Stjórnsýsla

Steingrímur J. leiðir „spretthóp“ Svandísar
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins.

Erna Kristín tekur við sem ráðuneytisstjóri mennta- og barnamálaráðuneytis
Erna Kristín Blöndal, skrifstofustjóri, hefur verið skipuð í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og barnamálaráðuneytisins og tók við starfinu í dag. Hún tekur við af Páli Magnússyni, sem fer til starfa hjá fastanefnd Íslands í Genf og mun þar vinna á sviði málefna barna.

Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi.

Starfshópur leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt
Starfshópur, sem skipaður var af matvælaráðherra í lok síðasta árs, leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt. Matvælaráðherra hefur ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem gildir til þriggja ára þar sem skýrt er kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þurfi að uppfylla.

Hólmfríður skipuð í embætti skrifstofustjóra húsnæðis- og skipulagsmála
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Hólmfríði Bjarnadóttur í embætti skrifstofustjóra húsnæðis- og skipulagsmála hjá innviðaráðuneytinu.

Umbi slær á putta stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta
Nýtt álit umboðsmanns Alþingis hlýtur að setja styrkveitingar á Íslandi í uppnám. Í álitinu kemur fram að gögn skorti sem skýri hvers vegna þessi fær styrk og annar ekki.

Bankasýslan taldi sér „skylt“ að upplýsa um „læk“ á færslu um útboð ÍSB
Bankasýslan ríkisins taldi sér „skylt“ að afhenda Ríkisendurskoðanda upplýsingar um að Hersir Sigurgeirsson, dósent við Háskóla Íslands, hefði sett „læk“ við færslu á Facebook þar sem framkvæmd útboðs við sölu á stórum hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka var harðlega gagnrýnd og eins störf Bankasýslunnar.

Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs
Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu.

Þeir sem græddu og þeir sem töpuðu á D’Hondt
Á Íslandi er hin umdeilda D´Hondt-reikniregla lögð til grundvallar þegar ákveðið er hvaða fulltrúar hvaða flokks fá sæti í bæjar- og borgarstjórnum hinna ýmsu sveitarfélaga.

Þrír nýir skrifstofustjórar í nýja ráðuneytinu
Sigríður Valgeirsdóttir, Ari Sigurðsson og Jón Vilberg Guðjónsson hafa öll tekið við stöðum skrifstofustjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skipaði þau Sigríði og Ara að undangenginni auglýsingu og þá hefur Jón Vilberg verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu.

Hefur áhyggjur af því hvort ný farsóttanefnd verði á faglegum nótum
Fráfarandi sóttvarnalæknir lýsir áhyggjum af því að fulltrúa í nýrri farsóttanefnd skorti sérþekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög spyr hann hvort ráðleggingar slíkrar nefndar verði faglegar þegar aðeins einn faglegur fulltrúi á sæti í henni.

Hersir hverfur frá úttekt á útboði ÍSB eftir ábendingu um „læk“
Hersis Sigurgeirsson, dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafi fyrir Seðlabanka Íslands, hefur látið af störfum sem ráðgjafi við úttekt Ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka eftir að Bankasýslan gerði athugasemd við að hann hefði „lækað“ við færslu á Facebook sem varðaði útboðið.

Vildi að bann yrði lagt við bólusetningu barns síns
Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru móður sem hafði áður krafist þess af landlæknisembættinu að bann yrði lagt við bólusetningu barns hennar gegn Covid-19. Ráðuneytið taldi að ákvörðun embættisins væri ekki stjórnvaldsákvörðun, og því ekki kæranleg til ráðuneytisins.

Höfuðstöðvar sameinaðs sýslumannsembættis verði á landsbyggðinni
Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt.

Huld skipuð í embætti forstjóra Tryggingastofnunar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað Huld Magnúsdóttur í embætti forstjóra Tryggingastofnunar frá og með 1. júní næstkomandi. Hún hefur síðustu ár starfað sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Aðalsteinn frá Byggðastofnun í skrifstofustjóra Sigurðar Inga
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson í embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins.

Rafræn skilríki í síma duttu út vegna uppfærslu
Uppfærsla hjá þjónustuaðila Auðkennis olli því að rafræn skilríki á farsíma virkuðu ekki í um tvo tíma í morgun. Rafræn skilríki eru notuð til auðkennis fyrir alls kyns þjónustu opinberra aðila, félaga og fyrirtækja.

Bilun í rafrænum skilríkjum í morgun
Uppfært kl. 9.30: Kerfi Auðkennis með rafræn skilríki komust aftur í lag fyrir klukkan níu í morgun. Þjónustan hafði þá legið niðri frá því um klukkan sjö.

Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara
Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu.

Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg
Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara.

Píratar vilja stimpla fyrir auð atkvæði í kjörklefann
Kosningaeftirlit Pírata hefur að gefnu tilefni óskað eftir því við Landskjörstjórn að teknir verði í gagnið stimplar fyrir þá sem vilja skila auðu.

Segir borgarfulltrúa á alltof háum launum
Eva Lúna Baldursdóttir, sem var varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í átta ár, heldur því fram að borgarfulltrúar séu á alltof háum launum. Starfið sem þeir gegni sé í raun afar þægileg innivinna þegar allt kemur til alls.

Fyrrverandi aðalhagfræðingur Landsbankans skipaður skrifstofustjóri
Daníel Svavarsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu verðmætasköpunar í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 1. maí síðastliðnum.

Vísa forsíðufrétt Fréttablaðsins á bug
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að forsíðufrétt Fréttablaðsins um að ráðuneytið hafi ekki fylgt reglum við ráðgjafakaup í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka eigi ekki við rök að styðjast.

Ráðuneytið keypti ráðgjöf án útboðs en Bankasýslan fór eftir reglum
Bæði Bankasýsla ríkisins og fjármálaráðuneytið nýttu sér utanaðkomandi sérfræðiráðgjöf í tengslum við söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar.

Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi
Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi.

Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart
Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi.

„Því miður, en okkur er bara alveg sama“
Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir.

Tólf sækjast eftir að taka við embætti ríkisendurskoðanda
Tólf einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti ríkisendurskoðanda.