Jafnréttismál

Fréttamynd

Forsetafrúin spyr: #erukonurtil?

Eliza Reid forsetafrú spyr að því á Facebook í dag hvort konur séu ekki til en tilefnið er myndatexti sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Textinn fylgir mynd af Elizu heilsa Friðriki krónprinsi Danmerkur en forsetafrúarinnar er hvergi getið.

Innlent
Fréttamynd

Launamunur mestur í karllægum starfsstéttum

„Fljótt á litið virðist þetta mjög tengt hve störfin eru kynbundin, í skrifstofuhópnum eru konur í miklum meirihluta og þar er jöfnuðurinn meiri en því hærra sem hlutfall karla er í starfsstéttinni þá eykst ójöfnuðurinn meiri,“ segir Víðir Ragnarsson, forstöðumaður ráðgjafar hjá PayAnalytics um niðurstöður nýrrar rannsóknar á launamunum kynjanna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Bein útsending: Göngum í takt

Ráðstefnan Göngum í takt, sem er á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar, um atvinnumál fatlaðs fólks fer fram á Grand Hotel í dag á milli klukkan 13 og 16.

Innlent
Fréttamynd

Stórir draumar rætast

Þegar ég var formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á árunum 2013-2017 voru þrjú málefni sem brunnu á kvenleiðtogum íslensks atvinnulífs. Þau voru mikilvægi þess að fá fjölbreytileika í stjórnir fyrirtækja og stofnana, sýnileiki kvenna í fjölmiðlum og launamunur kynjanna á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­ráð sam­þykkir stofnun Jafn­­launa­­stofu

Borgarráð samþykkti í dag einróma að setja á fót sjálfstæða starfseiningu á sviði jafnlaunamála. Starfseiningin ber heitið Jafnlaunastofa og verður einingin sameignarfélag í eigu Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Konur ekki lengur í meiri­hluta á Alþingi eftir endur­talningu

Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn.

Innlent
Fréttamynd

Heims­pressan fjallar um sögu­legan sigur kvenna í kosningunum

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta.

Innlent
Fréttamynd

Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu

Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Það er kosið um jafnréttismál

Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Það höfum við gert í rúman áratug. Af þessu getum við verið stolt. Þessi staða getur verið okkur hvatning um um að halda áfram sem og að berjast gegn bakslagi. Þessi staða getur líka leitt til að einhverjir trúi því að við séum komin í höfn.

Skoðun
Fréttamynd

8 mínútur og 39 sekúndur

Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna. Launamunur hefur farið lækkandi hægt en örugglega frá árinu 2008, munur á atvinnutekjum karla og kvenna lækkaði úr 36,3% niður í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%.

Skoðun
Fréttamynd

Leið­réttur launa­munur kynjanna 4,1 prósent

Launamunur kynjanna hefur dregist saman frá árinu 2010 en kynbundin skipting í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar. Á sama tíma hafa áhrif menntunarstigs og lýðfræðilegra þátta á launamun minnkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Næsta skref jafn­réttis

„Konur munu hafa náð fullu jafnrétti þegar karlar deila með þeim ábyrgð á því að ala upp næstu kynslóð“ svaraði bandaríski hæstaréttadómarinn Ruth Bader Ginsburg blaðamanni tímarits lögfræðingafélags New York borgar, aðspurð um stöðu jafnréttismála.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­sýni­legar konur

Mér svelgdist á í fyrradag við að lesa fyrirsögnina um „lítinn róttækan feminista” og þá smættun á feminisma sem klingdi í eyrum mér. Tvennt stingur við þessa grein sérstaklega.

Skoðun
Fréttamynd

Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi

Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni.

Erlent