Ríkisvæðing og ríkisstjórnarmenning Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2024 13:00 Að færa fé til hluthafa Kviku til þess eins að ríkið eignist tryggingarfélag er eitthvað sem maður sá ekki fyrir. Þótt ekkert komi lengur á óvart þegar þessi ríkisstjórn er annars vegar. Veruleikinn er sá að stofnanir og ríkisfyrirtæki, þar sem fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna sitja í stjórn, virða eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála að vettugi. Eðlilega spyr frjálslynt fólk sig; hver verður næsta ríkisvæðing? Ég hélt að það væri skýrt að krafan væri sú að engin fyrirtæki í ríkiseigu ættu að stuðla að aukinni þenslu í hagkerfinu. Eru ekki allir á sömu blaðsíðu? Ekki síst eftir marg auglýsta aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Að það væru allir að róa í sömu átt að sama markmiði; slá á verðbólgu og fara ekki út í þensluhvetjandi aðgerðir. Frumleg leið að hagræðingu Fjármálaráðherra sagði jafnframt í síðustu viku að nauðsynlegt væri að hagræða í ríkisrekstrinum til að koma til móts við aukin útgjöld. Það var mikilvægt. Það er hins vegar frumleg leið að hagræðingu að ríkisvæða tryggingarfélag fyrir 28,6 milljarða króna. Svo upplifum við enn einn dag hinna misvísandi skilaboða frá ríkisstjórninni. Menningin sem ríkisstjórnin hefur komið sér upp á þessum sjö árum er ekki góð, hvað þá til fyrirmyndar. Við horfum annars vegar upp á gengdarlausa útþenslu ríkisins. Afrekaskrá ríkisstjórnar í hagræðingu er engin. Frekar er gefið í. Á vakt og á ábyrgð flokks sem eitt sinn kenndi sig við ráðdeild í ríkisrekstri. Yfirlýsingakapphlaup og furðupólitík Þetta er ríkisstjórnarmenning sem hefur leitt af sér að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins telja sig nokkuð óáreitt geta bætt við báknið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Hitt er síðan kúlturinn í kringum samskipti innan ríkisstjórnar. Makalaust yfirlýsingakapphlaup á milli ráðherra sem virðist engan endi ætla að taka. Hver er í sínu horni að merkja sér sitt svæði. Þaðan sem yfirlýsingar flæða, oftast til heimabrúks og stangast á við aðra. Það er furðulegt að horfa upp á þetta. Ég hef upplifað margt í pólítík en þetta er nýlunda. Ítrekað og aftur. Kannski er þetta nýsköpunin sem ríkisstjórnin vildi. Hvað veit ég? En fyrst og síðast dregur þetta fram yfirgengilegt stjórnleysi og sýnir að það er engin funkerandi ríkisstjórn í landinu. Í hverju málinu á fætur öðru. Það er enginn metnaður, hvað þá sameiginleg sýn. Það þarf að fara stjórna landinu. Það er deginum ljósara. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Kvika banki Tryggingar Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Að færa fé til hluthafa Kviku til þess eins að ríkið eignist tryggingarfélag er eitthvað sem maður sá ekki fyrir. Þótt ekkert komi lengur á óvart þegar þessi ríkisstjórn er annars vegar. Veruleikinn er sá að stofnanir og ríkisfyrirtæki, þar sem fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna sitja í stjórn, virða eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála að vettugi. Eðlilega spyr frjálslynt fólk sig; hver verður næsta ríkisvæðing? Ég hélt að það væri skýrt að krafan væri sú að engin fyrirtæki í ríkiseigu ættu að stuðla að aukinni þenslu í hagkerfinu. Eru ekki allir á sömu blaðsíðu? Ekki síst eftir marg auglýsta aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Að það væru allir að róa í sömu átt að sama markmiði; slá á verðbólgu og fara ekki út í þensluhvetjandi aðgerðir. Frumleg leið að hagræðingu Fjármálaráðherra sagði jafnframt í síðustu viku að nauðsynlegt væri að hagræða í ríkisrekstrinum til að koma til móts við aukin útgjöld. Það var mikilvægt. Það er hins vegar frumleg leið að hagræðingu að ríkisvæða tryggingarfélag fyrir 28,6 milljarða króna. Svo upplifum við enn einn dag hinna misvísandi skilaboða frá ríkisstjórninni. Menningin sem ríkisstjórnin hefur komið sér upp á þessum sjö árum er ekki góð, hvað þá til fyrirmyndar. Við horfum annars vegar upp á gengdarlausa útþenslu ríkisins. Afrekaskrá ríkisstjórnar í hagræðingu er engin. Frekar er gefið í. Á vakt og á ábyrgð flokks sem eitt sinn kenndi sig við ráðdeild í ríkisrekstri. Yfirlýsingakapphlaup og furðupólitík Þetta er ríkisstjórnarmenning sem hefur leitt af sér að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins telja sig nokkuð óáreitt geta bætt við báknið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Hitt er síðan kúlturinn í kringum samskipti innan ríkisstjórnar. Makalaust yfirlýsingakapphlaup á milli ráðherra sem virðist engan endi ætla að taka. Hver er í sínu horni að merkja sér sitt svæði. Þaðan sem yfirlýsingar flæða, oftast til heimabrúks og stangast á við aðra. Það er furðulegt að horfa upp á þetta. Ég hef upplifað margt í pólítík en þetta er nýlunda. Ítrekað og aftur. Kannski er þetta nýsköpunin sem ríkisstjórnin vildi. Hvað veit ég? En fyrst og síðast dregur þetta fram yfirgengilegt stjórnleysi og sýnir að það er engin funkerandi ríkisstjórn í landinu. Í hverju málinu á fætur öðru. Það er enginn metnaður, hvað þá sameiginleg sýn. Það þarf að fara stjórna landinu. Það er deginum ljósara. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun