Viðskipti innlent

Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon

Kjartan Kjartansson skrifar
Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon.
Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Vísir/Eyþór

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur.

Þrotabúið stefndi Magnúsi Ólafi til að greiða því meira en milljarða króna í bætur en United Silicon var úrskurðað gjaldþrota í janúar árið 2018 eftir að það lenti í miklum rekstrarvanda. Magnús Ólafur hefur verið sakaður um stórfelld fjársvik sem héraðssaksóknari hefur til rannsóknar. 

Í stefnu þrotabúsins var hann meðal annars sagður hafa millifært yfir milljarð króna af reikningum félagsins yfir á annað félag sem hann hafði yfirráð yfir og látið United Silicon greiða ólögmætar greiðslur til ýmissa aðila sem nemi jafnvel hundruð milljónum króna.

Magnús Ólafur var dæmdur bótaskyldur að sér fjarstöddum í Héraðsdómi Reykjaness 14. maí. Dómurinn hefur ekki verið birtur á dómstólavefnum en Ríkisútvarpið hefur eftir Geir Gestssyni, skiptastjóra þrotabúsins, að Magnúsi Ólafi hafi verið gert að greiða 1,2 milljarða króna í bætur auk vaxta.

Krafðist Magnús Ólafur endurupptöku á málinu en Héraðsdómur Reykjaness hafnaði því í dag. Vísaði dómurinn til þess að Magnús Ólafur hefði ekki lagt fram neitt um málsástæður sínar eða á hvaða réttarheimildum og sönnunargögnum krafa hans byggðist á umfram það að hann krefðist sýknu í bótamálinu.

Þarf Magnús Ólafur að greiða 350.000 krónur í málskostnað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
7,4
56
183.248
ORIGO
5,32
19
275.503
SJOVA
4,81
22
313.865
TM
3,3
11
132.865
SIMINN
3,27
19
239.725

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
0
4
878
ICEAIR
0
21
14.694
FESTI
0
6
104.486
REITIR
0
10
37.738
EIK
0
4
27.280
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.