Afganistan

Fréttamynd

Vara við því að milljón af­gönsk börn deyi úr hungri í vetur

Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði.

Erlent
Fréttamynd

Nokkur Evrópuríki stefni á að snúa aftur til Afganistan

Nokkur Evrópuríki vinna nú að því saman að koma á pólitísku sambandi við stjórnvöld Talíbana í Afganistan. Stefnan er sett á að sendiherrar ríkjanna geti snúið saman aftur til Afganistan að sögn Emmanuels Macron Frakklandsforseta.

Erlent
Fréttamynd

„Afganska stúlkan“ með grænu augun flytur til Ítalíu

Mynd af Sharbat Gulla í flóttamannabúðum í Pakistan fór eins og eldur í sinu um heiminn. Gulla var líklega tólf ára gömul þegar ljósmyndarinnar Steve McCurry tók myndina árið 1984 og hún rataði á forsíðu National Geographic í júní 1985.

Erlent
Fréttamynd

Senda hundruð Talibana gegn Íslamska ríkinu

Talibanar ætla að auka á þrýsting þeirra gegn Íslamska ríkinu í Afganistan. Hundruð Talibana hafa verið sendir til austurhluta landsins þar sem þeir eiga að herja á vígamenn ISIS.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæð árás á sjúkrahús í Afganistan

Minnst nítján eru látnir og 50 særðir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl í Afganistan í dag. Fregnir bárust í morgun af sprengingum og skothríð við Sardar Daud Khan sjúkrahúsið. Í kjölfar þess hafa fregnir borist af skotbardögum á lóð sjúkrahússins.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.