Skógrækt og landgræðsla

Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni
Eru trén í borgunum okkar lykillinn að betra samfélagi? Ný rannsókn bendir til þess að græn svæði geti gegnt lykilhlutverki í að efla félagslega samheldni og draga úr einmanaleika.

Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng
Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum.

Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar
Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu.

Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði
Samkvæmt fyrstu heildarúttektinni á vistkerfi skóga í Reykjavík er lítill skógur í Reykjavík miðað við flestar aðrar evrópskar borgir. Samt sem áður er heildarvirði skóga borgarinnar metið á 576 milljarða króna.

Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni
Um þúsund tonn af seyru frá sveitarfélögum og sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu er nýtt til uppgræðslustarfa með góðum árangri. Á sama tíma er fólk hvatt til að henda alls ekki blauttuskum, tannþráðum eða munnpúðum í salerni.

Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar
Öskjuhlíðartimbrið úr trjánum sem voru felld úr Öskjuhlíð er nú komið til Eskifjarðar þar sem timbrið verður sagað niður og unnið.

Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði
Margir Hafnfirðingar ráku upp stór augu þegar þeir litu myndarlegan stafla af innlendum skógarvið á kæjanum þar í bæ augum. Timbrið bíður þess að vera lestað í skip sem siglt verður til Eskifjarðar. Þar verður timbrið sagað niður í borðvið.

Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla
Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu.

Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna
Eftir nærri sjö vikna lokun er núna vonast til að hægt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir almenna flugumferð á miðnætti annaðkvöld. Trjáfellingum í Öskuhlíð lauk síðdegis.

Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði
Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) segir að reynt verði að hlífa trjágróðri eftir fremsta megni þegar nýjar golfbrautir verða mótaðar í skógræktarsvæði í Smalaholti. Klúbburinn fær svæðið í stað lands sem Garðabær tekur undir nýja íbúðabyggð.

Flugbrautin opnuð á ný
Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur.

Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið
Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar.

Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð
Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum.

Græn borg
Þrjú stór tré við heimilið eða dvalarstað, þrjátíu prósent laufþekja í hverju hverfi og aldrei meira en þrjú hundruð metrar í næsta græna svæði. 3-30-300 þumalputtareglan gæti verið uppskrift að betra borgarumhverfi.

Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén
Það er ekki aðeins meirihlutinn í Reykjavík sem er fallinn heldur bíða sömu örlög trjáa í Öskjuhlíð í dag. Undirbúningur að skógarhöggi á svæðinu er hafinn og til stendur að hefjast handa við að fella trén í kringum hádegið. Einhver tré virðast þó þegar hafa verið felld á svæðinu líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga
Heildarbinding í skógum er alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar. Opinber stofnun sem fer með skógrækt og landgræðslu gerir athugasemdir við frétt Ríkisútvarpsins þar sem það gagnstæða var fullyrt.

Hvað næst RÚV?
Í gær, miðvikudaginn 29. janúar 2025, birtist frétt á ruv.is með fyrirsögninni „Fóru ekki að lögum við umdeilda skógrækt nærri Húsavík“. Fréttin var einnig spiluð í kvöldfréttum útvarps.

Flóra er ekki fjölbreytni....
heldur táknar hugtakið flóra þær tegundir plantna, í víðum skilningi þess orðs, sem vaxa á tilteknu svæði eða tímaskeiði. Þannig vísar flóra Íslands til þeirra tegunda plantna sem vaxa á Íslandi. Garðaflóra Reykjavíkur tiltekur þær tegundir plantna sem finna má í görðum borgarinnar.

85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki
Íslenskt birki breytist í fallega fugla í höndum 85 ára útskurðarmeistara á Selfossi, sem veit ekkert skemmtilegra en að tálga fugla og mála þá. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum.

Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja
Skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum er ekki að spara málninguna eða glimmerið á birkigreinar, sem skreyttar eru fyrir jólin. Birkifræið af greinunum er allt gefið til Landgræðslunnar til sáningar, eða að andvirði tuttugu og sex milljóna króna síðustu tólf árin frá skrúðgarðyrkjumeistaranum.

Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði
Dönsk stjórnvöld hafa náð sögulegu samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Danmörk mun fyrst ríkja í heimi skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrum, nái áformin fram að ganga. Danska ríkisstjórnin og breiður meirihluti flokka á danska þinginu hafa náð pólitísku samkomulagi um meiriháttar landslags- og umhverfisbreytingar í landinu. Græna þríhliða samkomulagið svokallaða hefur verið lengi í undirbúningi og var nánari útfærsla þess kynnt á blaðamannafundi í morgun.

Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð
Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi.

Að græða 33.400 fótboltavelli
Landsvirkjun hefur endurheimt landgæði sem jafnast á við 33.400 fótboltavelli á þeim tæpu 60 árum sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað.

Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá
Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu.

„Það þarf að afrugla þessa rugludalla“
Mikillar óánægju gætir meðal íbúa Húsavíkur um fyrirhugaða skógrækt í landi Saltvíkur við Húsavík. Búið er að herfa rásir í mólendinu, sem var vinsælt svæði fyrir berjatínslu og aðra útivist. Formaður Framsýnar furðar sig á að menn velji ekki önnur svæði til skógræktar en besta mólendið. Stjórnarformaður Yggdrasils Carbon, fyrirtækisins á bak við aðgerðirnar, segist taka þetta alvarlega og fyrirtækið muni skoða málið.

Eru framkvæmdir í Saltvík loftslagsvænar?
Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík hafa þau meginmarkmið að binda koltvísýring (CO2) úr lofti og vinna þannig gegn lofslagshlýnun. Færa má rök fyrir því að framkvæmdirnar geri svo alls ekki, heldur þvert á móti! Auk þess valda þær skaða á verðmætri náttúru.

Ósátt við skógrækt í mólendi fyrir utan Húsavík
Rásir sem voru herfaðar í mólendi fyrir utan Húsavík til að undirbúa kolefnisbindingarverkefni eru nú áberandi í landinu og sæta gagnrýni. Sérfræðingur í skógrækt segir jarðvinnsluna nauðsynlega og skila kolefnisbindingu til lengri tíma litið.

Bálhýsi á skógræktarsvæði á Borg í Grímsnesi
Glæsilegt Bálhýsi er nú í byggingu við tjaldsvæðið á Borg í Grímsnesi en allt efni í hýsinu er af skógræktarsvæðinu á Snæfoksstöðum í Grímsnes- og Grafningshreppi. Allir eru velkomnir að nýta sér bálhýsið.

Ná síður að hirða salernispappír vegna niðurskurðar
Klósettpappír, hægðir og sóðaskapur í Hofsstaðaskógi er ein birtingarmynd niðurskurðar til Skógræktarfélags Íslands. Framkvæmdastjóri segir félagið ekki hafa tök á að sinna hreinsunarstarfi líkt og áður.

Skógur á Snæfellsnesi undirlagður salernispappír
Sá hvimleiði siður margra ferðamanna, að ganga örna sinna úti í náttúrunni með tilheyrandi sóðaskap, verður aldrei upprættur, að mati leiðsögumanns. Skógur á Snæfellsnesi hefur verið undirlagður salernispappír í sumar.