Patrice Lumumba og sjálfstæðisbaráttan í Kongó Gylfi Páll Hersir skrifar 14. júlí 2022 10:02 Nýverið mátti heyra fréttir af tönn úr Patrice Lumumba, eina líkamshlutanum sem til er af þeim merka afríska baráttumanni gegn heimsvaldastefnu og fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Tönnin var jarðsett með viðhöfn 30. júní s.l. á vegum ríkisstjórnar Lýðstjórnarlýðveldis Kongó (DRC; hét áður Kongó-Kinshasa og síðar Zaíre til 1997), sextíu og einu ári eftir að Lumumba var tekinn af lífi. Þann sama dag voru 62 ár liðin frá sjálfstæði landsins, formlega laus undan nýlendukúgun Belga. Aðskilnaðarsinnar í Kongó, studdir af Belgum, tóku Lumumba af lífi 17. janúar 1961. Þeir létu búta líkama hans í sundur og leysa upp í brennisteinssýru af ótta við að gröf hans yrði sameiningartákn þeirra sem berjast gegn arðráni, kúgum og lögmæti nýlendustjórna í Kongó og víðar. Belgískur lögreglumaður sem fylgdist með ósköpunum tók tönnina og geymdi heima hjá sér í nokkra áratugi. Við nýliðna athöfn söfnuðust þúsundir saman í götum höfuðborgarinnar Kinshasa til þess að votta leiðtoga sjálfstæðisbaráttu landsins og jafnframt fyrsta forsætisráðherra landsins virðingu sína. Viðhöfnin átti þó fátt skylt við arfleið hans. Hana sóttu utanríkisráðherra Belgíu, forsetar Lýðstjórnarlýðveldis Kongó og Lýðveldisins Kongó (stundum kallað Vestur-Kongó eða Kongó-Brazzaville) ásamt sendiherrum ýmissa Afríkuríkja. Filippus Belgíukonungur var þarna mánuði fyrir viðhöfnina, fyrstur konunga Belgíu eftir sjálfstæði Kongó. Hann viðurkenndi ólíkt fyrirrennurum sínum að nýlendustjórn Belga hefði verið rasísk og framferðið óafsakanlegt en neitaði að biðjast afsökunar á því. En hver var Lumumba? Af hverju mætti hann slíkri illsku Bandaríkjastjórnar og annarra heimsvaldaríkja. Hvaða lærdóma má draga af þessari sögu? Hér er farið yfir það. Heimsvaldaríkin í Evrópu komu saman á ráðstefnu í Berlín 1885 og skiptu Afríku á milli sín. Konungur Belgíu, Leopold II fékk Kongó í sinn einkahlut. Frá lokum áttunda áratugar 18. aldar og fram til 1919 er talið að um 10 milljónir manna hafi fallið í landinu vegna harðneskju belgíska nýlenduveldisins samkvæmt nýlegu mati nefndar á vegum ríkisstjórnar Belgíu. Skelfilegar frásagnir eru til frá þessum tíma. Lumumba hafði verið starfsmaður hjá póstinum og tók þátt í að stofna Þjóðfrelsishreyfingu Kongó árið 1958, fyrstu stjórnmálasamtök landsins. Á þessum tíma var Kongó eitt þeirra landa í heiminum sem réð yfir hvað mestu af náttúruauðæfum á borð við kopar, úraníum, kóbalti, demöntum og gúmmí. Belgísk, frönsk og bandarísk fyrirtæki voru staðráðin í að eyða sem minnstu í að komast yfir þessi auðæfi og viðhalda hörmulegum lífsskilyrðum og vinnuaðstæðum í landinu til þess að græða sem mest. Á þessum tíma var vaxandi stuðningur við sjálfstæði nýlendna. Belgíustjórn lét undan þrýstingi og lét sem hún samþykkti sjálfstæði Kongó í júní 1960. Á sama tíma vann hún hörðum höndum að því að finna leið til þess að geta haldið tökum sínum á landinu og auðlindum þess. Á hátíðarsamkomu í tilefni sjálfstæðisins 1960 var ekki var gert ráð fyrir að Lumumba héldi ræðu. Hann sté samt í ræðustól og var áhrifamikilli ræðu hans útvarpað. “Enginn Kongóbúi sem er verðugur nafnsins getur nokkru sinni gleymt því að við börðumst til þess að öðlast sjálfstæði“, sagði Lumumba, “baráttu þar sem öllu var kostað til. Við erum stolt af þeirri baráttu þrátt fyrir tárin sem féllu og blóðið sem rann vegna þess að hún var göfug og réttlát, og óhjákvæmileg til þess að binda enda á þann niðurlægjandi þrældóm sem var þröngvað upp á okkur með valdi.” “Sárin, sem eru til vitnis um hlutskipti okkar undir 80 ára langri nýlendustjórn, eru enn ekki gróin og of sársaukamikil til þess að hægt sé að nema þau úr minni okkar,” hélt hann áfram. “Við höfum unnið þrælavinnu baki brotnu fyrir laun sem nægðu hvorki til þess að brauðfæða okkur, afla klæða og húsnæðis né ala upp börnin okkar.” Malcolm X, hinn merki baráttumaður fyrir réttindum blökkumanna, minntist fordæmis Lumumba á opinberum fundi þrem árum eftir dauða hans. “Hann óttaðist engan,” sagði Malcolm. “Þeim tókst ekki kaupa hann, ekki að hræða hann, ekki að ná til hans. Hvers vegna var það? Hann sagði við konung Belgíu: Heyrðu, þú kannt að hafa veitt okkur frelsi, þú kannt að hafa veitt okkur sjálfstæði, en við munum aldrei gleyma fórnarkostnaðinum.“ Heimsvaldaríkin undir forystu Bandaríkjanna og Belgíu reyndu nú allt hvað þau gátu til þess að losa sig við Lumumba. Bandaríska leyniþjónustan (CIA) skipulagði aftöku hans, það er “brýnt grundvallarmarkmið,” skrifað Allen Dulles forstjóri CIA í plaggi fyrir Bandaríkjaþing sem var gert opinbert 1975. Innan við tveimur vikum eftir að Kongó hlaut sjálfstæði, hafði Belgíustjórn skipulagt aðskilnaðarhreyfingu í hinu málmauðuga Katanga héraði, en þar höfðu bandarísk og evrópsk fyrirtæki mikilla hagsmuna að gæta. Auðugur kaupsýslumaður, Moise Tshombe, lýsti yfir aðskilnaði héraðsins frá Kongó 11. júlí 1960. Belgíustjórn sendi þegar í stað 10.000 manna herlið til að verja aðskilnaðarsinnanna. Það var þá sem Lumumba gerði afdrifarík mistök. Hann fór fram á að Sameinuðu þjóðirnar sendu „friðargæslusveitir” til landsins. Herlið upp á 8.000 manns kom í júlílok. Þessar sveitir horfðu aðgerðalausar á þegar hersveit studd af Bandaríkjunum setti Lumumba af í september 1960 undir forystu Joseph Mobutu. Takið eftir því að flokkur Lumumba hafði sigrað í kosningum eftir sjálfstæði landsins og Lumumba var því réttkjörinn leiðtogi landsins. Mobuto var forseti og einræðisherra landsins frá 1965 til 1997. Bandaríkin, Frakkland og Belgía studdu Mobuto alla tíð og eins átti hann í góðu sambandi við apartheid-stjórnina í Suður-Afríku. Friðargæslusveitirnar lokuðu fyrir útvarpssendingar ríkisstjórnar Lumumba og afvopnuðu hersveitir sem fylgdu honum að málum. Lumumba var síðan hundeltur, handtekinn og afhentur hersveitum Tshombe sem tóku hann af lífi. Thomas Sankara er vel þekktur í Afríku og víðar sem leiðtogi byltingarinnar í Burkina Faso í Vestur-Afríku og forseti landsins frá 1983 til 1987. Spurður um Lumumba í viðtali við Radio Havana í ágúst 1987, sagði hann: “Patrice Lumumba er tákn. Þegar ég sé afturhaldssama Afríkubúa, samtímamenn þessarar hetju sem voru ófærir um að taka jafnvel minnstu framförum í samskiptum við hann, þá sé ég brjóstumkennanlegt og fyrirlitlegt fólk sem stendur fyrir framan stórkostlegt listaverk og kann ekki að meta það.” Höfundur er áhugasamur um það sem gerst í heiminum, tók þátt í baráttunni gegn apartheid í Suður-Afríku og hefur margoft komið til Austur-Afríku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Austur-Kongó Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nýverið mátti heyra fréttir af tönn úr Patrice Lumumba, eina líkamshlutanum sem til er af þeim merka afríska baráttumanni gegn heimsvaldastefnu og fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Tönnin var jarðsett með viðhöfn 30. júní s.l. á vegum ríkisstjórnar Lýðstjórnarlýðveldis Kongó (DRC; hét áður Kongó-Kinshasa og síðar Zaíre til 1997), sextíu og einu ári eftir að Lumumba var tekinn af lífi. Þann sama dag voru 62 ár liðin frá sjálfstæði landsins, formlega laus undan nýlendukúgun Belga. Aðskilnaðarsinnar í Kongó, studdir af Belgum, tóku Lumumba af lífi 17. janúar 1961. Þeir létu búta líkama hans í sundur og leysa upp í brennisteinssýru af ótta við að gröf hans yrði sameiningartákn þeirra sem berjast gegn arðráni, kúgum og lögmæti nýlendustjórna í Kongó og víðar. Belgískur lögreglumaður sem fylgdist með ósköpunum tók tönnina og geymdi heima hjá sér í nokkra áratugi. Við nýliðna athöfn söfnuðust þúsundir saman í götum höfuðborgarinnar Kinshasa til þess að votta leiðtoga sjálfstæðisbaráttu landsins og jafnframt fyrsta forsætisráðherra landsins virðingu sína. Viðhöfnin átti þó fátt skylt við arfleið hans. Hana sóttu utanríkisráðherra Belgíu, forsetar Lýðstjórnarlýðveldis Kongó og Lýðveldisins Kongó (stundum kallað Vestur-Kongó eða Kongó-Brazzaville) ásamt sendiherrum ýmissa Afríkuríkja. Filippus Belgíukonungur var þarna mánuði fyrir viðhöfnina, fyrstur konunga Belgíu eftir sjálfstæði Kongó. Hann viðurkenndi ólíkt fyrirrennurum sínum að nýlendustjórn Belga hefði verið rasísk og framferðið óafsakanlegt en neitaði að biðjast afsökunar á því. En hver var Lumumba? Af hverju mætti hann slíkri illsku Bandaríkjastjórnar og annarra heimsvaldaríkja. Hvaða lærdóma má draga af þessari sögu? Hér er farið yfir það. Heimsvaldaríkin í Evrópu komu saman á ráðstefnu í Berlín 1885 og skiptu Afríku á milli sín. Konungur Belgíu, Leopold II fékk Kongó í sinn einkahlut. Frá lokum áttunda áratugar 18. aldar og fram til 1919 er talið að um 10 milljónir manna hafi fallið í landinu vegna harðneskju belgíska nýlenduveldisins samkvæmt nýlegu mati nefndar á vegum ríkisstjórnar Belgíu. Skelfilegar frásagnir eru til frá þessum tíma. Lumumba hafði verið starfsmaður hjá póstinum og tók þátt í að stofna Þjóðfrelsishreyfingu Kongó árið 1958, fyrstu stjórnmálasamtök landsins. Á þessum tíma var Kongó eitt þeirra landa í heiminum sem réð yfir hvað mestu af náttúruauðæfum á borð við kopar, úraníum, kóbalti, demöntum og gúmmí. Belgísk, frönsk og bandarísk fyrirtæki voru staðráðin í að eyða sem minnstu í að komast yfir þessi auðæfi og viðhalda hörmulegum lífsskilyrðum og vinnuaðstæðum í landinu til þess að græða sem mest. Á þessum tíma var vaxandi stuðningur við sjálfstæði nýlendna. Belgíustjórn lét undan þrýstingi og lét sem hún samþykkti sjálfstæði Kongó í júní 1960. Á sama tíma vann hún hörðum höndum að því að finna leið til þess að geta haldið tökum sínum á landinu og auðlindum þess. Á hátíðarsamkomu í tilefni sjálfstæðisins 1960 var ekki var gert ráð fyrir að Lumumba héldi ræðu. Hann sté samt í ræðustól og var áhrifamikilli ræðu hans útvarpað. “Enginn Kongóbúi sem er verðugur nafnsins getur nokkru sinni gleymt því að við börðumst til þess að öðlast sjálfstæði“, sagði Lumumba, “baráttu þar sem öllu var kostað til. Við erum stolt af þeirri baráttu þrátt fyrir tárin sem féllu og blóðið sem rann vegna þess að hún var göfug og réttlát, og óhjákvæmileg til þess að binda enda á þann niðurlægjandi þrældóm sem var þröngvað upp á okkur með valdi.” “Sárin, sem eru til vitnis um hlutskipti okkar undir 80 ára langri nýlendustjórn, eru enn ekki gróin og of sársaukamikil til þess að hægt sé að nema þau úr minni okkar,” hélt hann áfram. “Við höfum unnið þrælavinnu baki brotnu fyrir laun sem nægðu hvorki til þess að brauðfæða okkur, afla klæða og húsnæðis né ala upp börnin okkar.” Malcolm X, hinn merki baráttumaður fyrir réttindum blökkumanna, minntist fordæmis Lumumba á opinberum fundi þrem árum eftir dauða hans. “Hann óttaðist engan,” sagði Malcolm. “Þeim tókst ekki kaupa hann, ekki að hræða hann, ekki að ná til hans. Hvers vegna var það? Hann sagði við konung Belgíu: Heyrðu, þú kannt að hafa veitt okkur frelsi, þú kannt að hafa veitt okkur sjálfstæði, en við munum aldrei gleyma fórnarkostnaðinum.“ Heimsvaldaríkin undir forystu Bandaríkjanna og Belgíu reyndu nú allt hvað þau gátu til þess að losa sig við Lumumba. Bandaríska leyniþjónustan (CIA) skipulagði aftöku hans, það er “brýnt grundvallarmarkmið,” skrifað Allen Dulles forstjóri CIA í plaggi fyrir Bandaríkjaþing sem var gert opinbert 1975. Innan við tveimur vikum eftir að Kongó hlaut sjálfstæði, hafði Belgíustjórn skipulagt aðskilnaðarhreyfingu í hinu málmauðuga Katanga héraði, en þar höfðu bandarísk og evrópsk fyrirtæki mikilla hagsmuna að gæta. Auðugur kaupsýslumaður, Moise Tshombe, lýsti yfir aðskilnaði héraðsins frá Kongó 11. júlí 1960. Belgíustjórn sendi þegar í stað 10.000 manna herlið til að verja aðskilnaðarsinnanna. Það var þá sem Lumumba gerði afdrifarík mistök. Hann fór fram á að Sameinuðu þjóðirnar sendu „friðargæslusveitir” til landsins. Herlið upp á 8.000 manns kom í júlílok. Þessar sveitir horfðu aðgerðalausar á þegar hersveit studd af Bandaríkjunum setti Lumumba af í september 1960 undir forystu Joseph Mobutu. Takið eftir því að flokkur Lumumba hafði sigrað í kosningum eftir sjálfstæði landsins og Lumumba var því réttkjörinn leiðtogi landsins. Mobuto var forseti og einræðisherra landsins frá 1965 til 1997. Bandaríkin, Frakkland og Belgía studdu Mobuto alla tíð og eins átti hann í góðu sambandi við apartheid-stjórnina í Suður-Afríku. Friðargæslusveitirnar lokuðu fyrir útvarpssendingar ríkisstjórnar Lumumba og afvopnuðu hersveitir sem fylgdu honum að málum. Lumumba var síðan hundeltur, handtekinn og afhentur hersveitum Tshombe sem tóku hann af lífi. Thomas Sankara er vel þekktur í Afríku og víðar sem leiðtogi byltingarinnar í Burkina Faso í Vestur-Afríku og forseti landsins frá 1983 til 1987. Spurður um Lumumba í viðtali við Radio Havana í ágúst 1987, sagði hann: “Patrice Lumumba er tákn. Þegar ég sé afturhaldssama Afríkubúa, samtímamenn þessarar hetju sem voru ófærir um að taka jafnvel minnstu framförum í samskiptum við hann, þá sé ég brjóstumkennanlegt og fyrirlitlegt fólk sem stendur fyrir framan stórkostlegt listaverk og kann ekki að meta það.” Höfundur er áhugasamur um það sem gerst í heiminum, tók þátt í baráttunni gegn apartheid í Suður-Afríku og hefur margoft komið til Austur-Afríku.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar