Suður-Afríka

Fréttamynd

Íbúar Suður-Afríku fagna

Suður-Afríkubúar fögnuðu í gær með Nelson Mandela, fyrrverandi forseta landsins, að rétt tuttugu ár voru liðin frá því hann var látinn laus eftir 27 ára fangavist. Þúsundir manna lögðu leið sína að fangelsinu í Höfðaborg, þar sem Mandela var hafður í haldi síðustu vikurnar.

Erlent
Fréttamynd

Hákarl ræðst á konu í S-Afríku

Óttast er að kona á áttræðisaldri hafi látið lífið í hákarlsárás á strandlengju í Suður Afríku um helgina. Ekkert hefur spurst til konunnar, en vitni segja að hvítháfur hafi ráðist á hana. Sé saga sjónarvotta rétt, verður að teljast ólíklegt að konan hafi lifað árásina af, en hún var að synda þegar hákarlinn lét til skarar skríða.

Erlent