginn. Ég ræddi meðal annars um Grindavík í Morgunútvarpi Rásar tvö í gær ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur. Hún lagði áherslu á að allir í ríkisstjórninni væru að gera sitt besta og vinna að því að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin. Ég hef greint þetta viðhorf hjá öðrum stjórnarliðum og ráðherrum. Það er gott og vel. En munurinn á ráðherrum og öðrum er að þeirra hlutverk er að horfa lengra og vera tilbúin til að taka ákvarðanir. Ekki síst þegar svartar og erfiðar sviðsmyndir eru mögulegar. Það vekur ákveðna furðu að plan stjórnvalda við þessari sviðsmynd sem nú blasir við hafi ekki verið tilbúið. Þrátt fyrir þriggja ára eldsumbrot og orð vísindafólks. Það er ekki nógu gott. Nú reynir á okkur öll að vinna fumlaust að því að svara öllum spurningum Grindvíkinga um framtíð sína. Í mínum huga er valfrelsi og einstaklingsfrelsi hér lykilatriði. Við eigum eins og kostur er að leggja allt kapp á að veita fólki frelsi til að taka ákvarðanir um líf sitt, tilveru og framtíð. Að Grindvíkingar öðlist valkosti til að halda áfram. Sumir vilja halda því opnu að flytja aftur heim – eðlilega. Á meðan aðrir vilja þreifa fyrir sér á öðrum svæðum. Ólík viðhorf þurfa að rúmast innan þeirra lausna sem boðið verður upp á. Ég óttast að margir litlir plástrar verði á endanum dýrkeyptari en að rífa plásturinn af og taka stærri ákvarðanir. Það mun ekki standa á okkur í Viðreisn þegar það kemur að því að greiða fyrir málum sem varða Grindvíkinga. Til þess eru samfélög og sameiginlegir sjóðir. Þetta er ekki spurning um stjórn eða stjórnarandstöðu. Okkur eða ykkur. Við erum öll saman í liði og tökumst saman á við vindinn sem nú á móti blæs. Það kunnum við sem þjóð. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar áföll dynja yfir þá reynir á samfélög og um leið kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Sunnudagurinn síðasti er áskorun og prófsteinn á okkar samfélagsgerð. Eldgos, hraunrennsli, skjálftavirkni og grimmilegar sprungur eru fyrst og síðast gríðarlegt áfall fyrir Grindvíkinga en líka þjóðina alla. Áfall sem nú þegar hefur kostað mannslíf. Í þrjú ár hefur reynt á seiglu og þolinmæði Grindvíkinga og innviði svæðisins. Þetta er þung staða og það er skiljanlegt að Grindvíkingar krefjist þess að fá svör sem fyrst um það hvernig leysa eigi úr þessari óvissu og þessu lamandi óöryggi sem fólkið í Grindavík finnur nú fyrir. Það er ekki hægt að halda því fram að um sé að ræða óvænta stöðu – þessi sviðsmynd hefur legið fyrir í einhverja mánuði – og ef við eigum að vera alveg heiðarleg, þá hefur möguleikinn á eldgosi á þessu svæði legið fyrir í nokkur ár. Eflaust finnst Grindvíkingum gott að skynja að þjóðin stendur með þeim en nú er komið að ákvörðunum sem taka utan um bæjarbúa og veita þeim aukið öryggi. Leiðtogar og stjórnmálafólk geta ekki leyft sér að einbeita sér eingöngu að málefnum líðandi stundar. Það er skylda stjórnmálanna að horfa lengra, gera áætlanir. Líka um svörtustu sviðsmyndina – og þora því. Þau sem fara með hlutverk framkvæmdavaldsins verða að standa undir nafni. Framkvæma, ákveða og varða veginn. Ég ræddi meðal annars um Grindavík í Morgunútvarpi Rásar tvö í gær ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur. Hún lagði áherslu á að allir í ríkisstjórninni væru að gera sitt besta og vinna að því að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin. Ég hef greint þetta viðhorf hjá öðrum stjórnarliðum og ráðherrum. Það er gott og vel. En munurinn á ráðherrum og öðrum er að þeirra hlutverk er að horfa lengra og vera tilbúin til að taka ákvarðanir. Ekki síst þegar svartar og erfiðar sviðsmyndir eru mögulegar. Það vekur ákveðna furðu að plan stjórnvalda við þessari sviðsmynd sem nú blasir við hafi ekki verið tilbúið. Þrátt fyrir þriggja ára eldsumbrot og orð vísindafólks. Það er ekki nógu gott. Nú reynir á okkur öll að vinna fumlaust að því að svara öllum spurningum Grindvíkinga um framtíð sína. Í mínum huga er valfrelsi og einstaklingsfrelsi hér lykilatriði. Við eigum eins og kostur er að leggja allt kapp á að veita fólki frelsi til að taka ákvarðanir um líf sitt, tilveru og framtíð. Að Grindvíkingar öðlist valkosti til að halda áfram. Sumir vilja halda því opnu að flytja aftur heim – eðlilega. Á meðan aðrir vilja þreifa fyrir sér á öðrum svæðum. Ólík viðhorf þurfa að rúmast innan þeirra lausna sem boðið verður upp á. Ég óttast að margir litlir plástrar verði á endanum dýrkeyptari en að rífa plásturinn af og taka stærri ákvarðanir. Það mun ekki standa á okkur í Viðreisn þegar það kemur að því að greiða fyrir málum sem varða Grindvíkinga. Til þess eru samfélög og sameiginlegir sjóðir. Þetta er ekki spurning um stjórn eða stjórnarandstöðu. Okkur eða ykkur. Við erum öll saman í liði og tökumst saman á við vindinn sem nú á móti blæs. Það kunnum við sem þjóð. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun