Evrópska vexti takk! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2024 12:00 Nú hefur evrópski Seðlabankinn lækkað vexti. Þannig standa meginvextir bankans í 3.50%. Í kjölfarið lækkaði danski seðlabankinn meginvexti sína í samræmi við þessa lækkun. Í óvenjulegum ytri skilyrðum vegna heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu fóru stýrivextirnir hæst í 4% í Evrópu. Á sama tíma á Íslandi erum við pikkföst í 9.25% vöxtum. Þeir hafa ekkert haggast í meira en ár. Hvers vegna sættum við okkur við þennan veruleika? Af hverju er ekki jafnt gefið? Fólk á öllum aldri og um allt land finnur líka verulega fyrir því hversu dýrt það er orðið að versla í matinn. Við erum að tala um meginþorra þjóðarinnar. Fólk sem hefurgert allt eftir bókinni og ætti, í eðlilegu hagkerfi - að hafa það gott.En þetta sama fólk situr við eldhúsborðið um hver mánaðarmótog klórar sér í kollinum yfir því hvers vegna dæmið gengur ekki upp. Og það spyr sig - eðlilega; Af hverju þurfa þau að borga húsnæðið sitt þrisvar sinnum miðað við vini þeirra í nágrannalöndunum? Af hverju þessi dýra matarkarfa? Af hverju þessar heimasmíðuðu reglur sem nýtast ekki almenningi? Af hverju er ekki jafnt gefið?En stjórnin lætur sem ekkert sé. Hugar ekki að þessu fólki - hugar ekki að neytendum. Viðreisn er eina svarið Viðreisn er eini flokkurinn sem stendur í lappirnar þegar kemur að því að standa með grunnstefnunni sinni. Við höfum frá stofnun flokksins lagt Evrópusambandið á borðið. Við treystum þjóðinni til að taka næsta skref, hvort klára eigi samninga og hætta að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Inngangan ein og sér er ekki markmiðið – heldur þau bættu lífsgæði sem við teljum að Íslendingar geti öðlast. Meðal annars með stöðugri gjaldmiðli og raunverulegum fyrirsjáanleika fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Að leikreglurnar í samfélaginu okkar séu fyrir fólkið allt en ekki sérvalda hópa sem þóknast stjórnvöldum. Það er í því samhengi ágætt að velta því fyrir sér hvar við værum stödd með okkar stýrivexti ef haldið hefði verið öðruvísi á málum og samningur hefði náðst um inngöngu árið 2013? Værum við þá kannski með 3.5% stýrivexti en ekki 9.25% í dag? Væri vaxtakostnaður ríkissjóðs einn stærsti útgjaldaliðurinn? Hvað hefði það sparað íslenskum almenningi í þessu verðbólguástandi? Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég heyri oft frá gömlu flokkunum að hér þurfi ekkert að skipta um gjaldmiðil. Engu að breyta. Að við þurfum eingöngu að temja okkur ábyrga hagstjórn til að koma böndum á krónuna. En þá spyr ég á móti - ef það er rót vandans er það þá ekki um leið fullkominn áfellisdómur yfir öllum fjármálaráðherrum landsins frá lýðveldisstofnun? Með fullri virðingu þá hygg ég að rót vandans hér liggi fremur í okkar örmynt og smáa hagkerfi. En þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Með upptöku evru eða tengingu krónunnar við hana er gerð sú sjálfsagða krafa til stjórnmálamanna að stunda agaða hagstjórn. Færeyingum hefur tekist þetta ágætlega. Stýrivextir eru 3.50%, verðbólga mun minni, atvinnuleysi líka. Hvað er að óttast? Við viljum evrópska vexti en ekki séríslenska. Er það í alvörunni svo slæm hugmynd? Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur evrópski Seðlabankinn lækkað vexti. Þannig standa meginvextir bankans í 3.50%. Í kjölfarið lækkaði danski seðlabankinn meginvexti sína í samræmi við þessa lækkun. Í óvenjulegum ytri skilyrðum vegna heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu fóru stýrivextirnir hæst í 4% í Evrópu. Á sama tíma á Íslandi erum við pikkföst í 9.25% vöxtum. Þeir hafa ekkert haggast í meira en ár. Hvers vegna sættum við okkur við þennan veruleika? Af hverju er ekki jafnt gefið? Fólk á öllum aldri og um allt land finnur líka verulega fyrir því hversu dýrt það er orðið að versla í matinn. Við erum að tala um meginþorra þjóðarinnar. Fólk sem hefurgert allt eftir bókinni og ætti, í eðlilegu hagkerfi - að hafa það gott.En þetta sama fólk situr við eldhúsborðið um hver mánaðarmótog klórar sér í kollinum yfir því hvers vegna dæmið gengur ekki upp. Og það spyr sig - eðlilega; Af hverju þurfa þau að borga húsnæðið sitt þrisvar sinnum miðað við vini þeirra í nágrannalöndunum? Af hverju þessi dýra matarkarfa? Af hverju þessar heimasmíðuðu reglur sem nýtast ekki almenningi? Af hverju er ekki jafnt gefið?En stjórnin lætur sem ekkert sé. Hugar ekki að þessu fólki - hugar ekki að neytendum. Viðreisn er eina svarið Viðreisn er eini flokkurinn sem stendur í lappirnar þegar kemur að því að standa með grunnstefnunni sinni. Við höfum frá stofnun flokksins lagt Evrópusambandið á borðið. Við treystum þjóðinni til að taka næsta skref, hvort klára eigi samninga og hætta að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Inngangan ein og sér er ekki markmiðið – heldur þau bættu lífsgæði sem við teljum að Íslendingar geti öðlast. Meðal annars með stöðugri gjaldmiðli og raunverulegum fyrirsjáanleika fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Að leikreglurnar í samfélaginu okkar séu fyrir fólkið allt en ekki sérvalda hópa sem þóknast stjórnvöldum. Það er í því samhengi ágætt að velta því fyrir sér hvar við værum stödd með okkar stýrivexti ef haldið hefði verið öðruvísi á málum og samningur hefði náðst um inngöngu árið 2013? Værum við þá kannski með 3.5% stýrivexti en ekki 9.25% í dag? Væri vaxtakostnaður ríkissjóðs einn stærsti útgjaldaliðurinn? Hvað hefði það sparað íslenskum almenningi í þessu verðbólguástandi? Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég heyri oft frá gömlu flokkunum að hér þurfi ekkert að skipta um gjaldmiðil. Engu að breyta. Að við þurfum eingöngu að temja okkur ábyrga hagstjórn til að koma böndum á krónuna. En þá spyr ég á móti - ef það er rót vandans er það þá ekki um leið fullkominn áfellisdómur yfir öllum fjármálaráðherrum landsins frá lýðveldisstofnun? Með fullri virðingu þá hygg ég að rót vandans hér liggi fremur í okkar örmynt og smáa hagkerfi. En þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Með upptöku evru eða tengingu krónunnar við hana er gerð sú sjálfsagða krafa til stjórnmálamanna að stunda agaða hagstjórn. Færeyingum hefur tekist þetta ágætlega. Stýrivextir eru 3.50%, verðbólga mun minni, atvinnuleysi líka. Hvað er að óttast? Við viljum evrópska vexti en ekki séríslenska. Er það í alvörunni svo slæm hugmynd? Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar