Stjórnsýsla

Fréttamynd

Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann

Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar.

Innlent
Fréttamynd

Ást­ráður skipaður ríkis­sátta­semjari

Ástráður Haraldsson hefur verið skipaður í embætti ríkissáttasemjara til fimm ára frá og með 18. júlí næstkomandi. Sex sóttu um starfið en hæfnisnefnd taldi að tveir umsækjendur væru mjög vel hæfir til að gegna embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Auður og Gísli sækja um erfitt starf

Níu einstaklingar sóttu um starf forstöðumanns nýrrar ríkisstofnunar sem mun bera heitið Land og skógur. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun skipa í embættið að undangengnu mati hæfisnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Lindar­hvols­skýrslan komin á borð héraðs­sak­sóknara

Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Mál málanna á manna­máli

Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt?

Innlent
Fréttamynd

Banka­sýslan ekki dregið neinn lær­dóm og hyggist ekki axla á­byrgð

Ríkisendurskoðun getur ekki dregið aðra ályktun en að Bankasýsla ríkisins hafi fyrir sitt leyti engan lærdóm dregið af skýrslu embættisins um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Jafnframt standi ekki til af hálfu Bankasýslunnar að axla neina þá ábyrgð sem henni beri sem framkvæmdaraðila útboðsins og fjallað er um í skýrslunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Land­læknir sektaður vegna öryggis­brests í Heilsu­veru

Em­bætti land­læknis harmar að al­var­legur öryggis­veik­leiki hafi verið til staðar í af­mörkuðum hluta mæðra­verndar og sam­skipta­hluta á Mínum síðum á vef­svæðinu Heilsu­vera.is. Em­bættið hefur sent frá sér til­kynningu þar sem stað­hæfingum Per­sónu­verndar um að em­bættið hafi gefið mis­vísandi og villandi upp­lýsingar við með­ferð málsins er hafnað. Em­bættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Veiðum frestað eins lítið og unnt var

Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert.  Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september.

Innlent
Fréttamynd

Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd eru ekki hafin yfir lög

Öflugt atvinnulíf eykur velsæld, en óstöðugleiki, þungt regluverk og aðrar kvaðir hamla atvinnulífinu og koma að endingu niður á lífskjörum okkar. Í alþjóðlegum úttektum hefur ítrekað verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á hinum Norðurlöndunum. Það er óásættanleg staða.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er bara þrjóskari en andskotinn“

Sumarbústaðaeigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi sem brá í brún þegar honum var gert að greiða margfalt verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á við þá sem skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu fagnar þeim úrskurði innviðaráðuneytisins að mismununin sé ólögleg.

Innlent
Fréttamynd

Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banka­salan eitt far­sælasta út­boðið í Evrópu

Stjórnar­menn Banka­sýslu ríkisins segja það hafa verið mikil von­brigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Ís­lands­banka. Þeir standa við orð sín um að hluta­fjár­út­boðið hafi verið það far­sælasta í Ís­lands­sögunni og segja það eitt af far­sælli út­boðum Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Biður íbúa í Laugar­dal af­sökunar

Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar bað íbúaráð Laugardals afsökunar vegna samskipta tveggja starfsmanna borgarinnar á fundi með ráðinu. Formaður íbúasamtaka Laugardals segir ráðið loksins hafa fengið svör um leikskólamál í hverfinu á síðasta fundi. Borgarfulltrúi Pírata segist ekki telja samskipti starfsmannanna lýsa viðhorfi borgarinnar né starfsfólks hennar.

Innlent
Fréttamynd

Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir

Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna.

Innlent