Nepal

Fréttamynd

Leita heimsþekkts göngugarps eftir slys í Nepal

Fjallgöngukonunnar Hilaree Nelson er saknað eftir að hafa toppað Manaslu í Nepal, áttunda hæsta fjall í heimi, á mánudag. Nelson var á leiðinni niður á skíðum þegar slysið varð. Talið er að hún hafi fallið í sprungu.

Erlent
Fréttamynd

Heilög á svört vegna skólps og úrgangs

Hin heilaga Bagmati-á í Nepal hefur lengi verið talin búin þeim mætti að geta hreinsað sálir fólks. Uppruni árinnar er í Himalæjafjöllum og þykir áin einstaklega tær þar. Þegar neðar er komið er áin hins vegar orðin svört á lit og full af skólpi og sorpi.

Erlent
Fréttamynd

Grunnbúðir Everest færðar vegna hverfandi jökuls

Yfirvöld í Nepal hafa hafið undirbúning á tilfærslu grunnbúðanna við Everestfjall. Að sögn yfirvalda er það vegna þess að búðirnar eru orðnar hættulegar vegna áhrifa loftslagsbreytinga og ágangs manna á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Þýðingar­vél Goog­le stækkuð

Þýðingarvél tæknirisans Google hefur nú verið stækkuð en 24 nýjum tungumálum hefur verið bætt við þjónustuna. Rúmlega 300 milljónir manna tala tungumálin sem um ræðir en um helmingur þeirra er frá Afríku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Voru Covid-smitaðir á toppi Everest

Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest.

Innlent
Fréttamynd

„Pínu með í maganum“ að fylgjast með háskaförinni

Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson komust á topp Everest-fjalls í gærkvöldi. Félagarnir hafa safnað áheitum fyrir Umhyggju en framkvæmdastjóri félagsins segist oft hafa verið hrædd um þá á ferðalaginu, sem ekki gekk áfallalaust fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Göngumenn létust á Everest-fjalli

Tveir fjallgöngumenn örmögnuðust og létust á Everest-fjalli í gær. Þetta eru fyrstu dauðsföllin á fjallinu á göngutímabilinu í vor. Metfjöldi göngumanna hefur fengið leyfi til að klífa fjallið á þessu tímabili.

Erlent
Fréttamynd

Skilja að fjall­göngu­menn á E­verest vegna far­aldursins

Kínversk yfirvöld ætla að láta koma upp línu til að koma í veg fyrir að fjallgöngumenn sem ganga á Everest-fjall frá Tíbet annars vegar og Nepal hins vegar komist í snertingu hver við aðra. Kórónuveirusmit hafa komið upp á meðal göngumanna í grunnbúðum í Nepal að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Hvergi bangnir þrátt fyrir faraldur í grunnbúðum

Nokkur fjöldi fjallagarpa hefur þurft að hætta við að ganga á Everest-fjall síðustu daga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í grunnbúðum. Íslendingar á svæðinu segjast gæta vel að sóttvörnum en að faraldurinn hafi ekki haft mikil áhrif á þeirra leiðangur.

Innlent
Fréttamynd

Settir í sex ára bann eftir að hafa þóst sigra E­verest

Nepölsk yfirvöld hafa bannað tveimur indverskum fjallgöngumönnum og leiðangursstjóra þeirra að stunda fjallamennsku í landinu í sex ár. Ákvörðunin kemur í kjölfar rannsóknar þar sem í ljós kom að þau hafi logið því til að hafa klifið Everest, hæsta fjall heims, árið 2016.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.