Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Lands­bankinn lækkar vexti

Landsbankinn kynnti í dag að bankinn muni lækka vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti. Munu fastir vextir til þriggja ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,3 prósentustig. Hið sama á við fasta vexti til fimm ára.

Neytendur
Fréttamynd

Unnið með bönkunum í er­lendri fjár­mögnun að hafa tekið yfir í­búða­lánin

Efnahagsreikningur og rekstur viðskiptabankanna hefur tekið stakkaskiptum frá 2019, þegar þeir voru í raun bara „fyrirtækjabankar“ að sögn seðlabankastjóra, og viðskiptalíkanið er orðið mun sterkara eftir að bankarnir tóku nánast yfir íbúðalán heimilanna sem hefur unnið með þeim í erlendri markaðsfjármögnun. Hann segir að hagræðið sem hafi náðst með þeirri breytingu sé komin til vera og öll rök hnígi að því að lífeyrissjóðir einblíni á að kaupa sértryggð bankanna fremur en að standa sjálfur í beinum lánveitingum.

Innherji
Fréttamynd

„Engin tak­mörk“ virðast vera á sí­vaxandi út­þenslu eftir­lits­iðnaðarins

Fráfarandi stjórnarformaður Arion skaut föstum skotum á það sem hann kallaði „sístækkandi og íþyngjandi hlutverk eftirlitsiðnaðarins“ á aðalfundi bankans fyrr í dag og sagði þá þróun valda honum áhyggjum í starfsumhverfi fyrirtækja á Íslandi, einkum í bankarekstri. Engin takmörk væru á útþenslu slíkra stofnana og starfsfólk þess virtist oft þurfa að sanna tilvist sína með því að kalla sífellt eftir strangri eftirliti og fleiri skýrslum.

Innherji
Fréttamynd

Meir­i sam­keppn­i á Ís­land­i um inn­lán heim­il­a en al­mennt í Evróp­u

Seðlabankinn segir að miðlun íslenskra banka á peningastefnunni sé góð. „Þar sem hlutfall innlána heimila sem bera háa vexti á Íslandi er mun hærra en almennt gerist í Evrópu virðist miðlun meginvaxta í vexti innlána heimila í heild mest á Íslandi,“ segir bankinn og nefnir að ein helsta skýringin á þessum mun kunni að vera að meiri samkeppni ríki um innlán heimila á Íslandi en almennt gerist í Evrópu.

Innherji
Fréttamynd

Háir raun­vextir þrengja að rekstrar­um­hverfi fyrir­tækja næstu misserin

Fjárhagsstaða kerfislega mikilvægra banka hér á landi er sterk, sem birtist meðal annars í góðu aðgengi þeirra að fjármögnun, en hækkandi raunvextir eru farnir að fara draga úr eftirspurn heimila og fyrirtækja eftir lánsfjármagni, að sögn fjármálastöðugleikanefndar. Hún vekur athygli á því að þyngri greiðslubyrði lána ásamt minnkandi efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum sem hafi neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­mála­kerfið standi traustum fótum

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Verðbólga hefur minnkað og aðlögun hefur átt sér stað í heildareftirspurn. Raunvextir hafa hækkað og dregið hefur úr lánsfjáreftirspurn heimila og fyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá 25 punkta lækkun stýri­vaxta

Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig þegar næsta vaxtaákvörðun verður kynnt á miðvikudaginn í næstu viku. Nokkrar líkur séu einnig á að vöxtum verði haldið óbreyttum fram í maí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kass heyrir sögunni til

Stjórnendur Íslandsbanka hafa ákveðið að loka appinu Kass eftir átta „ánægjuleg og lærdómsrík ár“. Það var fyrst tekið í notkun í byrjun árs 2016, en það er í eigu Íslandsbanka og þróað í samstarfi við Memento.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka

Halldór Þór Snæland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Viðskiptabankasviðið þjónustar viðskiptavini með almennri bankaþjónustu, fjölbreyttum fjártæknilausnum og í gegnum sérhæfð vörumerki og dótturfélög. Á meðal vörumerkja sem heyra undir viðskiptabankasviðið eru Auður, Aur, Lykill, Netgíró og Straumur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rændur af þjófum í Lands­bankanum

Í hið minnsta einn viðskiptavinur Landsbankans varð fyrir barðinu á þjófum við hraðbanka í vikunni sem leið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Innlent
Fréttamynd

Helga hættir sem for­maður banka­ráðs

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gamla Straumi-Burðarás form­lega slitið

Félaginu ALMC hf., sem hét áður Straumur-Burðarás og var um tíma stærsti fjárfestingarbanki landsins, hefur formlega verið slitið. Skilanefnd samþykkti kröfur upp á um 25 milljónir króna en lýstar kröfur námu um 48 milljónum króna. Samþykktar kröfur voru greiddar að fullu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vonar að frum­varp um húsakaup fljúgi í gegn

Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Arion banki lækkar vexti

Arion banki hefur lækkað óverðtryggða fasta þriggja ára íbúðalánavexti um 0,15 prósentustig og þeir eru nú 9,45 prósent. Aðrir útlánavextir haldast óbreyttir.

Viðskipti innlent