Jól

Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn frá Færeyjum

Elísabet Hanna skrifar
Karlakór Reykjavíkur er að flytja inn vinakór sinn frá Færeyjum.
Karlakór Reykjavíkur er að flytja inn vinakór sinn frá Færeyjum. Skjáskot/Facebook

Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn, Tórshavnar Manskór, frá Færeyjum til þess að taka þátt í hátíðartónleikum. Tónleikarnir fara fram á aðventu í Hallgrímskirkju og hafa verið árleg hefð síðustu þrjátíu árin. 

„Eftir tveggja ára hlé tökum við þráðinn upp að nýju og nú í samstarfi við frændur okkar í Tórshavnar Manskór frá Færeyjum,“ segir í tilkynningu frá kórnum. Samstarf kóranna má rekja aftur til ársins 1993 og hafa þeir komið saman fimm sinnum síðan þá. 

Undanfarin ár hefur Tórshavnar Manskór staðið fyrir jólatónleikum í byrjun desember í Vesturkirkjunni í Þórshöfn og fengið til sín góða gesti. Í ár hlýtur Karlakór Reykjavíkur gestahlutverkið og hefur stjórnandi kórsins, Friðrik S. Kristinsson valið perlur úr dagskrá Aðventutónleika undanfarinna ára til flutnings. 

Meðleikari Karlakórs Reykjavíkur er Lenka Mátéová en Tórshavnar Manskór flytja sína dagskrá án undirleiks. Einnig eru skipulagðar þrjár aðrar framkomur í Færeyjum í heimsókn kórsins. 

Hvor kór flytur sín 8 lög en sameinast í lokin í 3 lögum í rúmlega 130 manna kór. Viku síðar endurgjalda Færeyingar heimsóknina og syngja með Karlakór Reykjavíkur á Aðventutónleikum í Hallgrímskirkju þann 10. og 11. desember. Bjarni Restorff leiðir Tórshavnar Manskór.


Tengdar fréttir

Hér eru ekkert nema andskotans snillingar

Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands, ásamt Karlakór Reykjavíkur, kammerkórnum Hymnodia og Barnakór Kársnesskóla, blása til veislu næstu daga í Hörpu sem rúmlega 7.200 manns munu njóta.

Fastur liður hjá fjölda manns

Tónleikar Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju eru orðnir að föstum lið. Þeir verða haldnir bæði á laugardag og sunnudag.

Kórstjórinn Friðrik lofar hátíð um helgina

Friðrik S. Kristinsson ætlaði að raddþjálfa Karlakór Reykjavíkur í einn mánuð en hefur nú stjórnað honum í 27 ár og verður með veldissprotann á aðventutónleikunum í Hallgrímskirkju á morgun og hinn.

Syngjandi bræður í Breiðuvík

Tveir háskólakórar, sinfóníuhljómsveit, þrír einsöngvarar og einleikur á píanó á tónleikum í Langholtskirkju í kvöld.

Kátir karlar 20 ára

Karlakórinn KKK er 20 ára á þessu ári. Elsti félaginn er 92 ára og yngsti 70 ára. Kórfélagar telja kórsöng heilsusamlegan og hluta af því að halda sér ungum.








×