Um land allt

Fréttamynd

Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum

„Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir.

Innlent
Fréttamynd

Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða

Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn.

Innlent
Fréttamynd

54 kílóa þorskur til sýnis á Hellissandi

Sjóminjasafnið á Hellissandi er með uppstoppaðan þorsk til sýnis sem vó 54 kíló og mældist 164 sentímetrar á lengd. Þorskurinn þeirra Snæfellinga, sem veiddist í utanverðum Breiðafirði árið 1990, virðist því toppa þorskinn sem skipverjarnir á Bergey VE veiddu við Vestmannaeyjar um helgina, að minnsta kosti í þyngd en kannski ekki í lengd.

Innlent
Fréttamynd

Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu

Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Sauðfjárbóndinn segir snilld að hafa kost á annarri vinnu

Stærstu hús sem sést hafa í Kelduhverfi eru risin á jörðinni Lóni vestast í sveitinni. Þar er fyrirtækið Rifós að byggja upp seiðaeldisstöð sem orðin er stærsti vinnustaður sveitarinnar og veitir meðal annars sauðfjárbændum kærkomna búbót meðfram búskapnum.

Innlent
Fréttamynd

Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan

Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan.

Innlent
Fréttamynd

Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir

„Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri.

Innlent
Fréttamynd

Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir

„Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737.

Lífið
Fréttamynd

Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli

Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna.

Innlent
Fréttamynd

Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar

„Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík.

Innlent
Fréttamynd

Segir Bolungarvíkurgöng hafa bjargað Bjarnabúð

Margir spáðu því að Bjarnabúð í Bolungarvík, ein elsta verslun landsins, myndi lognast út af með Bolungarvíkurgöngum þegar auðveldara varð fyrir Bolvíkinga að skreppa í búðir á Ísafirði. Reynsla kaupmannsins varð þveröfug; Ísfirðingar fóru að versla í Bolungarvík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bolvíkingurinn Jakob Valgeir vill sameiningu við Ísafjörð

„Ég skil svo sem ekki af hverju menn sameinast ekki Ísafirði. Styrkja byggðarlögin. Vera bara með eitt sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum,“ segir útgerðarmaðurinn og Bolvíkingurinn Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf., stærsta fyrirtækis Bolungarvíkur.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunarfræðingurinn sem elskar að vera sauðfjárbóndi

„Ég er sem sagt hjúkrunarfræðingur og vinn hérna á Bergi, hjúkrunarheimilinu. En svo er ég með 130 ær en er í samkrulli með tengdapabba, sem er með 250," segir Svala Björk Einarsdóttir, sem er í hópi fjölmargra sauðfjárbænda í Bolungarvík.

Lífið
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.