Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 18:41 Logi Einarsson, menningarráðherra, afhenti styrkina í dag. Vísir/Einar Logi Einarsson, menningarráðherra, afhenti myndlistarfólki styrki úr Myndlistarsjóði við hátíðlega athöfn í dag, 10. apríl 2025. Alls var 38 milljónum króna úthlutað til 61 verkefnis. Í tilkynningu kemur fram að Myndlistarsjóði hafi borist 253 umsóknir og sótt hafi verið um styrki fyrir tæplega 290 milljónum króna. Veittir voru styrkir í þremur flokkum: Undirbúningsstyrkir, Útgáfu- rannsóknar- og aðrir styrkir og sýningaverkefni Alls bárust 45 umsóknir í undirbúningsstyrki og fengu þrettán verkefni styrk að andvirði 5,5 milljóna króna. Sigrún Inga Hrólfsdóttir hlaut hæsta styrkinn, 700.000 kr. fyrir undirbúning á feminísku hryllingsmyndinni Í óttaskógi. Melanie Ubaldo hlaut 600.000 kr. fyrir verkefnið Ísland í 20 ár. Björk Viggósdóttir hlaut 600.000 kr. til undirbúnings sýningar í Listasafninu á Akureyri. Alls bárust 45 umsóknir um styrk vegna útgáfu- rannsóknar- og annarra styrkja en alls hlutu ellefu verkefni styrk að andvirði sjö milljóna króna. Safnasafnið hlaut hæsta styrkinn, 1.000.000 króna fyrir afmælisritið Safnasafnið 30 ára. Listasafn Reykjavíkur hlaut 700.000 kr. styrk fyrir útgáfu í tengslum við fyrirhugaða sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur og Unnar Örn hlaut 700.000 króna styrk fyrir útgáfu á Innviðir - Handbók. 163 umsóknir bárust vegna sýningarverkefna en alls hlutu 37 verkefni styrk að andvirði 25,5 milljóna króna. Listasafn Reykjavíkur hlaut hæsta styrkinn, 2.600.000 kr. fyrir sýninguna Steina - Tímaflakk. Verksmiðjan á Hjalteyri hlaut 1.600.000 kr. fyrir Verksmiðjusýningar 2025. Hamraborg Festival hlaut 1.500.000 kr. fyrir Myndlistardagskrá á Hamraborg Festival 2025. Kling & Bang hlaut 1.500.000 kr. fyrir Þrjú sýningartímabil í Kling & Bang. Safnasafnið hlaut 1.200.000 kr. fyrir sýninguna Samtal frumkvöðla alþýðulistar við samtímann. Lotte Rose Kjær Skau hlaut 1.000.000 kr. fyrir samsýninguna It´s no Longer Possible to Map any Distance. Sláturhúsið hlaut 1.000.000 kr. fyrir sýninguna Vor/Wionse og Victoria Björk Ferrel hlaut 800.000 kr. fyrir listræna rannsóknarverkefnið Becoming: Composition and Decomposition. Í matsnefndum sátu: Anna Jóhannsdóttir, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Hlynur Helgason, Heiðar Kári Rannversson og Starkaður Sigurðsson. Fyrsta úthlutun sjóðsins var árið 2013 og frá upphafi hafa sjóðnum borist tæplega 3900 umsóknir. Síðustu ár hefur 620 milljónum króna verið úthlutað úr sjóðnum. Næsti umsóknarfrestur verður í ágúst. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Myndlist Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Myndlistarsjóði hafi borist 253 umsóknir og sótt hafi verið um styrki fyrir tæplega 290 milljónum króna. Veittir voru styrkir í þremur flokkum: Undirbúningsstyrkir, Útgáfu- rannsóknar- og aðrir styrkir og sýningaverkefni Alls bárust 45 umsóknir í undirbúningsstyrki og fengu þrettán verkefni styrk að andvirði 5,5 milljóna króna. Sigrún Inga Hrólfsdóttir hlaut hæsta styrkinn, 700.000 kr. fyrir undirbúning á feminísku hryllingsmyndinni Í óttaskógi. Melanie Ubaldo hlaut 600.000 kr. fyrir verkefnið Ísland í 20 ár. Björk Viggósdóttir hlaut 600.000 kr. til undirbúnings sýningar í Listasafninu á Akureyri. Alls bárust 45 umsóknir um styrk vegna útgáfu- rannsóknar- og annarra styrkja en alls hlutu ellefu verkefni styrk að andvirði sjö milljóna króna. Safnasafnið hlaut hæsta styrkinn, 1.000.000 króna fyrir afmælisritið Safnasafnið 30 ára. Listasafn Reykjavíkur hlaut 700.000 kr. styrk fyrir útgáfu í tengslum við fyrirhugaða sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur og Unnar Örn hlaut 700.000 króna styrk fyrir útgáfu á Innviðir - Handbók. 163 umsóknir bárust vegna sýningarverkefna en alls hlutu 37 verkefni styrk að andvirði 25,5 milljóna króna. Listasafn Reykjavíkur hlaut hæsta styrkinn, 2.600.000 kr. fyrir sýninguna Steina - Tímaflakk. Verksmiðjan á Hjalteyri hlaut 1.600.000 kr. fyrir Verksmiðjusýningar 2025. Hamraborg Festival hlaut 1.500.000 kr. fyrir Myndlistardagskrá á Hamraborg Festival 2025. Kling & Bang hlaut 1.500.000 kr. fyrir Þrjú sýningartímabil í Kling & Bang. Safnasafnið hlaut 1.200.000 kr. fyrir sýninguna Samtal frumkvöðla alþýðulistar við samtímann. Lotte Rose Kjær Skau hlaut 1.000.000 kr. fyrir samsýninguna It´s no Longer Possible to Map any Distance. Sláturhúsið hlaut 1.000.000 kr. fyrir sýninguna Vor/Wionse og Victoria Björk Ferrel hlaut 800.000 kr. fyrir listræna rannsóknarverkefnið Becoming: Composition and Decomposition. Í matsnefndum sátu: Anna Jóhannsdóttir, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Hlynur Helgason, Heiðar Kári Rannversson og Starkaður Sigurðsson. Fyrsta úthlutun sjóðsins var árið 2013 og frá upphafi hafa sjóðnum borist tæplega 3900 umsóknir. Síðustu ár hefur 620 milljónum króna verið úthlutað úr sjóðnum. Næsti umsóknarfrestur verður í ágúst.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Myndlist Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira