Umboðsmaður Alþingis

Fréttamynd

Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara

Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt.

Innlent
Fréttamynd

Fyrri hug­myndir um Jans­sen löngu úr­eltar

Allar hug­myndir um góða virkni eins skammts af bólu­efni Jans­sen gegn kórónu­veirunni úr­eltust um leið og ný af­brigði veirunnar, delta og ó­míkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Jans­sen alveg eins og hin bólu­efnin; einn skammtur af Jans­sen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heil­brigðis­ráðu­neytið að líta það sömu augum og hin bólu­efnin þegar það breytti reglum um sótt­kví þrí­bólu­settra.

Innlent
Fréttamynd

Um­boðs­maður segir notkun gulra her­bergja helst bundna við börn með sér­þarfir

Umboðsmaður Alþingis skrifar í bréfi sem sent var á mennta- og barnamálaráðherra á miðvikudag að notkun svokallaðra gulra herbergja í grunnskólum sé í yfirgnæfandi fjölda tilvika bundin við börn með sérþarfir. Almennir grunnskólar telji sig þá standa frammi fyrir óleysanlegum vanda gagnvart nemendum með sérþarfir og alvarlegan hegðunarvanda. 

Innlent
Fréttamynd

Hafa beint því til grunn­skóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum"

Um­boðs­maður Al­þingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsis­sviptingu barna í grunn­skólum séu flóknari og víð­tækari en al­mennt hafi verið talið. Mennta­mála­ráð­herra segir að af­staða ráðu­neytisins sé skýr; það sé ó­lög­legt að vera með sér­stök her­bergi í grunn­skólum þar sem nem­endur séu læstir inni.

Innlent
Fréttamynd

Undir stöðugu eftir­liti og færðir í dóm­sal í lög­reglu­bíl með ferða­salerni

Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum og verklag í tengslum við vistun þeirra sem eru grunaðir um að flytja fíkniefni innvortis hingað til lands. Dæmi er um að slíkir einstaklingur hafi dvalið í sérútbúnum fangaklefa í tuttugu daga og eru þeir undir stöðugu eftirliti við allar athafnir sínar.

Innlent
Fréttamynd

Hreyfi­hamlaðir megi leggja í al­menn stæði á göngu­götum

Handhafi stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða kvartaði til umboðsmanns Alþingis yfir ákvörðun Bílastæðasjóðs Reykjavíkur um að leggja á hann stöðubrotsgjald. Handhafinn hafði lagt bíl sínum í almennt stæði á göngugötu en Bílastæðasjóður taldi honum aðeins heimilt að leggja í sérmerkt bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða á göngugötu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er grafalvarlegt mál“

Á þriðja tug kvenna hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni

„Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.