Tilkynna breytingar á lánaframboði Árni Sæberg skrifar 30. október 2025 15:46 Íslandsbanki hefur tilkynnt breytingar á lánaframboði sínu. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur tilkynnt breytingar á lánaframboði bankans vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Tímabundið verða einungis óverðtryggð lán á föstum vöxtum í boði. Í tilkynningu á vef bankans segir að bankinn hafi haft til skoðunar áhrif dóms Hæstaréttar sem kveðinn var upp 14. október 2025 á vöruframboð bankans þegar kemur að húsnæðislánum til einstaklinga. Mikil vinna hafi átt sér stað innan bankans við að meta að hvaða marki þörf sé á að breyta vöruframboði bankans í kjölfar dómsins og breytingar á lánavörum verið mótaðar. Óverðtryggð með föstum vöxtum áfram í boði Íslandsbanki muni halda áfram að bjóða óverðtryggð húsnæðislán með fasta vexti til þriggja og fimm ára. Eftir að fastvaxtatímabili lýkur muni lántaka bjóðast endurfjármögnun á markaðskjörum samkvæmt vaxtatöflu Íslandsbanka án uppgreiðslugjalds. Taki lántaki ekki tilboði um endurfjármögnun taki við breytilegir vextir, sem miðist við stýrivexti Seðlabanka Íslands að viðbættu álagi. Nánari upplýsingar um kjör má finna á vef bankans. Lántaki verði upplýstur um þessa nýju vexti 30 dögum áður en þeir taka gildi og geti á þeim tíma endurfjármagnað án uppgreiðslugjalds. Stöðva líka verðtryggð á föstum vöxtum tímabundið Bankinn hyggist halda áfram að bjóða verðtryggð húsnæðislán til einstaklinga með föstum vöxtum en muni þó gera tímabundið hlé á slíkum lánveitingum. Ríkisstjórnin hafi í gær kynnt viðbragð vegna dómsins sem feli það í sér að í samráði við Seðlabanka Íslands verði hafið eins fljótt og auðið er birting vaxtaviðmiðs sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Bankinn telji því rétt að gera hlé á veitingu verðtryggðra húsnæðislána til einstaklinga með föstum vöxtum svo unnt sé að taka það viðbragð með inn í mótun á uppfærðu vöruframboði slíkra lána. Áður hafi bankinn tilkynnt að gert yrði hlé á veitingu verðtryggðra húsnæðislána til einstaklinga með breytilegum vöxtum. Kynna ný óverðtryggð með breytilegum fljótlega Íslandsbanki muni jafnframt gera á hlé á veitingu óverðtryggðra húsnæðislána til einstaklinga með breytilegum vöxtum. Stefnt sé að því að kynna nýtt lánsform fyrir slík húsnæðislán á næstu vikum. Íslandsbanki bjóði lántökum sem eru með óverðtryggð húsnæðislán upp á fastar greiðslur sem henti lántökum sem vilja lækka greiðslubyrði tímabundið í háu vaxtastigi. Vakin sé sérstök athygli á því að þessar breytingar nái aðeins til nýrra húsnæðislána til einstaklinga og hafi ekki áhrif á einstaklinga sem þegar eru með húsnæðislán hjá bankanum. Landsbankinn reið á vaðið og Arion banki er undir feldi Landsbankinn hefur þegar tilkynnt breytingar á lánaframboði sínu vegna dóms Hæstaréttar. Breytingarnar fela í sér að aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggt íbúðalán og breytilegir vextir bera fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Arion banki tilkynnti skömmu eftir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar að hann hefði gert hlé á veitingu verðtryggðra lána. Í tilkynningu Arion banka þess efnis sagði að skilmálar íbúðalána bankans með breytilega vexti væru ólíkir þeim sem voru dæmdir ólögmætir í máli Íslandsbanka. Óháð því myndi dómstólinn síðar taka fyrir mál sem snúi að láni Arion banka með breytilegum verðtryggðum vöxtum. Landsréttur hefði dæmt bankanum í vil í febrúar en óvissa ríkti um lögmæti vaxtabreytingarskilmála verðtryggðra lána á meðan beðið er niðurstöðu Hæstaréttar í málinu gegn Arion. Reikna má með því að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli Arion banka þann 15. desember. Bankinn ætlar ekki að sitja auðum fram að uppkvaðningu dómsins. „Þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum þá erum við að leita leiða til að bjóða einhvers konar bráðabirgðalausn fyrir fasteignakaupendur þar til Hæstiréttur fellir sinn dóm í desember. Staðan er nokkuð snúin en vonir okkar standa til þess að þetta skýrist á næstu dögum frekar en vikum,“ sagði Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, í svari við fyrirspurn Vísis á dögunum. Íslandsbanki Lánamál Vaxtamálið Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
Í tilkynningu á vef bankans segir að bankinn hafi haft til skoðunar áhrif dóms Hæstaréttar sem kveðinn var upp 14. október 2025 á vöruframboð bankans þegar kemur að húsnæðislánum til einstaklinga. Mikil vinna hafi átt sér stað innan bankans við að meta að hvaða marki þörf sé á að breyta vöruframboði bankans í kjölfar dómsins og breytingar á lánavörum verið mótaðar. Óverðtryggð með föstum vöxtum áfram í boði Íslandsbanki muni halda áfram að bjóða óverðtryggð húsnæðislán með fasta vexti til þriggja og fimm ára. Eftir að fastvaxtatímabili lýkur muni lántaka bjóðast endurfjármögnun á markaðskjörum samkvæmt vaxtatöflu Íslandsbanka án uppgreiðslugjalds. Taki lántaki ekki tilboði um endurfjármögnun taki við breytilegir vextir, sem miðist við stýrivexti Seðlabanka Íslands að viðbættu álagi. Nánari upplýsingar um kjör má finna á vef bankans. Lántaki verði upplýstur um þessa nýju vexti 30 dögum áður en þeir taka gildi og geti á þeim tíma endurfjármagnað án uppgreiðslugjalds. Stöðva líka verðtryggð á föstum vöxtum tímabundið Bankinn hyggist halda áfram að bjóða verðtryggð húsnæðislán til einstaklinga með föstum vöxtum en muni þó gera tímabundið hlé á slíkum lánveitingum. Ríkisstjórnin hafi í gær kynnt viðbragð vegna dómsins sem feli það í sér að í samráði við Seðlabanka Íslands verði hafið eins fljótt og auðið er birting vaxtaviðmiðs sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Bankinn telji því rétt að gera hlé á veitingu verðtryggðra húsnæðislána til einstaklinga með föstum vöxtum svo unnt sé að taka það viðbragð með inn í mótun á uppfærðu vöruframboði slíkra lána. Áður hafi bankinn tilkynnt að gert yrði hlé á veitingu verðtryggðra húsnæðislána til einstaklinga með breytilegum vöxtum. Kynna ný óverðtryggð með breytilegum fljótlega Íslandsbanki muni jafnframt gera á hlé á veitingu óverðtryggðra húsnæðislána til einstaklinga með breytilegum vöxtum. Stefnt sé að því að kynna nýtt lánsform fyrir slík húsnæðislán á næstu vikum. Íslandsbanki bjóði lántökum sem eru með óverðtryggð húsnæðislán upp á fastar greiðslur sem henti lántökum sem vilja lækka greiðslubyrði tímabundið í háu vaxtastigi. Vakin sé sérstök athygli á því að þessar breytingar nái aðeins til nýrra húsnæðislána til einstaklinga og hafi ekki áhrif á einstaklinga sem þegar eru með húsnæðislán hjá bankanum. Landsbankinn reið á vaðið og Arion banki er undir feldi Landsbankinn hefur þegar tilkynnt breytingar á lánaframboði sínu vegna dóms Hæstaréttar. Breytingarnar fela í sér að aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggt íbúðalán og breytilegir vextir bera fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Arion banki tilkynnti skömmu eftir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar að hann hefði gert hlé á veitingu verðtryggðra lána. Í tilkynningu Arion banka þess efnis sagði að skilmálar íbúðalána bankans með breytilega vexti væru ólíkir þeim sem voru dæmdir ólögmætir í máli Íslandsbanka. Óháð því myndi dómstólinn síðar taka fyrir mál sem snúi að láni Arion banka með breytilegum verðtryggðum vöxtum. Landsréttur hefði dæmt bankanum í vil í febrúar en óvissa ríkti um lögmæti vaxtabreytingarskilmála verðtryggðra lána á meðan beðið er niðurstöðu Hæstaréttar í málinu gegn Arion. Reikna má með því að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli Arion banka þann 15. desember. Bankinn ætlar ekki að sitja auðum fram að uppkvaðningu dómsins. „Þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum þá erum við að leita leiða til að bjóða einhvers konar bráðabirgðalausn fyrir fasteignakaupendur þar til Hæstiréttur fellir sinn dóm í desember. Staðan er nokkuð snúin en vonir okkar standa til þess að þetta skýrist á næstu dögum frekar en vikum,“ sagði Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, í svari við fyrirspurn Vísis á dögunum.
Íslandsbanki Lánamál Vaxtamálið Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira