

Ný og risavaxin leiðsla sem flytur jarðgas frá Rússlandi til Kína var tekin í notkun í dag.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning.
Nýlega yfirgaf um 70 manna teymi kínverskra raunveruleikaþáttagerðarmanna Ísland eftir velheppnaða tökudaga. Búast má við þáttunum á næsta ári og er gert ráð fyrir að milljónatugir áhorfenda muni berja þá augum.
Fyrsta flug kínverska flugfélagsins Juneyao Air frá Sjanghæ til Íslands með viðkomu í Helsinki verður 31. mars næstkomandi. Flogið verður hingað tvisvar í viku út árið. Félagið áætlar 20 þúsund farþega á næsta ári. Miðaverð báðar leiðir er frá 68 þúsund krónum.
Á sunnudag voru birt skjöl sem lekið hafði verið úr gagnagrunni kínverska Kommúnistaflokksins. Í skjölunum kemur fram að á bilinu ein til ein og hálf milljón múslima er í keðju fangabúða í vesturhluta landsins. Markmiðið er að endurmennta múslima.
"Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“
Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum.
Lýðræðissinnar í Hong Kong unnu stórsigur í héraðsstjórnarkosningum þar í dag að sögn staðarblaða
Fyrrverandi útsendari Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, var í dag dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um njósnir fyrir yfirvöld í Kína.
Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína.
Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína lét Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vita að Bandaríkjamenn þyrftu að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi er þeir hittust á fundi í Bangkok í Taílandi í dag.
Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga.
Lögregluþjónar hafa ráðist til atlögu gegn mótmælendum sem haldið hafa til í tækniháskóla í Hong Kong síðustu daga. Umsátursástand ríkir þar og hefur lögreglan beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum sem hafa svarað með eldsprengjum og örvum.
Xi Jinping, forseti Kína, lagði grunninn að því að minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína.
Maður lést í Hong Kong í nótt þegar hann varð fyrir múrsteini sem þarlend stjórnvöld segja að mótmælendur hafi kastað.
Yfirvöld Kína buðu erlendum erindrekum og blaðamönnum að fylgjast með tilraun á lendingarfari í dag sem til stendur að senda til mars.
Kínverjar reyna að hefta útbreiðslu svartadauða í Mongólíu. Tveir hafa sýkst og eru nú í einangrun.
Lögreglan í Hong Kong segir borgina á barmi upplausnar eftir fimm mánaða mótmæli. Mótmælendur saka lögreglu um ofbeldi og krefjast lýðræðisumbóta.
Kínverska fyrirtækið Fosun hefur bjargað nafni elsta ferðaþjónustufyrirtækis í heimi, Thomas Cook, en Fosun keypti nafnið fyrir ellefu milljónir punda, sem samsvara tæpum 1,8 milljörðum íslenskra króna.
Dagur einhleypra er hugarfóstur téðs Alibaba og er ætlað að koma til móts við hinn rótgróna Valentínusardag.
Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu.
Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að setja tímamörk á tölvuleikjanotkun barna.
Samninganefndir ríkjanna hafa rætt saman undanfarnar tvær vikur og er niðurstaðan sú að tollum verði aflétt í skrefum eftir því hversu vel viðræðurnar ganga.
Bandaríkin og Kína hafa skipst á að leggja tolla á vörur að andvirði hundruð milljarða dollara undanfarin misseri. Nú virðist vera að rofa til í viðskiptastríði þeirra.
Stjórnendur kínverska flugfélagsins Air Guilin þurfa að taka á sig launalækkun eftir að ljósmynd af konu sem tekin var í flugstjórnarklefa flugvélar félagsins fór í mikla dreifingu á kínverskum samfélagsmiðlum.
Heimurinn beinir nú ítrekað sjónum sínum að norðurslóðum. Krassandi og jafnvel hlægilegar fyrirsagnir á borð við að Bandaríkjaforseti vilji kaupa Grænland og að Kína lýsi því yfir að vera nærri-því-norðurslóðaþjóð, gefa vísbendingar um mun stærri áform þessara viðskiptastórvelda.
Þingmaður á þingi Hong Kong, sem hallur er undir yfirvöld í Kína, var stunginn á götu úti í nótt.
Flugmaður kínverska flugfélagsins Air Guilin hefur verið settur í lífstíðarflugbann eftir að mynd af konu, sem tekin var í flugstjórnarklefa flugvélar undir hans stjórn, fór í mikla dreifingu á kínverskum samfélagsmiðlum.
Stjórnvöld í Kína hétu því í dag að koma í veg fyrir meint afskipti annarra ríkja af Hong Kong.
Arnar Steinn Þorsteinsson fjallar um kínverska ferðamenn á Íslandi. Hann telur núning og jafnvel pirring út í þá munu hverfa, enda séu þeir oft byggðir á misskilningi og ákveðnu þekkingar- og reynsluleysi í samskiptum við Kínverja.