Japan

Fréttamynd

Herða aðgerðir vegna faraldursins í Asíu og Ástralíu

Stjórnvöld í Ástralíu og nokkrum Asíuríkjum hafa hert á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á nýjan leik af ótta við að fjölgun smita undanfarið sé upphafið að annarri bylgju faraldursins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við því að faraldurinn eigi eftir að versna grípi ríki ekki til strangra varúðarráðstafana.

Erlent
Fréttamynd

44 látnir eftir óveður í Japan

Að minnsta kosti 44 eru látnir eftir að mikið óveður skall á suðurhluta Japan. Yfirvöld í landinu hafa fyrirskipað rúmlega milljón manns að yfirgefa heimili sín vegna flóða og tíðra aurskriða.

Erlent
Fréttamynd

Búast við fjölmennum mótmælum í Washington

Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Frestar fundi G7 aftur

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits.

Erlent
Fréttamynd

Loka skólum á nýjan leik í Suður-Kóreu

Rúmlega 200 skólum í Suður Kóreu hefur nú verið lokað að nýju þar sem kórónuveiran er farin að gera vart við sig í meira mæli, en áður hafði góður árangur náðst í baráttunni við sjúkdóminn í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi

Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu.

Erlent
Fréttamynd

Sjá Ólympíueldinn fyrir sér sem ljósið við enda ganganna

Alþjóðaólympíunefndin og skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Tókýó sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem þeir staðfestu að sumarólympíuleikarnir 2020 fari ekki fram fyrr en sumarið 2021. Leikarnir munu samt ekki skipta um nafn.

Sport