Spánn Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. Erlent 19.5.2025 15:56 Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. Erlent 19.5.2025 07:15 Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Gríma Björg Thorarensen, innanhúshönnuður og meðeigandi Sjóbaðanna í Hvammsvík, var gæsuð af fríðum flokki kvenna í Madríd. Gríma hefur verið með Skúla Mogensen frá 2017, þau eiga tvo syni saman og eru greinilega trúlofuð. Lífið 18.5.2025 22:24 Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra undirritaði í dag yfirlýsingu með leiðtogum sex annarra ríkja þar sem þeir lýsa því yfir að tafarlausra aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. Ísland átti frumkvæði að gerð yfirlýsingarinnar samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins og veitti því forystu ásamt Spáni að hópurinn náði saman. Innlent 16.5.2025 16:00 Hefja flug til Edinborgar og Malaga Icelandair hefur flug til fjögurra nýrra áfangastaða í haust. Edinborg og Malaga bætast við sem nýir áfangastaðir í september en áður hafði félagið tilkynnt um flug til Istanbul og Miami. Viðskipti innlent 15.5.2025 12:29 Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Guðbrandur Jónatansson og konan hans lentu í óheppilegu atviki þegar bílnum þeirra var stolið á meðan þau bjuggu á Spáni. Þau keyptu allar nauðsynlegar tryggingar en samt sem áður ætlar TM ekki að bæta þeim tapið. Innlent 13.5.2025 21:03 Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Þrír Íslendingar voru teknir fastir af spænska þjóðvarðaliðinu í Villajoyosa fyrir vörslu mikils magns fíkniefna. Efnin fundust falin í bíl sem þeir ætluðu flytja til Ibiza. Innlent 11.5.2025 23:06 „Hefðum viljað sjá stóru löndin taka stærri skref í átt að mannúð á Gasa“ „Því fleiri lönd sem tala skýrt fyrir því að Ísraelar verði að koma að mannúðaraðstoð á Gasa því betra,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hún og utanríkisráðherrar fimm annarra Evrópuríkja sendu í morgun frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Fréttir 7.5.2025 13:06 Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. Innlent 7.5.2025 07:24 Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að verið se að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að upp komi umfangsmikið rafmagnsleysi hér á landi eins og varð á Íberíuskaga á mánudag. Innlent 1.5.2025 14:01 Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Hjón hafa verið handtekin í Oviedo á Spáni fyrir að hafa haldið þremur börnum sínum læstum á heimili þeirra frá árinu 2021. Lögregla segir aðstæður á heimilinu heilsuspillandi og að börnunum hafi verið haldið frá skóla og látin sofa í rimlarúmum. Fjölmiðlar á Spáni hafa gefið húsinu nafnbótina „hryllingshúsið.“ Erlent 1.5.2025 11:55 Slapp vel frá rafmagnsleysinu Tryggvi Snær Hlinason æsti sig ekki mikið yfir rafmagnsleysi á Spáni í vikunni. Hann býr í baskneskum hluta landsins, í borginni Bilbao, sem slapp heldur vel og þá er hann vanur rafmagnsveseni úr sveitinni í Bárðardal. Körfubolti 30.4.2025 09:01 Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir Ísland standa ágætlega gagnvart því að sæstrengur rofni eða hér verði allsherjar rafmagnsleysi. Mikilvægt sé fyrir almenning að vita, við slíkar aðstæður, hvar þau fái réttar upplýsingar og hvernig þau fái þær. Mælt er með að eiga útvarp með FM sendi. Innlent 30.4.2025 07:45 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Innlent 29.4.2025 19:37 Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Sögulegt rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal í gær olli alvarlegum samgöngutruflunum á landsvísu, en rafmagnsleysið varði í margar klukkustundir. Segja má að Icelandair og Play air hafi sloppið vel í gær og í dag varðandi flugáætlun til landanna tveggja. Flug Play til Lissabon í gær raskaðist þó verulega. Innlent 29.4.2025 14:22 Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. Erlent 29.4.2025 09:30 Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Vegna umfangsmiklu og óútskýrðu rafmagnstruflananna á Íberíuskaga þurfti að hætta keppni á Opna Madrídar-mótinu í tennis á mánudag. Var það gert til að tryggja almennt öryggi keppenda. Sport 29.4.2025 07:01 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. Erlent 29.4.2025 06:37 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. Erlent 28.4.2025 23:21 „Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. Innlent 28.4.2025 21:11 Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. Erlent 28.4.2025 14:12 Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Allt flug Icelandair og Play til og frá Íberíuskaganum í dag er á áætlun. Flugfélögin fylgjast þó grannt með stöðu mála og hvetja farþega til að gera slíkt hið sama. Innlent 28.4.2025 13:34 Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. Erlent 28.4.2025 11:32 Koma strandaglópunum heim í kvöld Leiguflugvél á vegum Play mun fara frá Barselóna klukkan 20:15 á staðartíma í kvöld. Hún á að fljúga með strandaglópa til Íslands. Innlent 19.4.2025 13:42 „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag. Innlent 19.4.2025 10:08 Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn á Tenerife og öðrum Kanaríeyjum eru í verkfalli. Íslendingur á eyjunni segir háværa mótmælendur standa fyrir utan flest hótelin. Erlent 17.4.2025 12:20 Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. Erlent 17.4.2025 10:50 Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Páfagarður hefur gefið út að arkitektinn katalónski Antonio Gaudí sé kominn skrefi nær því að verða tekinn í tölu dýrðlinga. Erlent 14.4.2025 22:57 Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Spænska ríkissjónvarpið RTVE hefur óskað eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í bréfi til Evrópska útvarpssambandsins (EBU). Erlent 11.4.2025 20:04 Svava Lydia komin í leitirnar Svava Lydia Sigmundsdóttir, sem lögreglan á Vesturlandi lýsti eftir í gær, er komin í leitirnar. Innlent 8.4.2025 12:51 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 34 ›
Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. Erlent 19.5.2025 15:56
Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. Erlent 19.5.2025 07:15
Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Gríma Björg Thorarensen, innanhúshönnuður og meðeigandi Sjóbaðanna í Hvammsvík, var gæsuð af fríðum flokki kvenna í Madríd. Gríma hefur verið með Skúla Mogensen frá 2017, þau eiga tvo syni saman og eru greinilega trúlofuð. Lífið 18.5.2025 22:24
Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra undirritaði í dag yfirlýsingu með leiðtogum sex annarra ríkja þar sem þeir lýsa því yfir að tafarlausra aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. Ísland átti frumkvæði að gerð yfirlýsingarinnar samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins og veitti því forystu ásamt Spáni að hópurinn náði saman. Innlent 16.5.2025 16:00
Hefja flug til Edinborgar og Malaga Icelandair hefur flug til fjögurra nýrra áfangastaða í haust. Edinborg og Malaga bætast við sem nýir áfangastaðir í september en áður hafði félagið tilkynnt um flug til Istanbul og Miami. Viðskipti innlent 15.5.2025 12:29
Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Guðbrandur Jónatansson og konan hans lentu í óheppilegu atviki þegar bílnum þeirra var stolið á meðan þau bjuggu á Spáni. Þau keyptu allar nauðsynlegar tryggingar en samt sem áður ætlar TM ekki að bæta þeim tapið. Innlent 13.5.2025 21:03
Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Þrír Íslendingar voru teknir fastir af spænska þjóðvarðaliðinu í Villajoyosa fyrir vörslu mikils magns fíkniefna. Efnin fundust falin í bíl sem þeir ætluðu flytja til Ibiza. Innlent 11.5.2025 23:06
„Hefðum viljað sjá stóru löndin taka stærri skref í átt að mannúð á Gasa“ „Því fleiri lönd sem tala skýrt fyrir því að Ísraelar verði að koma að mannúðaraðstoð á Gasa því betra,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hún og utanríkisráðherrar fimm annarra Evrópuríkja sendu í morgun frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Fréttir 7.5.2025 13:06
Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. Innlent 7.5.2025 07:24
Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að verið se að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að upp komi umfangsmikið rafmagnsleysi hér á landi eins og varð á Íberíuskaga á mánudag. Innlent 1.5.2025 14:01
Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Hjón hafa verið handtekin í Oviedo á Spáni fyrir að hafa haldið þremur börnum sínum læstum á heimili þeirra frá árinu 2021. Lögregla segir aðstæður á heimilinu heilsuspillandi og að börnunum hafi verið haldið frá skóla og látin sofa í rimlarúmum. Fjölmiðlar á Spáni hafa gefið húsinu nafnbótina „hryllingshúsið.“ Erlent 1.5.2025 11:55
Slapp vel frá rafmagnsleysinu Tryggvi Snær Hlinason æsti sig ekki mikið yfir rafmagnsleysi á Spáni í vikunni. Hann býr í baskneskum hluta landsins, í borginni Bilbao, sem slapp heldur vel og þá er hann vanur rafmagnsveseni úr sveitinni í Bárðardal. Körfubolti 30.4.2025 09:01
Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir Ísland standa ágætlega gagnvart því að sæstrengur rofni eða hér verði allsherjar rafmagnsleysi. Mikilvægt sé fyrir almenning að vita, við slíkar aðstæður, hvar þau fái réttar upplýsingar og hvernig þau fái þær. Mælt er með að eiga útvarp með FM sendi. Innlent 30.4.2025 07:45
Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Innlent 29.4.2025 19:37
Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Sögulegt rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal í gær olli alvarlegum samgöngutruflunum á landsvísu, en rafmagnsleysið varði í margar klukkustundir. Segja má að Icelandair og Play air hafi sloppið vel í gær og í dag varðandi flugáætlun til landanna tveggja. Flug Play til Lissabon í gær raskaðist þó verulega. Innlent 29.4.2025 14:22
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. Erlent 29.4.2025 09:30
Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Vegna umfangsmiklu og óútskýrðu rafmagnstruflananna á Íberíuskaga þurfti að hætta keppni á Opna Madrídar-mótinu í tennis á mánudag. Var það gert til að tryggja almennt öryggi keppenda. Sport 29.4.2025 07:01
Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. Erlent 29.4.2025 06:37
Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. Erlent 28.4.2025 23:21
„Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. Innlent 28.4.2025 21:11
Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. Erlent 28.4.2025 14:12
Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Allt flug Icelandair og Play til og frá Íberíuskaganum í dag er á áætlun. Flugfélögin fylgjast þó grannt með stöðu mála og hvetja farþega til að gera slíkt hið sama. Innlent 28.4.2025 13:34
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. Erlent 28.4.2025 11:32
Koma strandaglópunum heim í kvöld Leiguflugvél á vegum Play mun fara frá Barselóna klukkan 20:15 á staðartíma í kvöld. Hún á að fljúga með strandaglópa til Íslands. Innlent 19.4.2025 13:42
„Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag. Innlent 19.4.2025 10:08
Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn á Tenerife og öðrum Kanaríeyjum eru í verkfalli. Íslendingur á eyjunni segir háværa mótmælendur standa fyrir utan flest hótelin. Erlent 17.4.2025 12:20
Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. Erlent 17.4.2025 10:50
Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Páfagarður hefur gefið út að arkitektinn katalónski Antonio Gaudí sé kominn skrefi nær því að verða tekinn í tölu dýrðlinga. Erlent 14.4.2025 22:57
Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Spænska ríkissjónvarpið RTVE hefur óskað eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í bréfi til Evrópska útvarpssambandsins (EBU). Erlent 11.4.2025 20:04
Svava Lydia komin í leitirnar Svava Lydia Sigmundsdóttir, sem lögreglan á Vesturlandi lýsti eftir í gær, er komin í leitirnar. Innlent 8.4.2025 12:51