Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2025 16:04 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar fjársvik upp á um fjögur hundruð milljónir af íslensku bönkunum. Einstaklingum tókst að millifæra háar upphæðum af eigin reikningum án þess að inneign væri til staðar vegna galla hjá Reiknistofu bankanna. Fimm sæta farbanni grunaðir um aðild að málinu. Málið uppgötvaðist hjá Landsbankanum á föstudaginn en það rataði á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á laugardaginn. RÚV greinir frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm karlmönnum vegna málsins. Kröfunni hafi verið hafnað en mennirnir sæta farbanni. Samkvæmt heimildum Vísis er bæði um að ræða innlenda og erlenda karlmenn. Tíu milljónum stolið hjá Arion banka Rúnar Pálmason upplýsingafulltrúi Landsbankans segir að málið hafi uppgötvast á föstudaginn. Landsbankinn hafi greint orsök og umfang málsins og gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari misnotkun. „Tjón bankans gæti numið 200 milljónum króna en unnið er að því að endurheimta féð og gæti sú fjárhæð því lækkað,“ segir Rúnar. Landsbankinn taki málið mjög alvarlega en tekið er fram að viðskiptavinir hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna þessa. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir að um eitt tilfelli sé að ræða hjá Arion banka upp á um tíu milljónir króna. Bjarney Anna Bjarnadóttir, upplýsingafulltrúi hjá Íslandsbanka, segir í skriflegu svari að málið sé til skoðunar en svo virðist ekki vera sem upp hafi komið slíkt mál hjá bankanum. „Íslandsbanki hefur haft málið til skoðunar og unnið að því að greina umfang þess og hvort misnotkun á umræddum kerfum hafi átt sér stað hjá bankanum sem rekja má beint til veikleikans. Að svo stöddu virðist svo ekki vera. Málið er litið alvarlegum augum.“ Lokað fyrir möguleikann þegar svikin uppgötvuðust Í tilkynningu frá Reiknistofu bankanna segir að við uppfærslu á kerfum hjá RB nýverið hafi skapast tímabundinn veikleiki sem hafi orðið til þess að við tilteknar aðstæður millifærðu nokkrir einstaklingar fjármuni af eigin reikningum án þess að inneign væri til staðar. „Um leið og svikin uppgötvuðust var lokað fyrir þennan möguleika í samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir í tilkynningunni sem Sigurður Örn Hallgrímsson, forstöðumaður þjónustustýringar og markaðsmála, sendir fjölmiðlum. Stefán Örn Arnarson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í fjármunabrotadeild lögreglunnar, segir málið hafa verið tilkynnt embættinu um hádegisbil á laugardaginn. „Sú upphæð sem við höfum til rannsóknar er í kringum 400 milljónir króna,“ segir Stefán. Neitun um gæsluvarðhald hafi verið kærð til Landsréttar. Aðspurður hvernig hinir grunuðu komust að veikleikanum segir Stefán verknaðaraðferðina enn til rannsóknar. Rannsóknin sé flókin og þá sérstaklega rakning fjármuna sem verði töluvert flókin. Færst hefur í aukana að einstaklingar nýti sér rafmyntir til að koma illa fengnu fé undan. „Öryggismál eru efst í forgangsröðinni hjá okkur og við leggjum mikið upp úr því að koma í veg fyrir að hægt sé að misnota kerfin. Í þessu tilfelli náðist með illum ásetningi að misnota þetta tímabundna ástand í kerfinu sem varð til við uppfærslu. Þetta er enn og aftur áminning um mikilvægi öryggismála sem eru í stöðugri endurskoðun og endurmati hjá okkur.“ Reiknistofabankanna stendur við Dalveg 30 í Kópavogi.RB Málið sé komið í viðeigandi farveg en tekið er fram að viðskiptavinir bankanna hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna málsins. Frétt uppfærð 18:04 með svörum frá Íslandsbanka. Fjármálafyrirtæki Netöryggi Landsbankinn Sviku milljónir af Landsbankanum Arion banki Efnahagsbrot Lögreglumál Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Málið uppgötvaðist hjá Landsbankanum á föstudaginn en það rataði á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á laugardaginn. RÚV greinir frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm karlmönnum vegna málsins. Kröfunni hafi verið hafnað en mennirnir sæta farbanni. Samkvæmt heimildum Vísis er bæði um að ræða innlenda og erlenda karlmenn. Tíu milljónum stolið hjá Arion banka Rúnar Pálmason upplýsingafulltrúi Landsbankans segir að málið hafi uppgötvast á föstudaginn. Landsbankinn hafi greint orsök og umfang málsins og gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari misnotkun. „Tjón bankans gæti numið 200 milljónum króna en unnið er að því að endurheimta féð og gæti sú fjárhæð því lækkað,“ segir Rúnar. Landsbankinn taki málið mjög alvarlega en tekið er fram að viðskiptavinir hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna þessa. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir að um eitt tilfelli sé að ræða hjá Arion banka upp á um tíu milljónir króna. Bjarney Anna Bjarnadóttir, upplýsingafulltrúi hjá Íslandsbanka, segir í skriflegu svari að málið sé til skoðunar en svo virðist ekki vera sem upp hafi komið slíkt mál hjá bankanum. „Íslandsbanki hefur haft málið til skoðunar og unnið að því að greina umfang þess og hvort misnotkun á umræddum kerfum hafi átt sér stað hjá bankanum sem rekja má beint til veikleikans. Að svo stöddu virðist svo ekki vera. Málið er litið alvarlegum augum.“ Lokað fyrir möguleikann þegar svikin uppgötvuðust Í tilkynningu frá Reiknistofu bankanna segir að við uppfærslu á kerfum hjá RB nýverið hafi skapast tímabundinn veikleiki sem hafi orðið til þess að við tilteknar aðstæður millifærðu nokkrir einstaklingar fjármuni af eigin reikningum án þess að inneign væri til staðar. „Um leið og svikin uppgötvuðust var lokað fyrir þennan möguleika í samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir í tilkynningunni sem Sigurður Örn Hallgrímsson, forstöðumaður þjónustustýringar og markaðsmála, sendir fjölmiðlum. Stefán Örn Arnarson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í fjármunabrotadeild lögreglunnar, segir málið hafa verið tilkynnt embættinu um hádegisbil á laugardaginn. „Sú upphæð sem við höfum til rannsóknar er í kringum 400 milljónir króna,“ segir Stefán. Neitun um gæsluvarðhald hafi verið kærð til Landsréttar. Aðspurður hvernig hinir grunuðu komust að veikleikanum segir Stefán verknaðaraðferðina enn til rannsóknar. Rannsóknin sé flókin og þá sérstaklega rakning fjármuna sem verði töluvert flókin. Færst hefur í aukana að einstaklingar nýti sér rafmyntir til að koma illa fengnu fé undan. „Öryggismál eru efst í forgangsröðinni hjá okkur og við leggjum mikið upp úr því að koma í veg fyrir að hægt sé að misnota kerfin. Í þessu tilfelli náðist með illum ásetningi að misnota þetta tímabundna ástand í kerfinu sem varð til við uppfærslu. Þetta er enn og aftur áminning um mikilvægi öryggismála sem eru í stöðugri endurskoðun og endurmati hjá okkur.“ Reiknistofabankanna stendur við Dalveg 30 í Kópavogi.RB Málið sé komið í viðeigandi farveg en tekið er fram að viðskiptavinir bankanna hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna málsins. Frétt uppfærð 18:04 með svörum frá Íslandsbanka.
Fjármálafyrirtæki Netöryggi Landsbankinn Sviku milljónir af Landsbankanum Arion banki Efnahagsbrot Lögreglumál Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira