Spánn

Fréttamynd

Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár

Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma

Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað.

Erlent
Fréttamynd

Hraunstraumurinn vellur út í sjó

Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið.

Erlent
Fréttamynd

Flúðu eiturgas frá eldgosinu

Ekkert lát virðist á eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum þó hægt hafi á virkni í nokkra klukkutíma í gær. Um helgina barst mikið magn ösku frá eldgosinu svo loka þurfti flugvelli eyjunnar. Í gær dró einnig úr öskumyndun og sprengingum í eldgosinu en þar hefur sömuleiðis bætt í aftur.

Erlent
Fréttamynd

Flugvellinum á La Palma lokað vegna ösku

Flugvellinum á La Palma hefur verið lokað vegna eldgossins á eyjunni. Mikil læti hafa verið í eldgosinu sem hófst á sunnudaginn og þykk öskuský leiddu til þess að flugvellinum var lokað.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu

Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega.

Erlent
Fréttamynd

Komu í sjúkraflugi frá Tenerife

Allar konurnar fimm sem slösuðust þann 12. september síðastliðinn á spænsku eyjunni Tenerife þegar pálmatré féll á þær eru komnar heim. Tvær þeirra liggja nú á Landspítalanum með alvarleg meiðsl víða um líkamann. 

Innlent
Fréttamynd

Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum

Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi

Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar.

Erlent
Fréttamynd

„Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“

Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm.

Erlent
Fréttamynd

Hraun­straumurinn gleypir fjöl­mörg hús á La Palma

Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu.

Erlent
Fréttamynd

Eldgos hafið á La Palma

Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar.

Erlent
Fréttamynd

Stórslasaðar á gjörgæslu en ekki í lífshættu

Eiginmaður konu sem slasaðist alvarlega þegar króna féll úr pálmatré á veitingastað á Tenerife á sunnudaginn segir eiginkonu sína og vinkonu hennar enn á gjörgæslu. Konurnar séu ekki í lífshættu en mikið slasaðar.

Erlent
Fréttamynd

Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife

Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Söngkonan María Mendiola látin

Spænska söngkonan María Mendiola, sem gerði garðinn frægan fyrir að hafa sungið diskósmellinn Yes Sir, I Can Boogie, er látin, 69 ára að aldri.

Lífið