Um land allt

Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík
Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann.

Botnar í Meðallandi urðu eyja í Eldhrauni
Jörðin Botnar í Meðallandi hlaut einna sérkennlegust örlög í átta mánaða hamförum Skaftárelda á árunum 1783 til 1784 þegar hraunið frá Lakagígum flæddi ofan af hálendinu, um farvegi Skaftár og Hverfisfljóts, og yfir láglendissveitir. Botnar eru í dag nánast eins og eyja umgirt úfnum hraunum á alla kanta.

Fluttu í Skaftárhrepp til að gera veiðidelluna að vinnu
Þau Jón Hrafn Karlsson og Linda Ösp Gunnarsdóttir ásamt börnum fluttu af Suðurnesjum fyrir sex árum austur í Meðalland að bænum Syðri-Steinsmýri. Hvorugt þeirra átti rætur í Skaftárhrepp.

Haraldur varaði við því að kvika frá Krýsuvík gæti gosið við Reykjavík
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur varaði við því fyrir sex árum að sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni gæti leitt til eldgoss í jaðri Reykjavíkur. Hvatti hann þá til þess að betra áhættumat yrði gert fyrir Reykjavíkursvæðið.

Undirbýr framleiðslu á íslenskri haframjólk
Eitt stærsta nautgripabú landsins er að byggjast upp í Meðallandi, á jörð sem áður var í eyði. Þar eru bændur jafnframt óhræddir við að þróa nýjar og framandi afurðir, eins og bygg fyrir viskí og íslenska haframjólk.

Hamfarir Skaftárelda rifjaðar upp í þætti um Meðalland
Nærri 240 árum eftir Skaftárelda tala Skaftfellingar enn um „fyrir eld“ og „eftir eld“, svo víðtæk áhrif hafði eldgosið hrikalega úr Lakagígum á Eldsveitirnar, svæðið milli Mýrdalssands og Skeiðarársands.

Safn um sögu skipsstranda verði í gömlum sveitabæ í Meðallandi
Skaftfellingar vilja taka fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi undir safn um sögu skipsstranda. Strandlengjan úti fyrir Meðallandi var illræmd fyrr á tímum sökum tíðra skipsskaða.

Bændurnir selja beint frá býli til að styðja byggðina
Nokkrir bændur á Barðaströnd hafa gripið til þess ráðs að koma á fót eigin matvælavinnslu og vinna sjálfir afurðir búa sinna heima á bæ. Með því að selja beint frá býli reyna þeir að treysta tekjurnar og þar með búsetuna.

Elín var með leynigest þegar hún var spurð um fjölgun barna
Ung kona á Barðaströnd, Elín Eyjólfsdóttir á Breiðalæk, var fyrir sex árum, í þætti Stöðvar 2 um fækkun barna í sveitinni og yfirvofandi lokun grunnskólans á Birkimel, spurð hvort hún væri eina von Barðstrendinga um fjölgun barna á ný.

Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný
Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri.

Það var ósk Péturs og mín að ég reyndi að halda áfram rekstrinum
„Pétur maðurinn minn fann á bland.is hús til sölu í sveit. Og hingað komum við,“ segir Svanfríður Ingvadóttir innanhússhönnuður um hvernig það kom til að hún og Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri, fluttu á sveitabæ ofan Hauganess við Eyjafjörð fyrir sjö árum.

Verka ekki bara saltfiskinn heldur djúpsteikja og setja hann á pizzu
Á Hauganesi við Eyjafjörð hefur fiskvinnsla verið að þróast yfir í ferðaþjónustu í kringum saltfisk. Fiskverkunin Ektafiskur er komin eins langt í fullvinnsluna og hugsast getur. Saltfiskurinn er eldaður ofan í viðskiptavini og borinn fram á diskum á veitingastaðnum Baccalá Bar.

Byrjaði að brugga sextán ára í bruggverksmiðju foreldranna
Bruggverksmiðja er orðin stærsta fyrirtækið í rótgrónu sjávarplássi við Eyjafjörð. Upphafið má rekja til þess að sjómannshjón á Árskógssandi urðu að finna sér ný verkefni þegar eiginmaðurinn neyddist til að hætta sjómennsku.

Þegar Ströndungar hættu að róa og hófu að brugga
Þeir kalla sig oft Árskógsstrendinga, en einnig Ströndunga, segir Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni þegar hann er spurður hvað íbúar sveitarinnar eru kallaðir í daglegu tali. Árskógsströnd er við Eyjafjörð á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur, var áður sjálfstætt sveitarfélag en er núna hluti Dalvíkurbyggðar.

Svavar fór með áhorfendur á æskuslóðir sínar
Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2017. Svavar fór þar með Kristjáni Má Unnarssyni um helstu söguslóðir Dalasýslu og rakti hvernig hann sá fyrir sér að treysta mætti byggðina með menningartengdri starfsemi, byggða á Íslendingasögunum.

Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan
Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg.

Norska smalakonan segist vera kölluð trans-Íslendingur
„Mig langaði bara að búa hérna, einhvernveginn. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af landinu. Fólk er oft að gera grín að mér, segir að ég sé trans-Íslendingur. Ég er bara fædd í vitlausu landi,“ segir hin norska Silje Dahlen Alviniussen og hlær, nýkomin úr sex daga fjárleitum að Fjallabaki þriðja árið í röð.

Förum næst í kræklinginn þegar við verðum búin að byggja upp fiskeldið
Kræklingur sest í stórum stíl á fiskeldiskvíar og er vannýtt tegund, að mati fiskeldismanns á Vestfjörðum. Hann hvetur til þess að Vestfirðingar snúi sér að kræklingaeldi þegar búið verði að byggja upp fiskeldið.

Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám
Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám.

Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi
„Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga.