Reykjanesbær

Fréttamynd

Jóhann Friðrik nýr framkvæmdastjóri Keilis

Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf.

Innlent
Fréttamynd

Um þrjátíu manns nota vímuefni í æð á Suðurnesjum

Talið er að rúmlega þrjátíu manns á Suðurnesjum noti vímuefni í æð og er hópurinn að yngjast samkvæmt þarfagreiningu Rauða krossins á svæðinu. Í haust mun mun skaðaminnkunarverkefni, Fröken Ragnheiður, fara af stað á Suðurnesjum þar sem notendur geta sótt sér hreinar nálar.

Innlent
Fréttamynd

Reykjaneshöfn stendur ekki undir sér óbreytt

Þrátt fyrir að Reykjanesbær hafi sett tæplega tvö hundruð milljónir króna inn í rekstur Reykjaneshafnar í fyrra var reksturinn neikvæður um 44 milljónir króna. Hafnarstjóri segir höfnina ekki rekstrarhæfa í óbreyttri mynd.

Innlent
Fréttamynd

Stefna að því að ræsa kísilverið á ný um mitt ár 2021

Unnið er eftir þeirri áætlun að kísilverksmiðjan í Helguvík hefji starfsemi að loknum endurbótum um mitt ár 2021. Framkvæmdir við verksmiðjuna þurfa að fara í umhverfismat með ellefu matsþáttum samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar sem var birt í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hefja uppbyggingu við Reykjanesvita

Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður við uppbyggingu ferðamannaaðstöðu við Reykjanesvita sem til stendur að ráðast í. Engin aðstaða fyrir ferðamenn er við vitann nú en talið er að á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund gestir heimsæki hann árlega.

Innlent
Fréttamynd

Segir fjárhag Reykjanesbæjar viðkvæman vegna ytri aðstæðna

Margrét Þórarinsdóttir, fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, telur óheillavænlegt að setja hundruð milljóna í uppbyggingu í bænum á meðan óvissa ríkir um ytri efnahagsaðstæður sem muni bitna hart á Reykjanesbæ ef aðstæður þróast í neikvæða átt.

Innlent
Fréttamynd

Neita að sundurliða laun lykilstjórnenda

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur að óskað verði sundurliðunar á greiðslum til lykilstjórnenda HS Veitna á aðalfundi. Framsetning á launagreiðslunum er ógagnsæ í ársreikningi og forstjórinn synjaði Fréttablaðinu um sundurliðun.

Innlent