Styttur og útilistaverk

Vill að umdeilt listaverk til heiðurs samstarfi Rússa og NATO verði fjarlægt
Ritari Samtaka hernaðarandstæðinga vill að listaverk fyrir utan Hótel Sögu verði fjarlægt. Verkið er tuttugu ára gamalt og táknar vináttu og samstarf Rússlands við NATO-ríkin.

Aberdeen heiðraði Sir Alex Ferguson með styttu | Afhjúpaði hana sjálfur
Sir Alex Ferguson er hvað frægastur fyrir að gera Manchester United að einu mesta stórveldi knattspyrnusögunnar. Hann afrekaði ekki síðri hluti með Aberdeen í Skotlandi áður en hann hélt til Manchester-borgar árið 1986 og nú hefur skoska félagið ákveðið að heiðra Skotann magnaða.

Leita til Ólafs Elíassonar um hönnun minnisvarða um Heimaeyjargosið
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita tvær milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Vestmannaeyjabæjar vegna hugmyndavinnu fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey. Samningur hefur verið gerður við Stúdíó Ólafs Elíassonar um hugmyndavinnuna.

Vilja að styttu af Leópold konungi verði breytt í minnisvarða um kongósk fórnarlömb
Nefnd á vegum borgarstjórnarinnar í Brussel hefur lagt það til að bronsstyttu af Leópold II, Belgakonungi, verði brædd og henni breytt í minnisvarða um milljónirnar sem fórust á valdatíma hans í belgísku Kongó.

Stytta af Kobe og Giönnu sett upp á slysstaðnum
Í gær voru tvö ár liðin síðan að körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant, dóttir hans Gianna og sjö aðrir fórust í þyrluslysi í Kaliforníu. Í tilefni þess var sett upp stytta af þeim Kobe og Giönnu á slysstaðnum.

Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu.

Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný
Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað.

Risastór gullstytta af Ronaldo afhjúpuð í Indlandi
Risavaxin gullstytta af portúgalska fótboltamanninum Cristiano Ronaldo var afhjúpuð í Goa á Indlandi á dögunum.

Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong
Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi.

Héðinn snýr heim - vonandi í vor
Vesturbæingar sakna mjög eins þekktasta minnismerkis hverfisins; styttunnar af Héðni Valdimarssyni verkalýðsforingja. Ekkert hefur sést til hennar í þrjú ár en eigendurnir vonast til að hún verði komin á sinn stað fyrir verkalýðsdaginn 1. maí.

Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir
Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins.

Mögulegt að rækta pálmatré í Vogabyggð en trjánum fækkað í eitt
Mögulegt er að rækta pálmatré við þær aðstæður sem ríkja í Vogabyggð en Reykjavíkurborg hefur ákveðið, í samráði við höfund verðlaunatillögu um útilistaverk á svæðinu, að fækka trjánum úr tveimur í eitt.

Andstæðingar Blika hyggjast reisa styttu af Ferguson
Skoska knattspyrnufélagið Aberdeen hyggst reisa styttu af goðsögninni Sir Alex Ferguson fyrir utan heimavöll félagsins, Pittodrie. Ferguson er sigursælasti knattspyrnustjóri í sögu félagsins.

Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð
Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri.

Prinsarnir afhjúpuðu styttu af Díönu prinsessu
Bretaprinsarnar Vilhjálmur og Harry afhjúpuðu styttu af móður sinni Díönu prinsessu af Wales við hátíðlega athöfn í garði Kensington-hallar.

Afhjúpa styttu af Díönu í tilefni af sextíu ára fæðingarafmælinu
Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry munu síðar í dag afhjúpa styttu af móður sinni, Díönu, prinsessu af Wales, í garði Kensington-hallar. Díana, sem lést í París í ágúst 1997, hefði orðið sextug á þessum degi hefði henni enst aldur til.

Samþykktu að fjarlægja brjóstmyndir og styttur úr þinghúsinu
Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær ályktun sem felur í sér að fjarlægja eigi brjóstmynd af Roger Taney, fyrrverandi forseta hæstaréttar landsins, úr þinghúsinu í höfuðborginni Washington.

Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna
Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum.

Bókuðu á víxl um stjórnarskrárverk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
Fulltrúar meiri- og minnihlutans í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar skiptust á bókunum í gær um umdeilt listaverk sem tengist kröfu um nýja stjórnarskrá sem var fjarlægt af vegg menningarhússins Hafnarborgar á dögunum. Minnihlutinn vildi biðja listamenn afsökunar en bæjarstjóri telur að skerpa þurfi verklagsreglur.

Listamenn telja bæjarstjóra Hafnarfjarðar beita ritskoðun með því að fjarlægja listaverk tengt stjórnarskránni
Listamenn segja bæjarstjóra Hafnarfjarðar hafa gerst seka um ritskoðun þegar verk sem tengist nýju stjórnarskránni var fjarlægt af vegg Hafnarborgar í gær. Bæjarstjóri segir tilskilin leyfi ekki hafa verið fyrir hendi.