Austur-Kongó

Fréttamynd

Þúsundir flýja eld­gos í Austur-Kongó

Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Austur-Kongó eftir að eldgos byrjaði í Nyiragongo fjalli. Gosið er mjög kraftmikið og lýstu hrauntungurnar upp himininn fyrir ofan bæinn Goma í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Segja ebólufar­aldri lokið í Austur-Kongó

Austur-Kongó lýsti því yfir í dag að ebólufaraldri, sem herjað hefur á landið undanfarin misseri, sé lokið. Tólf smituðust af veirunni í norður Kivu héraðinu í austurhluta landsins og sex létust.

Erlent
Fréttamynd

Fórnarlömbum kongósks stríðsherra dæmdar metbætur

Barnahermönnum og öðrum fórnarlömbum Boscos Ntaganda, kongóska stríðsherrans, voru saman dæmdar þrjátíu milljón dollara, jafnvirði meira en 3,8 milljarða íslenskra króna, miskabætur í Alþjóðasakamáladómstólnum í Haag í dag. Bæturnar eru þær hæstu sem dómstóllinn hefur dæmt til þessa.

Erlent
Fréttamynd

Staðfesta að fimm hafi látist af völdum ebólu

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur nú staðfest að fimm dauðsföll í Austur-Kongó megi rekja til ebóluveirunnar. Á meðal hinna látnu er 15 ára gömul stúlka en alls hafa níu tilfelli greinst undanfarnar vikur.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt til­felli ebóla stað­fest í Austur-Kongó

Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar.

Erlent
Fréttamynd

UNICEF óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Kongó

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna óttast að COVID-19 verði til þess að heilbrigðiskerfi Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó hrynji. Laskað heilbrigðiskerfi þurfi verulegan stuðning til að halda uppi vörnum gegn yfirstandandi faraldri mislinga og kóleru sem hafi þegar orðið þúsundum barna að aldurtila.

Heimsmarkmiðin
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.