
Reykjavík

„Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“
Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust milli flokkanna fimm.

Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara
Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál.

Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð
Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum fyrr í dag að kaupa þrjár lóðir austast á Bústaðavegi í Reykjavík, með það í huga að þar rísi næstu höfuðstöðvar orkufyrirtækis þjóðarinnar. Kaupverðið er 1,3 milljarðar króna.

„Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp
Skólastjórnendur Vogaskóla í Reykjavík hafa sent foreldrum nemenda tölvupóst vegna umfjöllunar Kveiks um ofbeldi innan skólans. Þar segir að skólastjórnendur hafi farið í alla bekki unglingadeildar og rætt um efni þáttarins.

Svona skipta oddvitarnir stólunum
Heiða Björg Hilmisdóttir verður borgarstjóri í samstarfi Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna, og Flokks fólksins. Sanna Magdalena Mörtudóttir verður forseti borgarstjórnar og formaður velferðarráðs og Líf Magneudóttir verður formaður borgarráðs.

Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag
Skólastjóri Laugalækjarskóla hefur tilkynnt forráðamönnum barna við skólann að á upptökum úr öryggismyndavélum sjáist ókunnugur fullorðinn maður kasta tösku upp á syllu á þaki skólans, um klukkan 16 á fimmtudag síðustu viku. Í töskunni hafi skotvopnið verið, sem nemendur skólans fundu.

Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum
Við Álfheima í Reykjavík er að finna heillandi og endurnýjaða 120 fermetra íbúð á fyrstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1961 og teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt. Steinþór Kári arkitekt hjá Kurt og Pi sá um endurhönnun íbúðarinnar. Ásett verð er 104, 9 milljónir.

Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna boða til blaðamannafundar í Ráðhúsinu í dag. Bein útsending og textalýsing verður á Vísi frá fundinum.

Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál
Samkvæmt heimildum fréttastofu verður oddviti Samfylkingar kjörinn borgarstjóri á fundi borgarstjórnar rétt fyrir klukkan fimm í dag. Stjórnmálafræðingur segir það krefjandi fyrir nýjan borgarstjóra að halda svo breiðu samstarfi gangandi.

Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu
Rúta sem festist á túni við Höfða í gær olli miklu tjóni. Ökumaðurinn var reynslulítill en rútufyrirtækið ætlar sér að greiða allt tjón. Verkefnastjóri segir algengt að rútubílstjórar keyri á túninu.

Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að tjalda í Kópavogi þangað til að nýr meirihluti í Reykjavíkurborg sé sprunginn. Greint var frá því í dag að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði næsti borgarstjóri en hún og Jón Pétur hafa eldað grátt silfur um einhvern tíma.


Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni
Gerandi í máli Bryndísar Klöru Birgisdóttur hefur átt í samskiptum við lykilvitni í málinu. Rúv greinir frá. Hann sætir gæsluvarðhaldi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Gerandinn er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps.

„Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segist hafa fulla trú á því að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar verði afbragðsborgarstjóri. Vísir greindi frá því í dag að Heiða verði kjörinn borgarstjóri á aukafundi sem haldinn verður á morgun.

Heiða Björg verður borgarstjóri
Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta.

Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar
Göngumaður rann í hálku á Esjunni og sneri á sér ökklann. Við það komst hann í sjálfheldu svo þurfti að aðstoða hann niður.

Nýr borgarstjóri kynntur á morgun
Nýr borgarstjóri tekur við völdum í Reykjavík á morgun þegar greidd verða atkvæði um tillögu nýs meirihluta á aukafundi borgarstjórnar.

Refsing Dagbjartar þyngd verulega
Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri, í Bátavogsmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hana í tíu ára fangelsi, en Landsréttur dæmdi hana í sextán ára fangelsi.

Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu
Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur.

Mokum ofan í skotgrafirnar
Það var árið 2016 að Reykjavíkurborg keypti land í Skerjafirði af íslenska ríkinu. Tilgangurinn var að nota þetta frábæra byggingarland fyrir íbúðir í ört stækkandi borg sem Reykjavík sannarlega er. Það var sett í gang samkeppni og tillaga ASK arkitekta stóð upp að mati dómnefndar og vinna gat hafist.

Stórskemmdi grasflötina við Höfða
Rútu á vegum ME travel var ekið inn á grasið við Höfða í Borgartúni á öðrum tímanum í dag og er þar pikkföst. Ljót för eru í blautu grasinu eftir rútuna en eigandi fyrirtækisins heitir því að bæta tjónið. Kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni og bíða nú eftir að rútan verði losuð.

Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða
Heimar hf. hafa undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Tryggvagötu ehf., sem á fasteignirnar að Tryggvagötu 10 og 14. Fasteignirnar hýsa Exeter hótelið og samskiptafélagið Aton. Bygging fasteignanna var mjög umdeild enda var friðað hús rifið til þess að þeim yrði komið fyrir.

Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra, segir áríðandi að þegar erfið mál komi upp innan skóla sé strax tekið á þeim. Töluvert hefur verið fjallað um erfiða stöðu innan Breiðholtsskóla undanfarið. Faðir stúlku í 7. bekk steig nýverið fram og lýsti ofbeldismenningu innan skólans.

Segja loforð svikin í Skálafelli
Hópurinn Opnum Skálafell kallar eftir því að stjórnvöld og hluteigandi aðilar standi við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli. Skíðasvæðið í Skálafelli hefur verið lokað í allan vetur, annað árið í röð. Fulltrúar hópsins óttast að stjórnvöld séu að reyna hlaupa undan gerðum samningum.

María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir
Hjónin María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Ingileif Friðriksdóttir, aðstoðarkona Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fjárfestu í fallegu tæplega hundrað ára parhúsi við Hringbraut árið 2022.

Bein útsending: Stærðin skiptir máli
Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu um risaframkvæmdir á Íslandi og mikilvægi vandaðrar verkefnastjórnsýslu (e. Project governance) á Hilton Reykjavík Nordica í dag.

Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í nótt á þriðja tímanum þegar eldur kom upp í veitingastaðnum Hamborgarafabrikkunni, sem staðsettur er á Höfðatorgi við Katrínartún.

Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi
Oddviti Pírata segist vongóður um að meirihlutaviðræðum síðustu daga verði lokið í þessari viku. Stólar og embætti hafi enn lítið verið rædd.

Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar
Boðað hefur verið til aukafundar í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á morgun til að ræða stöðuna í Breiðholtsskóla. Staða skólans er eina málið sem er á dagskrá fundarins. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði segir unnið að því að bregðast við svo börn séu örugg í skólanum og foreldrum líði vel með að senda börnin í skólann.

Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði
Enginn er kominn með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á E. coli-smiti í leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í október á síðasta ári.