Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar 12. nóvember 2024 20:00 Íslenskar blóðmerar njóta sérstaklega mikillar samúðar hjá mér af öllum íslenskum dýrum í eldi sem þurfa að þjást í þágu mannsins. Vísir greinir frá að blóðmeramálið hafa ratað á borð nýs umboðsmanns Alþingis, Kristínar Benediktsdóttur, það sé í skoðun og óskað hafi verið frekari gagna. Þetta minnir mig á forna tíð, þegar frumkvöðull íslenskrar dýraverndar, Tryggvi Gunnarsson (1835-1917), kallaði eftir konum til dýraverndar, þær hefðu einfaldlega djúpa tilfinningu fyrir dýravernd og tilfinningum dýra. Hlutverk umboðsmanns er m.a. í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis. Ef umboðsmaður verður þess var að meinbugir séu á gildandi lögum eða almennum stjórnvaldsfyrirmælum skal hann tilkynna það Alþingi, hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn. - Þetta tel ég að eigi við um heimild til blóðtöku úr fylfullum merum. Ætla má, þegar fullnægjandi gögn hafi borist, að umboðsmanni ofbjóði. . Það er því fagnaðarefni að ætla megi að umboðsmaður skoði að láta málið sig varða. Ég trúi því að umboðsmaður bendi löggjafanum á að blóðtakan stangist á við lög um velferð dýra og nýtt þing breyti lögum um velferð dýra og banni blóðtöku til framleiðslu hormóns sem leiðir til áframhaldandi dýraníðs í svínaeldi. Síðasti umboðsmaður stakk slíkum erindum undir stól, vildi engin afskipti hafa ef ég man rétt. Sagði blóðtökuleyfið vera með samþykkti löggjafans. Það væri við hann að eiga ekki sig. Ríkisendurskoðandi sneiddi, með slökum rökum, framhjá blóðmeramálinu í úttekt sinni á Matvælastofnun fyrr á þessu ári. Löggjafinn hefur komið því svo fyrir að hann hefur svipt almenning stjórnarskrárvörðu tjárningarfrelsi sínu með því að að lögfesta að einungis MAST sé heimilt að kæra illa meðferð dýra. Deila má um getu MAST til ákvarðanatöku í slíkum málum. Ríkisendurskoðandi taldi MAST fara alltof hægt í sakirnar. Þá eru hagsmunatengsl og mögulegir árekstar innanbúðarmanna hjá MAST klíkunnu, sem oft er svo nefnd, við hagsmunaaðila í blóðmeraníðinu augljósir. Pólitísk afskipti af starfsháttum MAST eru líka þekkt, sem dregur úr trú og áreiðanleika MAST við að sinna dýravernd. Það er því fagnaðarefni að opinber aðili, umboðsmaður Alþingis, hugi að því að taka blóðmeramálið í fang sitt og ýtir það máske undir þá tillögu mína í síðustu grein að blóðmeramálið verði að kosningamáli. Þörf er á umræðu og afstöðu frambjóðenda um málið. Engin hefur þorað í djúpu laug dýraverndarumræðunnar fyrir þessar kosningar ennþá. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Umboðsmaður Alþingis Dýraheilbrigði Árni Stefán Árnason Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskar blóðmerar njóta sérstaklega mikillar samúðar hjá mér af öllum íslenskum dýrum í eldi sem þurfa að þjást í þágu mannsins. Vísir greinir frá að blóðmeramálið hafa ratað á borð nýs umboðsmanns Alþingis, Kristínar Benediktsdóttur, það sé í skoðun og óskað hafi verið frekari gagna. Þetta minnir mig á forna tíð, þegar frumkvöðull íslenskrar dýraverndar, Tryggvi Gunnarsson (1835-1917), kallaði eftir konum til dýraverndar, þær hefðu einfaldlega djúpa tilfinningu fyrir dýravernd og tilfinningum dýra. Hlutverk umboðsmanns er m.a. í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis. Ef umboðsmaður verður þess var að meinbugir séu á gildandi lögum eða almennum stjórnvaldsfyrirmælum skal hann tilkynna það Alþingi, hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn. - Þetta tel ég að eigi við um heimild til blóðtöku úr fylfullum merum. Ætla má, þegar fullnægjandi gögn hafi borist, að umboðsmanni ofbjóði. . Það er því fagnaðarefni að ætla megi að umboðsmaður skoði að láta málið sig varða. Ég trúi því að umboðsmaður bendi löggjafanum á að blóðtakan stangist á við lög um velferð dýra og nýtt þing breyti lögum um velferð dýra og banni blóðtöku til framleiðslu hormóns sem leiðir til áframhaldandi dýraníðs í svínaeldi. Síðasti umboðsmaður stakk slíkum erindum undir stól, vildi engin afskipti hafa ef ég man rétt. Sagði blóðtökuleyfið vera með samþykkti löggjafans. Það væri við hann að eiga ekki sig. Ríkisendurskoðandi sneiddi, með slökum rökum, framhjá blóðmeramálinu í úttekt sinni á Matvælastofnun fyrr á þessu ári. Löggjafinn hefur komið því svo fyrir að hann hefur svipt almenning stjórnarskrárvörðu tjárningarfrelsi sínu með því að að lögfesta að einungis MAST sé heimilt að kæra illa meðferð dýra. Deila má um getu MAST til ákvarðanatöku í slíkum málum. Ríkisendurskoðandi taldi MAST fara alltof hægt í sakirnar. Þá eru hagsmunatengsl og mögulegir árekstar innanbúðarmanna hjá MAST klíkunnu, sem oft er svo nefnd, við hagsmunaaðila í blóðmeraníðinu augljósir. Pólitísk afskipti af starfsháttum MAST eru líka þekkt, sem dregur úr trú og áreiðanleika MAST við að sinna dýravernd. Það er því fagnaðarefni að opinber aðili, umboðsmaður Alþingis, hugi að því að taka blóðmeramálið í fang sitt og ýtir það máske undir þá tillögu mína í síðustu grein að blóðmeramálið verði að kosningamáli. Þörf er á umræðu og afstöðu frambjóðenda um málið. Engin hefur þorað í djúpu laug dýraverndarumræðunnar fyrir þessar kosningar ennþá. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar