Bensín og olía

Jóhanna Margrét til Skeljungs
Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá Skeljungi.

Fleiri velja vistvæn ökutæki
Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið.

Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár
Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís.

Hlíðarbúar vilja smurbrauð í stað smurolíu
Íbúar í Hlíðum vilja sjá veitingarekstur í gömlu smurstöðinni við Skógarhlíð og fá kaffi og kruðerí þar sem nú fæst bensín og smurolía. Á ýmist að skipta út einum svörtum vökva fyrir annan eða opna fjölorkustöð sem þjónar fýrum jafnt sem bílum.

Dýrt spaug
Þeir eru ýmsir sem hafa hneykslast yfir þeim opinberum fjármunum sem margar þjóðir hafa mokað í verkefni sem snúa að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa eða bæta orkunýtni tækja.

Baulan til leigu
Skeljungur hf. hefur auglýst Bauluna í Borgarfirði til leigu eftir að síðustu rekstraraðilar hættu þar veitingarekstri fyrr á árinu. Það er lítið um ferðamenn á svæðinu eins og er en talsmaður Skeljungs segir að félagið stefni á að koma húsnæðinu í leigu fyrir sumarið.

SE svarar Festi sem bendir á bresti og segir Lúðvík of dýran í rekstri
Samkeppniseftirlitið segir Lúðvík Bergvinsson, sem var skipaður óháður kunnáttumaður vegna sáttar við Festi, hafa gegnt mikilvægu hlutverki og gert grein fyrir mögulegum brotum á sáttinni sem séu nú til rannsóknar.

Skeljungur segir upp fólki í skipulagsbreytingum
Fækkað verður um tuttugu stöðugildi hjá Skeljungi samhliða skipulagsbreytingum sem taka gildi þann 1. mars. Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 100 milljónir króna.

Hætta rekstri Quiznos á Íslandi
Olís mun á næstu dögum hætta rekstri Quiznos sem hefur verið að finna á tólf þjónustustöðvum Olís víðs vegar um land. Olís hyggst þess í stað bjóða upp skyndibita undir merkjum eigin vörumerkis, ReDi Deli.

Norðurlöndin án jarðefnaeldsneytis
Á Norðurlöndum erum við stolt af því að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við erum stolt af því að fyrsta umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál var haldin í Stokkhólmi árið 1972 og að um allan heim er iðulega horft til okkar landa þegar kemur að því að finna lausnir í umhverfismálum. Þegar leiðtogar okkar tala um umhverfismál er hlutstað.

Olíusjóði Noregs verður beitt til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja
Forsvarsmenn norska olíusjóðsins ætla að beita sér fyrir því að fleiri konur fái sæti í stjórnum fyrirtækja og félaga sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Sjóðurinn er einn sá stærsti í heiminum og á 9.202 fyrirtækjum um heiminn allan

„Umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu“
Mælt var fyrir þingsályktunartillögu um orkuskipti í flugi á Alþingi í dag. Í henni er lagt til að skipaður verði starfshópur sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um málið. Markmiðið er að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára.

„Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin“
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, gefur lítið fyrir meinta góðmennsku og hugulsemi Orkufólksins

Mest ánægja með eldsneytissölu Costco en minnst með þjónustu Póstsins
Pósturinn mældist með lægstu einkunn allra fyrirtækja sem tóku þátt í Íslensku ánægjuvoginni í fyrra, eða 56,6 stig af 100. Eldsneytissala Costco var aftur á móti hæst með 85,8 stig og er það í fjórða árið í röð sem viðskiptavinir eldsneytissölunnar mælast þeir ánægðustu á Íslandi með marktækum hætti.

Hugrekki og framtíðarsýn
Í sameiginlegri áskorun Landverndar, Norges Naturvernforbund, Danmarks Naturfredningsforening, Sveriges Naturskyddsföreningen, Ålands natur og miljø og Natur och miljö, Finland eru stjórnvöld á Norðurlöndum hvött til þess að ákveða formlega þann dag sem notkun á jarðefnaeldsneyti verður hætt.

Strengur orðinn meirihlutaeigandi í Skeljungi
Fjárfestingafélagið Strengur á nú 50,06% hlut í Skeljungi að teknu tilliti til eigin bréfa Skeljungs. Er Strengur nú orðið meirihlutaeigandi eftir kaup á bréfum í alls 16 viðskiptum í gær samkvæmt tilkynningum til Kauphallar Íslands.

Lífeyrissjóðir höfnuðu yfirtökutilboði í Skeljung
Lífeyrissjóðirnir Frjálsi, Birta, Festa, Stapi og Lífsverk og Gildi hafa hafnað yfirtökutilboði fjárfestahópsins Strengs ehf. á Skeljungi. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur félagsins og fara alls með um 37% hlut.

Stærsti olíufundur ársins jólagjöfin til Norðmanna
Bandaríska olíufélagið ConocoPhillips tilkynnti í gær um „verulegan olíufund“ í Noregshafi. Olíulindin er áætluð á bilinu 75 til 200 milljónir olíutunna og telst vera stærsti olíufundur ársins á landgrunni Noregs.

Olíuborun Norðmanna stangast ekki á við stjórnarskrá
Norska ríkið braut ekki gegn stjórnarskrá landsins þegar heimilað var að ráðast í olíuborun á norðurslóðum. Hæstiréttur Noregs kvað í morgun upp sinn dóm í málinu sem umhverfisverndarsinnar hafa kallað „dómsmál aldarinnar“.

Færeyingar gefa ekki frá sér olíudrauminn
Mikill áhugi fyrir olíuleit í Færeyjum, segir í fyrirsögn Kringvarpsins, þar sem umhverfis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, Helgi Abrahamsen, segir engin áform þar um að hætta olíuleit.

Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur.

Veita engin ný leyfi til olíuleitar
Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega.

Flýta banni við bensín- og dísilbílum um fimm ár
Breska ríkisstjórnin kynnti áform um að flýta banni við nýjum bensín- og dísilbílum um fimm ár í dag. Bannið á nú að taka gildi árið 2030 og vera liður í gera Bretland kolefnishlutlaust fyrir árið 2050.

Selja olíuvinnsluleyfi á verndarsvæði á lokadögum Trump sem forseta
Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu.

Bensínstöð verður að reiðhjólabúð
Reiðhjólaverzlunin Berlin hefur nú opnað í húsnæði við Háaleitisbraut 12.

Gera yfirtökutilboð í Skeljungi
Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna.

Verkfalli olíustarfsmanna gæti lokið í dag
Tíu daga löngu verkfalli norskra olíu- og gasverkamanna gæti lokið í dag fallist stéttarfélag þeirra á tilboð olíufyrirtækja. Olíuframleiðsla Noregs gæti dregist saman um fjórðung haldi verkfallið áfram inn í næstu viku.

Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu
Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa.

Lækka bensínverð um 37 krónur á Akureyri
Atlantsolía hefur lækkað verð á eldsneytislítranum á bensínstöðinni við Baldursnes á Akureyri til samræmis við verðstefnu sína í Kaplakrika og á Sprengisandi.

Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands
Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands.