Erlent

Þurfti að snúa heim vegna óeirða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, ásamt forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, í vikunni.
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, ásamt forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, í vikunni. Vísir/AFP

Forseti Suður Afríku, Cyril Ramaphosa, yfirgaf fund hjá breska Samveldinu í London fyrr en áætlað var, vegna óeirða heima fyrir.

Til átaka hefur komið í norðvesturhluta Suður Afríku þar sem mótmælendur hafa hópast út á götur og krafist atvinnu og húsnæðis auk þess sem spillingu er mótmælt. Búðir hafa verið rændar, vegum hefur verið lokað og eldur borinn að bílum.

Forsetinn, sem tók við embætti í febrúar, hefur á ferð sinni um Bretland reynt að efla erlenda fjárfestingu í Suður Afríku en mótmælin brutust út á miðvikudaginn þar sem þess var meðal annars krafist að hérðaðsstjórinn og samflokksmaður Ramaphosa segði af sér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.