Hin skítugu leyndarmál jarðefnaeldsneytis Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 26. nóvember 2021 11:36 Í gegnum tíðina hafa komið ótal innlegg frá allskonar snillingum um einhver meint og skítug leyndarmál lausna í umhverfismálum. Þar hefur t.d. verið bent á ýmsa vankanta varðandi bæði rafbílarafhlöður og vindmyllur. Mikil þróun er reyndar í gangi í tengslum við bæði endurvinnslu rafhlaðna og vindmylluspaða, þannig að þetta horfir sem betur fer til betri vegar. Hafa ber þó í huga að enn er ekkert að frétta varðandi endurvinnslu á jarðefnaeldsneyti og að því ég best veit, hefur ekki enn tekist að endurvinna brennt jarðefnaeldsneyti, þrátt fyrir rúmlega hundrað ára sögu. Það er mikilvægt að benda á ýmsa vankanta sem fylgja nýjum orkulausnum en það er líka gott að muna að notkun jarðefnaeldsneytis er alltaf mun verri. Það er því kannski við hæfi að rifja aðeins upp hin skítugu leyndarmál jarðefnaeldsneytis til að gæta samræmis í umræðunni. Jarðefnaeldsneyti er óendurnýjanlegt Kol og olía eru ekki endurnýjanleg auðlind og bruni þeirra því ósjálfbær í sinni tærustu mynd. Bruninn er einskiptis aðgerð. Við erum sem sagt að tæma auðlind og þannig ræna henni frá næstu kynslóðum. Það má líkja jarðefnaeldsneytisauðlindinni við risastóran bankareikning sem hefur þann galla að hann er algerlega vaxtalaus og það verður aldrei lagt inn á hann. Það þarf engan fjármálasnilling til að átta sig á að gegndarlausar úttektir, úr jafn aumum bankareikningi, munu á endanum koma okkur í vandræði. Heilsuvandamál Bruni jarðefnaeldsneytis veldur mjög heilsuspillandi mengun. Þetta er alvöru mál sem allt of lítið er fjallað um. Í nýlegri rannsókn frá Harvard háskóla er áætlað að bruni jarðefnaeldsneytis valdi ótímabærum dauða yfir 8 milljón jarðarbúa á ári hverju. Miklu fleiri verða svo fyrir óþarfa heilsubresti þó að bruninn komi þeim kannski ekki algerlega í gröfina. Hafa ber þetta í huga þegar talað er gegn innleiðingu á hreinni orku. Ójöfn skipting auðlinda Eitt af vandamálum jarðefnaeldsneytis er að auðlindin skiptist svo sannarlega ekki jafnt á milli jarðarbúa. Þessi staðreynd hefur valdið miklum óróa í gegnum tíðina og stundum hafa stríð, með tilheyrandi mannfalli, hreinlega snúist um olíuauðlindir. Raforka á rafbíla er að mestu framleidd í hverju landi fyrir sig og stuðlar þannig að orkuöryggi og mun minni hættu á alvarlegum átökum. Losun við framleiðslu og flutning Eitt af skítugu leyndarmálum olíunnar er sú staðreynd að olía verður ekki til á bensínstöðvum. Það þarf að bora eftir olíu erlendis, flytja hana í olíuhreinsistöðvar, dæla á skip, flytja til landsins, koma henni á flutningabíla, keyra hana á stöðvarnar og dæla síðan í geymslutanka. Allt þetta bras kallar á orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda. Bruni eldsneytis í bílnum þínum segir því ekki alla söguna þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda og hluti losunar sem bíllinn þinn veldur verður til erlendis. Þó svo að sú losun lendi í loftslagsbókhaldi annarra landa þá er hún á þinni ábyrgð og skilar sér í sameiginlegan lofthjúp okkar heimsborgaranna. Sama á við um rafbíla en öll framleiðsla raforkunnar á sér stað hér á landi og íslensk raforka losar þar að auki nánast ekkert. Mengun jarðvegs, sjávar og vatns Olía getur lekið og mengað vistkerfi. Einn lítri af olíu getur eyðilagt milljón lítra af drykkjarvatni. Ótal stór olíuslys hafa orðið í gegnum tíðina en minni lekar geta líka skemmt verulega eins og nýlegt dæmi frá Hofsósi sýnir. Þar var íbúðarhús dæmt óíbúðarhæft eftir leka frá nærliggjandi olíutanki. Eitthvað minna er t.d. um slíka leka frá hraðhleðslustöðvum. Olía er eldfim Það vita flestir að olía er eldfim en oft gleymist hversu alvarleg slys verða stundum við olíuflutninga, sérstaklega í þróunarlöndunum. Nú nýverið létust 131 í slíku slysi í Síerra Leóne en 85 létust í svipuðu slysi í Tansaníu árið 2019 og fimmtíu í Kongó árið 2018. Flutningur á raforku veldur sjaldnast slíkum slysum. Jarðefnaeldsneyti hefur lengi verið lykilþáttur í efnahags uppbyggingu þjóða síðustu hundrað ár enda lengi vel nánast eini orkukosturinn í boði. Nú eru hinsvegar breyttir tímar með fjölbreyttum grænum orkulausnum. Margt þarf vissulega að bæta þegar kemur að grænum lausnum og sem betur fer er verið að vinna að því. Við hljótum þó að vera sammála um að þessar lausnir eru að lágmarki talsvert skárri kostur en ósjálfbær bruni jarðefnaeldsneytis. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bensín og olía Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hafa komið ótal innlegg frá allskonar snillingum um einhver meint og skítug leyndarmál lausna í umhverfismálum. Þar hefur t.d. verið bent á ýmsa vankanta varðandi bæði rafbílarafhlöður og vindmyllur. Mikil þróun er reyndar í gangi í tengslum við bæði endurvinnslu rafhlaðna og vindmylluspaða, þannig að þetta horfir sem betur fer til betri vegar. Hafa ber þó í huga að enn er ekkert að frétta varðandi endurvinnslu á jarðefnaeldsneyti og að því ég best veit, hefur ekki enn tekist að endurvinna brennt jarðefnaeldsneyti, þrátt fyrir rúmlega hundrað ára sögu. Það er mikilvægt að benda á ýmsa vankanta sem fylgja nýjum orkulausnum en það er líka gott að muna að notkun jarðefnaeldsneytis er alltaf mun verri. Það er því kannski við hæfi að rifja aðeins upp hin skítugu leyndarmál jarðefnaeldsneytis til að gæta samræmis í umræðunni. Jarðefnaeldsneyti er óendurnýjanlegt Kol og olía eru ekki endurnýjanleg auðlind og bruni þeirra því ósjálfbær í sinni tærustu mynd. Bruninn er einskiptis aðgerð. Við erum sem sagt að tæma auðlind og þannig ræna henni frá næstu kynslóðum. Það má líkja jarðefnaeldsneytisauðlindinni við risastóran bankareikning sem hefur þann galla að hann er algerlega vaxtalaus og það verður aldrei lagt inn á hann. Það þarf engan fjármálasnilling til að átta sig á að gegndarlausar úttektir, úr jafn aumum bankareikningi, munu á endanum koma okkur í vandræði. Heilsuvandamál Bruni jarðefnaeldsneytis veldur mjög heilsuspillandi mengun. Þetta er alvöru mál sem allt of lítið er fjallað um. Í nýlegri rannsókn frá Harvard háskóla er áætlað að bruni jarðefnaeldsneytis valdi ótímabærum dauða yfir 8 milljón jarðarbúa á ári hverju. Miklu fleiri verða svo fyrir óþarfa heilsubresti þó að bruninn komi þeim kannski ekki algerlega í gröfina. Hafa ber þetta í huga þegar talað er gegn innleiðingu á hreinni orku. Ójöfn skipting auðlinda Eitt af vandamálum jarðefnaeldsneytis er að auðlindin skiptist svo sannarlega ekki jafnt á milli jarðarbúa. Þessi staðreynd hefur valdið miklum óróa í gegnum tíðina og stundum hafa stríð, með tilheyrandi mannfalli, hreinlega snúist um olíuauðlindir. Raforka á rafbíla er að mestu framleidd í hverju landi fyrir sig og stuðlar þannig að orkuöryggi og mun minni hættu á alvarlegum átökum. Losun við framleiðslu og flutning Eitt af skítugu leyndarmálum olíunnar er sú staðreynd að olía verður ekki til á bensínstöðvum. Það þarf að bora eftir olíu erlendis, flytja hana í olíuhreinsistöðvar, dæla á skip, flytja til landsins, koma henni á flutningabíla, keyra hana á stöðvarnar og dæla síðan í geymslutanka. Allt þetta bras kallar á orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda. Bruni eldsneytis í bílnum þínum segir því ekki alla söguna þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda og hluti losunar sem bíllinn þinn veldur verður til erlendis. Þó svo að sú losun lendi í loftslagsbókhaldi annarra landa þá er hún á þinni ábyrgð og skilar sér í sameiginlegan lofthjúp okkar heimsborgaranna. Sama á við um rafbíla en öll framleiðsla raforkunnar á sér stað hér á landi og íslensk raforka losar þar að auki nánast ekkert. Mengun jarðvegs, sjávar og vatns Olía getur lekið og mengað vistkerfi. Einn lítri af olíu getur eyðilagt milljón lítra af drykkjarvatni. Ótal stór olíuslys hafa orðið í gegnum tíðina en minni lekar geta líka skemmt verulega eins og nýlegt dæmi frá Hofsósi sýnir. Þar var íbúðarhús dæmt óíbúðarhæft eftir leka frá nærliggjandi olíutanki. Eitthvað minna er t.d. um slíka leka frá hraðhleðslustöðvum. Olía er eldfim Það vita flestir að olía er eldfim en oft gleymist hversu alvarleg slys verða stundum við olíuflutninga, sérstaklega í þróunarlöndunum. Nú nýverið létust 131 í slíku slysi í Síerra Leóne en 85 létust í svipuðu slysi í Tansaníu árið 2019 og fimmtíu í Kongó árið 2018. Flutningur á raforku veldur sjaldnast slíkum slysum. Jarðefnaeldsneyti hefur lengi verið lykilþáttur í efnahags uppbyggingu þjóða síðustu hundrað ár enda lengi vel nánast eini orkukosturinn í boði. Nú eru hinsvegar breyttir tímar með fjölbreyttum grænum orkulausnum. Margt þarf vissulega að bæta þegar kemur að grænum lausnum og sem betur fer er verið að vinna að því. Við hljótum þó að vera sammála um að þessar lausnir eru að lágmarki talsvert skárri kostur en ósjálfbær bruni jarðefnaeldsneytis. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun