Afganistan

Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur
Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði.

Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum
Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn.

Rúmlega helmingur afgönsku þjóðarinnar háður matvælaaðstoð
Framkvæmdastjóri WFP segir ástandið í Afganistan skelfilegt.

Náttúruhamfarir, áhlaupið á bandaríska þinghúsið og valdataka Talíbana
Árið 2021 einkenndist af náttúruhamförum, pólitískum óstöðugleika, átökum og óánægju með sóttvarnaaðgerðir. Ekki bara hér á Íslandi heldur líka úti í heimi.

Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda
Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins.

Konur í Afganistan og Palestínu njóta góðs af jólagjöfum UN Women
Táknrænar jólagjafir UN Women eru í formi fallegra gjafabréfa bæði á pappír og í rafrænu formi.

Gagnrýna Talíbana fyrir að drepa fyrrverandi hermenn í hrönnum
Ríkisstjórnir fjölmargra landa hafa gefið út yfirlýsingu þar sem Talíbanar eru harðlega gagnrýndir fyrir að drepa fyrrverandi hermenn afgönsku öryggissveitanna. Þeir séu teknir af lífi án dóms og laga.

Nokkur Evrópuríki stefni á að snúa aftur til Afganistan
Nokkur Evrópuríki vinna nú að því saman að koma á pólitísku sambandi við stjórnvöld Talíbana í Afganistan. Stefnan er sett á að sendiherrar ríkjanna geti snúið saman aftur til Afganistan að sögn Emmanuels Macron Frakklandsforseta.

Börnum á stríðshrjáðum svæðum fjölgar hratt
Rétt um 200 milljónir barna búa á stríðshrjáðum svæðum í þrettán þjóðríkjum.

„Afganska stúlkan“ með grænu augun flytur til Ítalíu
Mynd af Sharbat Gulla í flóttamannabúðum í Pakistan fór eins og eldur í sinu um heiminn. Gulla var líklega tólf ára gömul þegar ljósmyndarinnar Steve McCurry tók myndina árið 1984 og hún rataði á forsíðu National Geographic í júní 1985.

Senda hundruð Talibana gegn Íslamska ríkinu
Talibanar ætla að auka á þrýsting þeirra gegn Íslamska ríkinu í Afganistan. Hundruð Talibana hafa verið sendir til austurhluta landsins þar sem þeir eiga að herja á vígamenn ISIS.

Kim Kardashian hjálpaði afgönskum fótboltastelpum að flýja ógnarstjórn Talíbana
Kim Kardashian West átti stóran þátt í því hjálpa ungum fótboltakonum frá Afganistan að flýja ógnarstjórn Talíbana.

UNICEF: Hrollvekjandi fréttir af fjölgun barnahjónabanda í Afganistan
Fjölskyldur í neyð bjóða stúlkubörn allt niður í 20 daga gömul í skiptum fyrir heimanmund.

Ung baráttukona skotin til bana í Afganistan
Ung kona sem barist hefur ötullega fyrir réttindum kvenna í Afganistan fannst skotin til bana í borginni Mazar-i-Sharif í fyrradag.

Rúmlega fjörutíu milljónir við dauðans dyr vegna matarskorts
Þörfin fyrir mannúðaraðstoð er orðin mest í Afganistan.

„Við erum mjög hrædd en förum afar varlega“
Allt frá því að Talibanar komust til valda á ný í Afganistan í sumar hefur veröldin umturnast fyrir stóran hluta þjóðarinnar.

Mannskæð árás á sjúkrahús í Afganistan
Minnst nítján eru látnir og 50 særðir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl í Afganistan í dag. Fregnir bárust í morgun af sprengingum og skothríð við Sardar Daud Khan sjúkrahúsið. Í kjölfar þess hafa fregnir borist af skotbardögum á lóð sjúkrahússins.

Sögðust vera Talibanar og myrtu þrennt til að koma í veg fyrir tónlistarflutning
Þrír vopnaðir menn ruddust inn í mosku þar sem brúðkaup fór fram í Afganistan í gærkvöldi og heimtuðu að tónlistarflutningi yrði hætt í nafni Talibana. Fór svo að þeir myrtu minnst þrennt í skotárás.

Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“
Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana.

Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð
Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana.