Viðskipti innlent

Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, segir að til standi að opna aðra Extra-verslun við Barónstíg 4 þar sem 10/11 var áður.
Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, segir að til standi að opna aðra Extra-verslun við Barónstíg 4 þar sem 10/11 var áður. Aðsend

Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri.

Í tilkynningu segir að verslanirnar komi í stað Iceland-verslana sem voru þar fyrir – í Hafnargötu í Reykjanesbæ og Kaupangi á Akureyri.

Haft er eftir Sigurði Karlssyni, forstjóra Basko, að það Extra muni bjóða upp á tuttugu vinsælar Costco-vörur á Costco-verði, þar á meðal eldhúspappír, klósettrúllur, þvottaefni, gosdrykki og ávaxtasafa.

Í samtali við Vísi segir Sigurður að samstarfið komi þannig til að Costco og Skeljungur, sem er eigandi Basko, eigi nú þegar í góðu samstarfi og því hafi verið ákveðið að útvíkka það á þennan veg.

„Til stendur að opna fleiri Extra-verslanir á næstu misserum og er stefnan sett á að opna þriðju verslunina í ágúst á þessu ári. Sú verður staðsett á Barónstíg 4 í því plássi sem verslun 10-11 var áður,“ segir í tilkynningunni, en Basko á og rekur verslanir 10-11 og Kvikk.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×