Jólalög

Fréttamynd

Táraðist yfir jóla­gjöfinni frá eigin­manninum

Það er óhætt að segja að það sé brjálað að gera hjá tónlistarkonunni Margréti Eir í aðdraganda jólanna. Fyrir utan það að vera að fara syngja á hinum ýmsu jólatónleikum, þá ætlar hún sér að baka yfir sex sortir af smákökum fyrir jólin. En það er einmitt baksturinn sem hringir inn jólin fyrir Margréti. Margrét Eir er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Ó­farir á jóla­dags­nótt: „Hann nær í nál og tvinna og saumar nokkur spor í rassinn á mér“

Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir hefur aldrei verið jólabarn. Þegar hún var yngri sagðist hún hata jólin og í dag segist hún vera með bráðaofnæmi fyrir bæði jólalögum og jólamyndum. Hún kann þó vel að meta sörur móður sinnar og nýtur tímans með fjölskyldunni. Katrín Edda er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Besta jóla­gjöfin var bón­orð á að­fanga­dag

Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands

Með jólin í hjarta mér er ný jólaplata úr smiðju Rakelar Páls og Gunnars Inga Guðmundssonar en söngkonan Rakel Páls syngur öll fimm lög plötunnar. Rakel gaf út lagið Jólaveröld vaknar eftir Gunnar Inga, í fyrra og ákváðu þau í ár að safna saman lögum og hnoða í jólaplötu um þessi jól.

Jól
Fréttamynd

Sá sem gaf Gumma Kíró göngu­skó í jóla­gjöf hefði átt að vita betur

Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jóla­gleðina á ný

Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Gaf for­eldrum sínum hræði­lega jóla­gjöf sem var fljótt látin hverfa

Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Dóna­legur pakki gerði Ást­rós vand­ræða­lega á að­fanga­dags­kvöld

Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn frá Færeyjum

Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn, Tórshavnar Manskór, frá Færeyjum til þess að taka þátt í hátíðartónleikum. Tónleikarnir fara fram á aðventu í Hallgrímskirkju og hafa verið árleg hefð síðustu þrjátíu árin. 

Jól
Fréttamynd

Fyrsta jóla­lag Helga Björns í yfir 25 ár

Gleðipinninn Helgi Björnsson er löngu orðinn fastagestur í útvarpstækjum landsmanna hver einustu jól. Helgi hafði hins vegar ekki gefið út nýtt jólalag síðan hann gaf út lagið ódauðlega Ef ég nenni. Nú yfir 25 árum síðar sendir Helgi frá sér glænýtt jólalag, Gjöf merkt þér.

Jól
Fréttamynd

Ólíkar nálganir á hið alræmda jólastress

Systkinin Álfgrímur og Þorgerður Ása voru að gefa út nýtt jólalagið sem ber nafnið „Jólin eru tíminn“. Það er greinilegt að jólaandinn lifir í þessum söngelsku systkinum þar sem þetta er í annað sinn sem þau gefa út jólalag saman.

Jól
Fréttamynd

Miley Cyrus í kvikmynd með Dolly Parton

Söng- og leikkonan Miley Cyrus mun koma fram í nýrri kvikmynd sem guðmóðir hennar Dolly Parton stendur fyrir. Dolly fer með aðalhlutverkið myndarinnar en stjörnur eins og Jimmy Fallon, Willie Nelson, Ana Gasteyer og Billy Ray Cyrus munu einnig taka þátt í verkefninu.

Lífið
Fréttamynd

Jólamolar: Er ekki íhaldssöm þegar kemur að jólunum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra eyðir jólunum á þinginu þar sem hún vinnur hörðum höndum að því að búa til nýtt ráðuneyti. Hún ætlar þó líka að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir að vera ekki mjög íhaldssöm þegar kemur að jólunum, á hún þó nokkrar hefðir eins og að kaupa furu, baka sörur með vinkonunum og fara á Jómfrúna í desember.

Jól