Hrunamannahreppur

Ný íslensk jarðarber komin í verslanir frá Flúðum
Unnendur íslenskra jarðarberja geta nú tekið gleði sína á ný því ný íslensk jarðarber eru nú komin í verslanir. Garðyrkjubændur á Flúðum rækta sín jarðarber á fjögur þúsund og fimm hundruð fermetrum í nokkrum gróðurhúsum.

Kýrin Ösp mjólkar allra mest á Suðurlandi
Kýrin Ösp á bænum Birtingaholti í Hrunamannahreppi er mikill kostagripur því hún er nytjahæsta kýrin á Suðurlandi. Ösp mjólkaði vel yfri fimmtíu lítra á dag í sautján vikur í röð á síðasta ári.

Búin að prjóna sjötíu lopapeysur á Flúðum í Covid
Hanna Lára Bjarnadóttir á Flúðum hefur ekki látið sér leiðast í Covid því hún hefur prjónað sjötíu lopapeysur. Þá vekja púðarnir hennar sérstaka athygli en þá saumaði hún í rútu yfir Kjöl þegar hún var ráðskona.

Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu
Mikil þörf er að byggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitum Árnessýslu og því hafa sveitarfélögin á svæðinu sett á laggirnar vinnuhóp til að koma málinu í gegn. Horft hefur verið til Laugarvatns hvað varðar staðsetningu heimilisins.

Flúðir – „Nafli alheimsins,“ segir oddvitinn
Framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi á Flúðum eru nú að hefjast en mikill skortur er á leiguhúsnæði og minni íbúðum í þorpinu. Auk íbúða verða í nýja hverfinu söfn og ferðatengd þjónusta.

Meira að gera hjá hrútunum en prestunum
„Það er mjög óvenjulegt að vera prestur yfir jólin og hitta ekki sóknarbörnin sín.“ Þetta segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson í Hruna í Hrunamannahreppi, sem notar jólin líka til að sinna kindunum sínum, en nú stendur ástarlífið yfir í fjárhúsinu.

Hrunamenn vilja nýja verslun á Flúðir
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps vinnur nú að því að fá lágvöruverslun á Flúðir. Heimamenn versla lítið sem ekkert í núverandi verslun, sem er Krambúðin, því þeim finnst verðið alltof hátt í versluninni. Mestur áhugi er að fá Nettó verslun á Flúðir.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikt barn á hálendið í nótt
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna veikinda ungs barns sem var uppi á hálendi í Hrunamannahreppi.

MAST gefur lítið fyrir baráttu Brynju Dan
Hvatning Brynju Dan Gunnarsdóttur til fylgjenda sinna á Instagram samsvaraði „einkar óvæginni og rætinni herferð“ í garð dýragarðsins í Slakka, að mati dýralæknis hjá Matvælastofnun.

„Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ um uppsveitir Árnessýslu
Fjögur sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu eru að hefja verkefni sem kallast; Bjóðum ömmu og afa í ferðalag" en tilgangur verkefnisins er að afi og amma fari í ferðalag með fjölskyldu sinni um uppsveitirnar.

Þriggja bíla árekstur við Stóru-Laxá
Þrír slösuðust í þriggja bíla árekstri sem varð við Stóru-Laxá skammt frá Flúðum á fjórða tímanum í dag.

Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu
Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar.

Kviknaði í gröfu skammt frá Flúðum
Eldur kom upp í beltagröfu við námu í Núpstúni í Hrunamannahreppi nú fyrir skömmu. Grafan er alelda og dökkan reyk leggur frá henni.

Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári
Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra.

Bændur loka búum sínum
Íslenskir bændur eru farnir að loka búum sínum og vilja alls ekki utanaðkomandi heimsóknir vegna ástandsins í landinu.

Hrunamönnum fjölgar og fjölgar
Íbúum í Hrunamannahreppi hefur fjölgað og fjölgað síðustu vikurnar, sex börn hafa t.d. fæðast í sveitarfélaginu, þar af fjögur í febrúar 2020. Mest er fjölgunin á Flúðum.

Um tvö þúsund rúður brotnuðu í gróðurhúsi
Um tvö þúsund rúður brotnuðu í gróðurhúsi í Hrunamannahreppi í óðverinu 14. febrúar. Öll uppskera gróðurhússins skemmdist í kjölfarið.

Voru föst í Kerlingarfjöllum í fjóra daga
Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis í dag vegna fjögurra ferðamanna sem urðu innlyksa í Kerlingarfjöllum ásamt tveimur íslenskum leiðsögumönnum.

Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega
Erla Björg Arnardóttir, sem er með fyrirtækið Grænna land á Flúðum gefur Landgræðslunni á hverju ári mikið magn af birkifræjum.

Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum
Í dag hefur Veiðivísir fengið nokkrar ábendingar um að brotið sé á lögum Lög nr. 64 19. maí 1994 um verndun, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.