Myndlist

Setja upp árekstur og hefja saman rekstur
„Þetta verður fyrsti áreksturinn okkar og við hlökkum til að sjá hvernig verkin okkar munu tala saman í rýminu,“ segja myndlistarmennirnir Steingrímur Gauti og Árni Már sem standa að samsýningunni Árekstur. Báðir hafa þeir haslað sér völl sem einhverjir vinsælustu listamenn landsins.

„Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“
Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því.

„Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“
„Um áramótin var mér greint frá því að tillaga mín hefði orðið fyrir valinu og þá byrjaði ballið,“ segir sýningarstjórinn Margrét Áskelsdóttir sem stýrir tilkomumikilli sýningu í sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín. Haldin var sérstök leiðsögn og foropnun fyrir forseta og konungsfólk á Norðurlöndum. Blaðamaður ræddi við hana um þetta ævintýri.

Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum
Það var líf og fjör á Kjarvalsstöðum á dögunum á opnun glæsilegrar einkasýningar Hallgríms Helgasonar sem sækir innblástur í ýmis konar usla. Fullt var út úr dyrum og meðal gesta voru Gísli Marteinn, Þorgerður Katrín, Ármann Reynisson og Jón Sæmundur svo eitthvað sé nefnt.

Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands
Það var rífandi stemning í glæsilegri opnun á Listasafni Íslands um helgina í tilefni af 140 ára afmæli safnsins. Kanónur úr listheiminum, stjórnmálafólk og listunnendur létu sig ekki vanta.

Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið
Það var rífandi stemning í Gallery Port um helgina þegar Dýrfinna Benita og Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams opnuðu nýja sýningu. Margt var um manninn og veðrið var upp á sitt allra besta.

Myndaveisla: Eliza Reid og Ásdís Spanó létu sig ekki vanta í Núllið
Ljósmyndasýningin „Upprisa“ sem er unnin af sálfræðingnum Evu Gunnarsdóttur og ljósmyndaranum Richard Shutt opnaði í Núllinu í Bankastræti á föstudag og stendur yfir helgina.

Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita
Allir bátarnir, sem fluttu Eyjamenn til landsins í eldgosinu 1973 hafa verið málaðir á vita í Vestmannaeyjum en vitinn vekur alltaf mikla athygil ferðamanna.

„Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“
Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams og Dýrfinna Benita Basalan standa fyrir sýningunni „Afbygging/Deconstruction“ sem opnar í dag í Gallery Port. Þau eru bæði þekktari fyrir umsvif sín í íslensku tónlistarlífi en leiða hér saman hesta sína í blýantsteiknaðri afbyggingu á borgarlandslaginu.

Allt í banönum á Brút
Bananar og hetjur hafa tekið yfir veggi vinsæla veitingastaðarins Brút en þar opnaði einstök listasýning um síðustu helgi í samstarfi við Gallery Port og David Molesky. Margt var um manninn og fólk gæddi sér meðal annars á banönum meðan það skoðaði bananalistina gaumgæfilega.

Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar
Myndlistarkonan Ynja Blær opnaði sína fyrstu einkasýningu í Listval síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn og stórstjarnan Bríet, góð vinkona Ynju, lét sig ekki vanta.

Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka
Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna.

Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu
Það var líf og fjör á Listasafni Árnesinga á dögunum þegar fjórar nýjar sýningar opnuðu samtímis. Fjöldi fólks mætti á svæðið og góð stemning myndaðist á safninu.

Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square
Ólafur Elíasson mun taka yfir gríðarstór auglýsingaskilti í stórborgum á borð við London og New York. Hann er með þekktari listamönnum landsins og þó víðar væri leitað en list hans má finna um allan heim.

Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“
Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við ránið á „Stúlka með blöðru“, einu þekktasta verki listamannsins Banksy. Verkinu var stolið úr gallerýi í Lundúnum um helgina.

Listamenn skora á Samherja að falla frá málsókn gegn ODEE
Stjórn Bandalags íslenskra listamanna lýsir yfir eindregnum stuðningi við baráttu gjörningalistamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, ODEE, fyrir tjáningarfrelsi sínu. Bandalagið skorar á Samherja að falla frá málsókn sinni gegn Oddi. Þá skora þau einnig á fyrirtækið að virða tjáningarfrelsið.

Hvetja fleiri til að láta mála vegglistaverk
Búið er að kortleggja staðsetningu yfir 160 vegglistaverka í Reykjavík á nýju korti borgar. Listunnendur vilja sjá fleiri verk í úthverfum og utan höfuðborgarsvæðis.

Ljóst hverjir verða á nýjum dönskum peningaseðlum
Barnabókarithöfundurinn H.C. Andersen og grænlenski landkönnuðurinn Arnarulunnguaq eru meðal þeirra sem munu prýða þá dönsku peningaseðla sem verða settir í umferð í Danmörku og á Grænlandi árið 2028.

Heitustu trendin fyrir haustið
Umferðin er orðin þyngri, rigningin heldur áfram að heiðra okkur með nærveru sinni, laufin falla af trjánum, litapallettan breytist, skólabjöllurnar hringja og rútínan tekur yfir. Haustið er mætt í allri sinni dýrð og er árstíðin gjarnan í fararbroddi hinna þegar það kemur að tískubylgjum og nýjum stefnum og straumum.

Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“
Ertu meðvirkur en nennir ekki sjálfsvinnu og löngu bataferli? Codapent er ný lyfjameðferð við meðvirkni. Á morgun verður borðið upp á heimakynningu á Codapent á Hamraborg Festival þar sem meðvirkir geta prófað meðferðina á eigin skinni.

Veggjalist blómstrar í Reykjavík sem aldrei fyrr
Veggjalist blómstrar í Reykjavík sem aldrei fyrr. Sífellt fæðast ný verk og við höfum tekið yfir 160 vegglistaverk saman á kort svo auðveldara sé að finna verkin og njóta þeirra.

Starmer sagður hafa látið fjarlægja málverk af Thatcher
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur látið fjarlægja málverk af Margaret Thatcher heitinni úr Downing-stræti 10. Þetta segir Tom Baldwin, sem skráir ævisögu Starmer.

Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér
„Ég er að ögra mér á margan hátt til að taka breytingum, því ég finn að það er eitthvað tímabil í mínu lífi núna sem er að klárast, það er búið,“ segir myndlistarmaðurinn Anna Rún Tryggvadóttir sem er með þrjár stórar sýningar í gangi um þessar mundir og sýnir verk sín bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður ræddi við Önnu Rún um listina og lífið.

Starbucks kemur ekki til Íslands
Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt.

Skólabílstjóri og hestamálari úr Hvalfjarðarsveit
Skólabílstjóri í Hvalfjarðarsveit hefur það sem tómstundagaman að mála myndir af íslenskum hestum og tekst það verk einstaklega vel. Bílstjórinn er ekki menntaður í málaralistinni, hæfileikarnir eru bara til staðar.

Myndaveisla: Áskorun að finna tíma fyrir listina eftir barnsburð
Listunnendur sameinuðust í Gallery Móðurskipið síðastliðinn fimmtudag við opnun á málverkasýningunni Flóra. Þar eru til sýnis ólíumálverk eftir listakonuna Sögu Sigurðardóttur. Sýningin stendur til sunnudagsins 21. júlí.

Sæmdur fálkaorðu fyrir endurreisn safns Samúels Jónssonar
Forseti Íslands sæmdi í gær þýska myndlistarmanninn Gerhard König riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans í þágu varðveislu íslenskrar menningarsögu. Gerhard er frá Þýskalandi og hefur í yfir aldarfjórðung unnið að endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði.

Veggmynd Guðsteins fer ekki fet
Byrjað er að mála yfir veggmynd sem staðið hefur við gömlu verslun Guðsteins Eyjólfssonar í miðbæ Reykjavíkur í áratugi. Mynd af málara við störf hefur strokið íbúum í miðbænum öfugt, sem mótmæltu gjörningnum á Facebook. Verslunareigandi segir að verið sé að sinna viðhaldi, og myndin verði máluð á nýjan leik.

Heldur sýningu um vítakeppnir: Angistin, alsælan og sagan hans Southgate
Guðmundur Einar er svo hugfanginn af vítaspyrnukeppnum að hann ákvað að halda myndlistarsýningu tileinkaða þeim. Örlög Gareths Southgate, landsliðsþjálfara Englands, eru listamanninum sérstaklega hugleikin.

Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó
„Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu.