Viðreisn er tilbúin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2024 12:31 „Viðreisn er ekki eins og eitthvað þriggja sekúndna TikTok myndband. Meira svona eins og… Spegillinn á RÚV“ sagði manneskja sem ég met mikils við mig um daginn. Svo brosti hún undurblítt. Þessi góða vinkona mín hefur að mörgu leyti rétt fyrir sér og þetta er eitthvað sem við tökum til okkar. Þó við séum ekki endilega mikið fyrir að troða flóknum úrlausnarefnum samfélagsins í einfaldar umbúðir og selja þær sem slíkar. Að ná tökum á vöxtum og verðbólgu, koma á stöðugleika á húsnæðismarkaði, finna lausnir á biðlistavanda innan heilbrigðiskerfisins, fjármagna innviðaskuldir (efnislegar og mannlegar), koma loftslagsaðgerðum í framkvæmd, efla menntamálin og tryggja öryggi í landinu okkar. Allt eru þetta dæmi um miklar áskoranir sem bíða stjórnmálanna. Góð stemning í Viðreisn Ég hef síðustu vikur fundið fyrir auknum áhuga á okkur í Viðreisn. Sífellt fleiri koma að máli við mig til að lýsa yfir stuðningi við flokkinn eða til að hvetja okkur til dáða til að standa keik með okkar kjarnamálum. Í stað þess að hlaupast undan stefnu eða sópa henni undir teppið. Mér þykir vænt um þá hvatningu. Þessi meðbyr kristallaðist svo í flottu Haustþingi Viðreisnar um síðastliðna helgi sem haldið var í Hlégarði í Mosfellsbæ. Það voru ekki nægilega margir stólar í salnum til að rúma allt það kraftmikla fólk sem flykktist á fundinn. Einhver frumkraftur leystist úr læðingi sem var áþreifanlegur. Bjartsýni, einlægni og framsýni einkenndi fundarmenn. Sóknarhugur til að gera betur fyrir venjulegt fólk. Innkoma nýs Viðreisnarfólks er síðan mikill styrkur fyrir flokkinn. Það eru spennandi tímar fram undan. Tími frjálslyndis runninn upp Ég ætla að leyfa mér að binda vonir við það að næstu kosningar muni hafa í för með sér frjálslyndissveiflu. Þar sem almenningur hafnar þeirri skautun jaðranna sem felast í íhaldssömum hægri eða vinstri flokkum. Með Viðreisn höfum við frjálslyndan valkost þar sem við tryggjum þéttofið velferðarnet á sama tíma og við stundum framsýna og ábyrga hagstjórn. Við þurfum skynsemi í stjórnmálin. Við þurfum mennsku í stjórnmálin. Við þurfum langtímasýn og ákvarðanir. Og kjark til að fylgja þeim eftir. Við verðum að þokast áfram og horfa til framtíðar. Við ætlum okkur áfram og frá þessari meinlegu kyrrstöðu sem einkennt hefur stjórnarheimilið á liðnum árum. Og við ætlum ekki til baka eins og Kamala Harris, okkar kona fyrir vestan hefur sagt í sinni baráttu. Haustþingið var gott veganesti fyrir okkur í Viðreisn. Við skerptum á málefnum og þéttum raðirnar. Næsta verkefni innan flokks er að drífa sem fyrst í að halda prófkjör, ef svæðisráðin kjósa svo. Kosningabaráttan er hafin. Það er verk að vinna fyrir fólkið okkar í landinu. Viðreisn er tilbúin. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Mest lesið Nýr flokkur – Nýr valkostur – Nýr veruleiki Arnar Þór Jónsson,Baldur Borgþórsson,Kári Allansson Skoðun Kalt er það, Einar! Arnór Heiðar Benónýsson Skoðun Takk háttvirti borgarstjóri Einar Þorsteinsson Þórunn Sif Böðvarsdóttir Skoðun Til borgarstjóra Maríanna S. Bjarnleifsdóttir Skoðun Erindinu er lokið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Skoðun Sundlaugasóðar Ámundi Loftsson Skoðun Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Satt og logið um vistheimilið að Varpholti/Laugalandi Ingjaldur Arnþórsson,Áslaug Herdís Brynjarsdóttir Skoðun Vegna ummæla borgarstjóra um kennara Rebekka Lind Guðmundsdóttir Skoðun Afmælisboð 180 daga á ári og oft á dag Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling skrifar Skoðun Þegar öll þjóðin andar léttar Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Af hverju Miðflokkurinn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Vegna ummæla borgarstjóra um kennara Rebekka Lind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kerfisbreytingar í skólakerfinu: Velferð barna í fyrirrúmi Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Opið bréf til ríkis- og borgarstjórnar Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Afmælisboð 180 daga á ári og oft á dag Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Áfram kennarar fyrir nemendur þessa lands! Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Hugum að framtíð barnanna okkar, fjárfestum í kennurum Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Takk háttvirti borgarstjóri Einar Þorsteinsson Þórunn Sif Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Satt og logið um vistheimilið að Varpholti/Laugalandi Ingjaldur Arnþórsson,Áslaug Herdís Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Nýr flokkur – Nýr valkostur – Nýr veruleiki Arnar Þór Jónsson,Baldur Borgþórsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Erindinu er lokið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar Skoðun Krabbameinsrannsóknir á Íslandi Sigurdís Haraldsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Stefán Þ. Sigurðsson skrifar Skoðun Varði ekki viðsnúninginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sundlaugasóðar Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Kalt er það, Einar! Arnór Heiðar Benónýsson skrifar Skoðun Til borgarstjóra Maríanna S. Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Seigla, trú og geðheilbrigði Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn í gúlaginu Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Þegar ballið er búið Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Verðugir verðlaunahafar Stefán Pálsson skrifar Skoðun Atvinnurógur Kristófers um skemmtiferðaskipageirann Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis Anton Guðmundsson,Úrsúla María Guðjónsdóttir,Sunneva Ósk Þóroddsdóttir,Magnús Sigfús Magnússon skrifar Skoðun Þetta er búið. Kjósum! Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfsmark Framsóknarflokksins í Grafarvogi Vignir Sverrisson skrifar Skoðun Ef heimurinn virkaði eins og hljómsveit Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Við eigum að þakka Eflingu fyrir baráttu sína gegn launaþjófnaði Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem situr áfram fyrir sig, ekki þig Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
„Viðreisn er ekki eins og eitthvað þriggja sekúndna TikTok myndband. Meira svona eins og… Spegillinn á RÚV“ sagði manneskja sem ég met mikils við mig um daginn. Svo brosti hún undurblítt. Þessi góða vinkona mín hefur að mörgu leyti rétt fyrir sér og þetta er eitthvað sem við tökum til okkar. Þó við séum ekki endilega mikið fyrir að troða flóknum úrlausnarefnum samfélagsins í einfaldar umbúðir og selja þær sem slíkar. Að ná tökum á vöxtum og verðbólgu, koma á stöðugleika á húsnæðismarkaði, finna lausnir á biðlistavanda innan heilbrigðiskerfisins, fjármagna innviðaskuldir (efnislegar og mannlegar), koma loftslagsaðgerðum í framkvæmd, efla menntamálin og tryggja öryggi í landinu okkar. Allt eru þetta dæmi um miklar áskoranir sem bíða stjórnmálanna. Góð stemning í Viðreisn Ég hef síðustu vikur fundið fyrir auknum áhuga á okkur í Viðreisn. Sífellt fleiri koma að máli við mig til að lýsa yfir stuðningi við flokkinn eða til að hvetja okkur til dáða til að standa keik með okkar kjarnamálum. Í stað þess að hlaupast undan stefnu eða sópa henni undir teppið. Mér þykir vænt um þá hvatningu. Þessi meðbyr kristallaðist svo í flottu Haustþingi Viðreisnar um síðastliðna helgi sem haldið var í Hlégarði í Mosfellsbæ. Það voru ekki nægilega margir stólar í salnum til að rúma allt það kraftmikla fólk sem flykktist á fundinn. Einhver frumkraftur leystist úr læðingi sem var áþreifanlegur. Bjartsýni, einlægni og framsýni einkenndi fundarmenn. Sóknarhugur til að gera betur fyrir venjulegt fólk. Innkoma nýs Viðreisnarfólks er síðan mikill styrkur fyrir flokkinn. Það eru spennandi tímar fram undan. Tími frjálslyndis runninn upp Ég ætla að leyfa mér að binda vonir við það að næstu kosningar muni hafa í för með sér frjálslyndissveiflu. Þar sem almenningur hafnar þeirri skautun jaðranna sem felast í íhaldssömum hægri eða vinstri flokkum. Með Viðreisn höfum við frjálslyndan valkost þar sem við tryggjum þéttofið velferðarnet á sama tíma og við stundum framsýna og ábyrga hagstjórn. Við þurfum skynsemi í stjórnmálin. Við þurfum mennsku í stjórnmálin. Við þurfum langtímasýn og ákvarðanir. Og kjark til að fylgja þeim eftir. Við verðum að þokast áfram og horfa til framtíðar. Við ætlum okkur áfram og frá þessari meinlegu kyrrstöðu sem einkennt hefur stjórnarheimilið á liðnum árum. Og við ætlum ekki til baka eins og Kamala Harris, okkar kona fyrir vestan hefur sagt í sinni baráttu. Haustþingið var gott veganesti fyrir okkur í Viðreisn. Við skerptum á málefnum og þéttum raðirnar. Næsta verkefni innan flokks er að drífa sem fyrst í að halda prófkjör, ef svæðisráðin kjósa svo. Kosningabaráttan er hafin. Það er verk að vinna fyrir fólkið okkar í landinu. Viðreisn er tilbúin. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Nýr flokkur – Nýr valkostur – Nýr veruleiki Arnar Þór Jónsson,Baldur Borgþórsson,Kári Allansson Skoðun
Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun
Satt og logið um vistheimilið að Varpholti/Laugalandi Ingjaldur Arnþórsson,Áslaug Herdís Brynjarsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að framtíð barnanna okkar, fjárfestum í kennurum Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Snæbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Satt og logið um vistheimilið að Varpholti/Laugalandi Ingjaldur Arnþórsson,Áslaug Herdís Brynjarsdóttir skrifar
Skoðun Nýr flokkur – Nýr valkostur – Nýr veruleiki Arnar Þór Jónsson,Baldur Borgþórsson,Kári Allansson skrifar
Skoðun Krabbameinsrannsóknir á Íslandi Sigurdís Haraldsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Stefán Þ. Sigurðsson skrifar
Skoðun Áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis Anton Guðmundsson,Úrsúla María Guðjónsdóttir,Sunneva Ósk Þóroddsdóttir,Magnús Sigfús Magnússon skrifar
Skoðun Við eigum að þakka Eflingu fyrir baráttu sína gegn launaþjófnaði Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Nýr flokkur – Nýr valkostur – Nýr veruleiki Arnar Þór Jónsson,Baldur Borgþórsson,Kári Allansson Skoðun
Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun
Satt og logið um vistheimilið að Varpholti/Laugalandi Ingjaldur Arnþórsson,Áslaug Herdís Brynjarsdóttir Skoðun