Bolungarvík

Fréttamynd

Blóðug handaför, horfin lyf og niðurbrotin fjölskylda eftir innbrot í bæjarferð á sjúkrahús

Ung fjölskylda í Bolungavík óskar nú eftir því að þeir sem búi í grennd við tjaldsvæðið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði kanni myndavélar eða láti lögreglu vita hafi þeir orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við tjaldsvæðið síðdegis í gær. Bíræfnir bófar stálu öllu steini léttara úr hjólhýsi fjölskyldunnar á meðan hún var í heimsókn hjá læknum á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Ungur drengur brenndist í Aðalvík á Hornströndum

Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði hefur sinnt þremur útköllum síðastliðinn sólarhring. Nú síðast í Aðalvík eftir að tilkynning barst um að ungur drengur hafi brennst. Þá aðstoðuðu björgunarsveitir í Öræfum ferðamann sem hafði slasast og lent í sjálfheldu við Svínafellsjökul í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarhátíðir haldnar um land allt

Nú fer í hönd ein stærsta ferðahelgi ársins en nóg er um að vera víða um land og eitthvað að finna fyrir alla fjölskylduna. Heilar sjö bæjarhátíðir fara fram helgina 6-.7. júlí í ár.

Lífið
Fréttamynd

Grísirnir mættir í Bolungarvík

Bolvíkingar tóku í gærkvöldi á móti nýjustu íbúum sveitarfélagsins. Um er að ræða nafnlausu grísina tvo sem til stendur að beita á kerfil í bæjarlandinu.

Innlent
Fréttamynd

Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett

Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið.

Innlent
Fréttamynd

Almyrkvinn sást vel í Bolungarvík

Um klukkan hálf fimm í morgun varð almyrkvi á tungli, sá fyrsti sem sést hefur frá Íslandi í á fjórða ár eða síðan 28. september árið 2015.

Innlent
Fréttamynd

Veiðigjöld fækki störfum í Bolungarvík

Bolungarvíkurkaupstaður segir tugi starfa í hættu verði veiðigjöld of íþyngjandi fyrir fyrirtæki í bænum. Deloitte hefur tekið saman stöðu sjávarútvegsfyrirtækja í kjördæminu.

Innlent