Gleymdu börnin Kolbrún Pálsdóttir skrifar 17. apríl 2024 14:01 Mikið öngþveiti er í litlu sveitaþorpi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þegar ég keyri í gegnum þorpið. Bílstjórinn minn hægir á bílnum og leggur við hlustir. ,,Hann stal barni!“ hrópar maður og bendir á mótorhjól sem þýtur úr þorpinu. Mér er sagt að þetta sé því miður daglegt vandamál á þessu svæði. Ég er stödd í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem eru með þróunar- og mannúðarverkefni á svæðinu. Í austurhluta landsins er mikið mannúðarástand. Hér hefur stríð geisað í tæp 30 ár og hafa átökin stigmagnast á undanförnum mánuðum með ágengni vopnaðra vígahópa sem ætla sér að taka yfir borgir og bæi. Mannréttindabrot eru framin um land allt og kynferðisofbeldi er beitt sem stríðsvopni. Börn eru gríðarlega berskjölduð fyrir átökunum en fjöldi barna hefur verið drepinn eða þau beitt ofbeldi. Stríðið hefur oft verið nefnt Gleymda stríðið þar sem það hefur fengið litla alþjóðlega athygli. Ég vil þó tala um gleymdu börnin. Hér eru börn sem upplifa brot á mannréttindum alla daga. 80% barna undir 14 ára verða fyrir líkamlegu ofbeldi. Nærri ein af hverjum þremur stúlkum er neydd í hjónaband fyrir 18 ára aldur og ein af hverjum fjórum stúlkum verður ólétt fyrir 18 ára. Á hverju ári neyðist fjöldi barna til að ganga til liðs við vígahópa og upplifa ofbeldi og átök frá fyrstu hendi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru með mjög öflug verkefni í austurhluta Kongó sem snúa að vernd gegn ofbeldi á börnum. Samtökin vinna meðal annars með götubörnum í borginni Goma, en þar búa 20.000 börn á götunni. Barnaheill aðstoða börn við að sameinast ættingjum og fá öruggt húsaskjól, veita börnum sálfræði stuðning og aðstoða þau við að hefja nám; bóklegt eða verklegt. Verkefnið miðar vel og eru nokkrir unglingar, sem áður voru á götunni, farnir að stunda vinnu við þá verkgrein sem þeir völdu sér og þannig afla tekna. Í Kongó eru 113 milljónir manna, þar af eru 25 milljónir í brýnni nauðsyn fyrir mannúðaraðstoð. Ég átta mig á því að það er erfitt að aðstoða alla. En allir geta gert eitthvað. Hjálpumst að og verndum gleymdu börnin. Hægt er að styðja við starf Barnaheilla með því að gerast Heillavinur, mánaðarlegur styrktaraðili. Höfundur er verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Austur-Kongó Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Mikið öngþveiti er í litlu sveitaþorpi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þegar ég keyri í gegnum þorpið. Bílstjórinn minn hægir á bílnum og leggur við hlustir. ,,Hann stal barni!“ hrópar maður og bendir á mótorhjól sem þýtur úr þorpinu. Mér er sagt að þetta sé því miður daglegt vandamál á þessu svæði. Ég er stödd í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem eru með þróunar- og mannúðarverkefni á svæðinu. Í austurhluta landsins er mikið mannúðarástand. Hér hefur stríð geisað í tæp 30 ár og hafa átökin stigmagnast á undanförnum mánuðum með ágengni vopnaðra vígahópa sem ætla sér að taka yfir borgir og bæi. Mannréttindabrot eru framin um land allt og kynferðisofbeldi er beitt sem stríðsvopni. Börn eru gríðarlega berskjölduð fyrir átökunum en fjöldi barna hefur verið drepinn eða þau beitt ofbeldi. Stríðið hefur oft verið nefnt Gleymda stríðið þar sem það hefur fengið litla alþjóðlega athygli. Ég vil þó tala um gleymdu börnin. Hér eru börn sem upplifa brot á mannréttindum alla daga. 80% barna undir 14 ára verða fyrir líkamlegu ofbeldi. Nærri ein af hverjum þremur stúlkum er neydd í hjónaband fyrir 18 ára aldur og ein af hverjum fjórum stúlkum verður ólétt fyrir 18 ára. Á hverju ári neyðist fjöldi barna til að ganga til liðs við vígahópa og upplifa ofbeldi og átök frá fyrstu hendi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru með mjög öflug verkefni í austurhluta Kongó sem snúa að vernd gegn ofbeldi á börnum. Samtökin vinna meðal annars með götubörnum í borginni Goma, en þar búa 20.000 börn á götunni. Barnaheill aðstoða börn við að sameinast ættingjum og fá öruggt húsaskjól, veita börnum sálfræði stuðning og aðstoða þau við að hefja nám; bóklegt eða verklegt. Verkefnið miðar vel og eru nokkrir unglingar, sem áður voru á götunni, farnir að stunda vinnu við þá verkgrein sem þeir völdu sér og þannig afla tekna. Í Kongó eru 113 milljónir manna, þar af eru 25 milljónir í brýnni nauðsyn fyrir mannúðaraðstoð. Ég átta mig á því að það er erfitt að aðstoða alla. En allir geta gert eitthvað. Hjálpumst að og verndum gleymdu börnin. Hægt er að styðja við starf Barnaheilla með því að gerast Heillavinur, mánaðarlegur styrktaraðili. Höfundur er verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun