Ófarir á jóladagsnótt: „Hann nær í nál og tvinna og saumar nokkur spor í rassinn á mér“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. desember 2022 09:02 Katrín Edda Þorsteinsdóttir er viðmælandi í Jólamola dagsins. Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir hefur aldrei verið jólabarn. Þegar hún var yngri sagðist hún hata jólin og í dag segist hún vera með bráðaofnæmi fyrir bæði jólalögum og jólamyndum. Hún kann þó vel að meta sörur móður sinnar og nýtur tímans með fjölskyldunni. Katrín Edda er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Alla mína ævi hef ég skilgreint mig sem Grinch og á mínum yngri árum gekk ég svo langt að segjast jafnvel hata jólin. Það hefur skánað eftir að ég flutti til Þýskalands en ég hef þó aldrei verið jólabarn.“ View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég veit ekki með uppáhalds en ég ætla að velja eina eftirminnilega sem gerðist um jólin. Á jóladag 2015 var ég að gista hjá pabba mínum í Hveragerði og heyri hvar klukka tikkar með óþolandi háum hljómi í hillu á veggnum, sem ég get engan veginn sofið fyrir. Fyrir framan vegginn er glerborð pabba míns. Til þess að ná í klukkuna og taka batteríið úr henni ákveð ég að setjast „létt“ á borðið sem gekk þó ekki betur en svo að allt borðið brotnaði undan mér og ég lá föst á bakinu með fæturna yfir álramma borðsins í hrúgu glerbrota. Faðir minn dröslast niður stigana til mín og hjálpar mér á fætur og sjáum við þá að ég er öll skorin á vinstri rasskinninni, aftan á lærinu og höndunum báðum. Fjölskyldan mín hefur aldrei verið þekkt fyrir að eiga birgðir af sjúkravörum og átti pabbi því einungis þrjá litla plástra sem við fundum í first-aid kitti út í bíl sem ég lagði kurteisislega yfir sárin eins og ég gat. „Allt borðið brotnaði undan mér og ég lá föst á bakinu með fæturna yfir álramma borðsins í hrúgu glerbrota,“ segir Katrín Edda um ófarir sínar á jóladagsnótt. Næsta dag, á öðrum í jólum vakna ég svo þar sem mikið hafði blætt úr sárunum og keyrum við þá á Selfoss þar sem tekur við mér læknir sem lítur á rasskinnina og hrópar „þetta gapir alveg 2 sentímetra!“ um leið og hann nær í nál og tvinna og saumar nokkur spor í rassinn á mér, límir mig saman á lærinu og gerir að hinum sárunum. Ég átti smá erfitt með að sitja í jólaboðinu á öðrum í jólum en sit eftir með ágætis ör, sem og vídeó og myndir af herlegheitunum því ég var á þessum tíma líka dugleg að taka allt líf mitt upp á snapchat, sem minna mig reglulega á þetta ágæta jóladagskvöld.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Mamma mín gefur mér alltaf eftirminnilegar og frumlegar gjafir sem hún hefur annað hvort útbúið sjálf eða fengið í einhverjum af ferðalögum sínum það árið, til dæmis sjal af einhverjum einsetubúa frá Himalæjafjöllunum eða sokka frá ágætri konu búsettri hátt á Machu Picchu í Perú. Bestar eru samt gjafirnar sem hún gerir sjálf en hún prjónar mikið, semur ljóð og sögur og hlær manna hæst þegar maður opnar gjafirnar frá henni. Einu sinni fékk ég vettlinga þar sem annar vettlingurinn var með vel vönduðu ljónaloppumynstri á handarbakinu en eitthvað hafði hún ruglast í uppskriftinni því á hinum vettlingnum var eitthvað sem líktist alls ekki neinni loppu eða að minnsta kosti ekki af heilbrigðu ljóni. En vettlingarnir voru bara betri þannig. Í fyrra pakkaði hún inn bíómiðum á Spiderman inn í rastaklút frá Jamaica.“ Móðir Katrínar þykir einstaklega skemmtileg og hefur hún vakið mikla lukku meðal fylgjenda Katrínar á Instagram. Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Hmmm. Ég veit ekki alveg með versta. Einu sinni gáfu strákar úr grunnskólanum mínum öllum stelpunum mismunandi jólagjafir og mig minnir ég hafi fengið ORA fiskubolludós sem var útrunnin. Ég fékk líka einu sinni baðvigt í skóinn frá jólasveininum sem svona eftir á að hyggja var ekki beint besta skógjöfin fyrir unga stelpu í sjálfsleit.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Mér finnst bara allra best að koma til Íslands og eiga jóladagana eins og við höfum haft þá, matur á aðfangadag hjá Kidda frænda, jóladagur hjá pabba og annar í jólum hjá mömmu. Engin sérstök hefð, bara tími með fjölskyldunni. Jú og háma í mig sörurnar hennar mömmu, sem eru kannski ekki þær fallegustu í heimi en bragðbestu í heimi, flokkast það ekki undir hefð?“ Katrín Edda elskar Sörur móður sinar þó svo þær séu kannski ekki þær fallegustu í heimi. Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Ég er eiginlega með bráðaofnæmi fyrir öllum jólalögum en ef ég ætti að nefna þrjú þá myndi ég nefna Christmas Time með Smashing Pumpkins, Sound of Silence með Disturbed og Ave Maria með Beyoncé.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Ég er eiginlega með bráðaofnæmi fyrir öllum jólamyndum en ef ég ætti að nefna tvær þá myndi ég nefna Nightmare Before Christmas og Edward Scissorhands.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Þar sem ég borða ekki rautt kjöt þá hef ég vanalega fengið hnetusteik með öllu góða meðlætinu meðan hinir borða svínabóg. Alltaf stórkostleg aspassúpa í forrétt sem frændur mínir elda og einhver ofurbomba í eftirrétt. Á jóladag hjá pabba hef ég fengið alls konar í gegnum árin, þar sem því var iðulega gleymt að ég borði ekki hangikjöt, þó liðin séu 15 ár síðan ég hætti því. Svo ég hef fengið alls konar, allt frá chicken teriyaki til vorrúlla, já eða bara kartöflur með uppstúf og grænum baunum, sem er ljómandi. En við systkinin höfum yfirleitt komið sjálf með hnetusteikina til öryggis þar sem mágkona mín borðar heldur ekki rautt kjöt.“ Í jóladag hefur það stundum gleymst að Katrín Edda borði ekki rautt kjöt. Hún hefur því þurft að sætta sig við alls kyns mat í gegnum tíðina. Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég verð hér í Þýskalandi með þá nýfædda dóttur mína, sem er væntanleg í kringum 7. desember, svo eina sem ég óska mér í jólagjöf er falleg fæðing og góðar stundir með henni og manninum mínum.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Þegar mamma hækkar óþarflega mikið í útvarpinu rétt fyrir klukkan 18 á aðfangadag til að hlusta á jólaguðspjallið og bjöllurnar hringja bókstaflega inn jólin.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Já, heldur betur. Stelpan mín ætlar að koma í heiminn og ég er nokkuð viss um að það verður besta jólaminningin hingað til.“ View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Jólalög Jólamolar Jólamatur Samfélagsmiðlar Jól Tengdar fréttir Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01 „Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00 Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01 Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00 Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01 Mest lesið „Ég verð meira jólabarn með hverju árinu sem líður“ Jól Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt Jól Bregður sér í allra kvikinda líki í aðdraganda jólanna Jól „Ég myndi gefa Guð hjólastól“ Jól Jóladagatal - 8. desember - Jólakort í þrívídd Jól Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Jól Enn stelur Kertasníkir senunni þótt hann sé ekki kominn til byggða Jól Jóladagatal - 9. desember - Ávaxtajólatré Jól Vegan mest viðeigandi á jólum Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Alla mína ævi hef ég skilgreint mig sem Grinch og á mínum yngri árum gekk ég svo langt að segjast jafnvel hata jólin. Það hefur skánað eftir að ég flutti til Þýskalands en ég hef þó aldrei verið jólabarn.“ View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég veit ekki með uppáhalds en ég ætla að velja eina eftirminnilega sem gerðist um jólin. Á jóladag 2015 var ég að gista hjá pabba mínum í Hveragerði og heyri hvar klukka tikkar með óþolandi háum hljómi í hillu á veggnum, sem ég get engan veginn sofið fyrir. Fyrir framan vegginn er glerborð pabba míns. Til þess að ná í klukkuna og taka batteríið úr henni ákveð ég að setjast „létt“ á borðið sem gekk þó ekki betur en svo að allt borðið brotnaði undan mér og ég lá föst á bakinu með fæturna yfir álramma borðsins í hrúgu glerbrota. Faðir minn dröslast niður stigana til mín og hjálpar mér á fætur og sjáum við þá að ég er öll skorin á vinstri rasskinninni, aftan á lærinu og höndunum báðum. Fjölskyldan mín hefur aldrei verið þekkt fyrir að eiga birgðir af sjúkravörum og átti pabbi því einungis þrjá litla plástra sem við fundum í first-aid kitti út í bíl sem ég lagði kurteisislega yfir sárin eins og ég gat. „Allt borðið brotnaði undan mér og ég lá föst á bakinu með fæturna yfir álramma borðsins í hrúgu glerbrota,“ segir Katrín Edda um ófarir sínar á jóladagsnótt. Næsta dag, á öðrum í jólum vakna ég svo þar sem mikið hafði blætt úr sárunum og keyrum við þá á Selfoss þar sem tekur við mér læknir sem lítur á rasskinnina og hrópar „þetta gapir alveg 2 sentímetra!“ um leið og hann nær í nál og tvinna og saumar nokkur spor í rassinn á mér, límir mig saman á lærinu og gerir að hinum sárunum. Ég átti smá erfitt með að sitja í jólaboðinu á öðrum í jólum en sit eftir með ágætis ör, sem og vídeó og myndir af herlegheitunum því ég var á þessum tíma líka dugleg að taka allt líf mitt upp á snapchat, sem minna mig reglulega á þetta ágæta jóladagskvöld.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Mamma mín gefur mér alltaf eftirminnilegar og frumlegar gjafir sem hún hefur annað hvort útbúið sjálf eða fengið í einhverjum af ferðalögum sínum það árið, til dæmis sjal af einhverjum einsetubúa frá Himalæjafjöllunum eða sokka frá ágætri konu búsettri hátt á Machu Picchu í Perú. Bestar eru samt gjafirnar sem hún gerir sjálf en hún prjónar mikið, semur ljóð og sögur og hlær manna hæst þegar maður opnar gjafirnar frá henni. Einu sinni fékk ég vettlinga þar sem annar vettlingurinn var með vel vönduðu ljónaloppumynstri á handarbakinu en eitthvað hafði hún ruglast í uppskriftinni því á hinum vettlingnum var eitthvað sem líktist alls ekki neinni loppu eða að minnsta kosti ekki af heilbrigðu ljóni. En vettlingarnir voru bara betri þannig. Í fyrra pakkaði hún inn bíómiðum á Spiderman inn í rastaklút frá Jamaica.“ Móðir Katrínar þykir einstaklega skemmtileg og hefur hún vakið mikla lukku meðal fylgjenda Katrínar á Instagram. Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Hmmm. Ég veit ekki alveg með versta. Einu sinni gáfu strákar úr grunnskólanum mínum öllum stelpunum mismunandi jólagjafir og mig minnir ég hafi fengið ORA fiskubolludós sem var útrunnin. Ég fékk líka einu sinni baðvigt í skóinn frá jólasveininum sem svona eftir á að hyggja var ekki beint besta skógjöfin fyrir unga stelpu í sjálfsleit.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Mér finnst bara allra best að koma til Íslands og eiga jóladagana eins og við höfum haft þá, matur á aðfangadag hjá Kidda frænda, jóladagur hjá pabba og annar í jólum hjá mömmu. Engin sérstök hefð, bara tími með fjölskyldunni. Jú og háma í mig sörurnar hennar mömmu, sem eru kannski ekki þær fallegustu í heimi en bragðbestu í heimi, flokkast það ekki undir hefð?“ Katrín Edda elskar Sörur móður sinar þó svo þær séu kannski ekki þær fallegustu í heimi. Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Ég er eiginlega með bráðaofnæmi fyrir öllum jólalögum en ef ég ætti að nefna þrjú þá myndi ég nefna Christmas Time með Smashing Pumpkins, Sound of Silence með Disturbed og Ave Maria með Beyoncé.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Ég er eiginlega með bráðaofnæmi fyrir öllum jólamyndum en ef ég ætti að nefna tvær þá myndi ég nefna Nightmare Before Christmas og Edward Scissorhands.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Þar sem ég borða ekki rautt kjöt þá hef ég vanalega fengið hnetusteik með öllu góða meðlætinu meðan hinir borða svínabóg. Alltaf stórkostleg aspassúpa í forrétt sem frændur mínir elda og einhver ofurbomba í eftirrétt. Á jóladag hjá pabba hef ég fengið alls konar í gegnum árin, þar sem því var iðulega gleymt að ég borði ekki hangikjöt, þó liðin séu 15 ár síðan ég hætti því. Svo ég hef fengið alls konar, allt frá chicken teriyaki til vorrúlla, já eða bara kartöflur með uppstúf og grænum baunum, sem er ljómandi. En við systkinin höfum yfirleitt komið sjálf með hnetusteikina til öryggis þar sem mágkona mín borðar heldur ekki rautt kjöt.“ Í jóladag hefur það stundum gleymst að Katrín Edda borði ekki rautt kjöt. Hún hefur því þurft að sætta sig við alls kyns mat í gegnum tíðina. Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég verð hér í Þýskalandi með þá nýfædda dóttur mína, sem er væntanleg í kringum 7. desember, svo eina sem ég óska mér í jólagjöf er falleg fæðing og góðar stundir með henni og manninum mínum.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Þegar mamma hækkar óþarflega mikið í útvarpinu rétt fyrir klukkan 18 á aðfangadag til að hlusta á jólaguðspjallið og bjöllurnar hringja bókstaflega inn jólin.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Já, heldur betur. Stelpan mín ætlar að koma í heiminn og ég er nokkuð viss um að það verður besta jólaminningin hingað til.“ View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)
Jólalög Jólamolar Jólamatur Samfélagsmiðlar Jól Tengdar fréttir Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01 „Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00 Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01 Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00 Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01 Mest lesið „Ég verð meira jólabarn með hverju árinu sem líður“ Jól Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt Jól Bregður sér í allra kvikinda líki í aðdraganda jólanna Jól „Ég myndi gefa Guð hjólastól“ Jól Jóladagatal - 8. desember - Jólakort í þrívídd Jól Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Jól Enn stelur Kertasníkir senunni þótt hann sé ekki kominn til byggða Jól Jóladagatal - 9. desember - Ávaxtajólatré Jól Vegan mest viðeigandi á jólum Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól
Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01
„Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00
Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01
Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00
Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01