Auglýsum launin! Maríanna H. Helgadóttir skrifar 25. október 2022 14:30 Á málþingi BHM „Sköpum samfélag fyrir öll“ sem haldið var á kvennafrídaginn var launamunur kynjanna til umfjöllunar. Vísbendingar komu fram um að kynskiptur vinnumarkaður sé ein helsta orsök launamun kynjanna. Þannig geta konur í hefðbundnum kvennastörfum uppskorið lægri ævitekjur en karlar sem starfa í hefðbundnum karlastörfum. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins grípi til aðgerða til að sporna við því og þar ættu opinberir aðilar að ganga fremst í flokki. Þegar að ráðið er í opinber störf, t.d. hjá ríkinu, fer launasetning starfsfólks eftir kjarasamningi og stofnanasamningi viðkomandi stofnunar. Í kjarasamningi er m.a. ákveðið hvaða launatafla er notuð, veikinda- og orlofsréttur tilgreindur auk persónuuppbóta. Aftur á móti er í stofnanasamningum ákveðin grunnröðun starfa í launatöflu sem sýnir raunveruleg laun fyrir viðkomandi starf. Stofnanasamningakerfið var innleitt á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar sem liður í aukinni dreifstýringu þar sem forstöðumönnum stofnana var falið aukið svigrúm til að ákveða launasetningu starfsfólks þeirra í gegnum stofnanasamninga. Þetta kerfi hefur sína kosti og galla. Helsti kosturinn er að forstöðumenn stofnana geta boðið samkeppnishæfari laun við einkamarkaðinn heldur en ella. Gallarnir eru að mörg störf eiga sér ekki hliðstæðu á almennum markaði og því er ekki eiginleg samkeppni til staðar. Þar má nefna störf í heilbrigðisþjónustu þar sem skýr tilhneiging er til lægri launasetningar en hjá öðrum stéttum, með sambærilegt menntunarstig. Annar ókostur við stofnanasamninga er hversu ógagnsæir þeir geta verið. Það er snúið fyrir utanaðkomandi að átta sig á raunverulegri launasetningu hvers starfs, enda er í mörgum tilfellum heildarlaun starfsfólks byggð upp á ótal mismunandi þáttum. Algengt er að grunnlaun starfs byggi á grunnröðun starfs, menntun sem krafa er um í starfi og starfsbundnum þáttum. Því til viðbótar bætist við ýmsir persónubundnir þættir, s.s. menntun sem nýtist í starfi, starfsaldur, fagreynsla, viðbótarlaun og önnur laun sem og jafnvel tímabundnir þættir auk unninnar og óunninnar yfirvinnu. Þegar allt er saman talið þá mynda allir þessir þættir heildarlaun viðkomandi starfs. Það er því ekki aðgengilegt að átta sig á launum í opinbera geiranum. Fólk sem sækir um störf hjá opinberum aðilum á að geta séð í fljótu bragði hver launin eru fyrir starfið óháð hvaða persóna sinnir starfinu. Því tel ég næsta skref í að uppræta kynbundinn launamun, vera að stofnanir og sveitarfélög birti grunnlaun viðkomandi starfs í atvinnuauglýsingum sem yrði óháð því hvaða persóna sinnir starfinu eða hvaða stéttarfélag á í hlut. Ég kalla því eftir því að opinberir aðilar og fyrirtæki í eigu opinberra aðila birti alltaf grunnlaun starfs í auglýsingum og ég hvet Fjármálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga til að breyta reglum um auglýsingar á opinberum störfum þannig að grunnlaun starfa séu ávallt birt í atvinnuauglýsingum. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á málþingi BHM „Sköpum samfélag fyrir öll“ sem haldið var á kvennafrídaginn var launamunur kynjanna til umfjöllunar. Vísbendingar komu fram um að kynskiptur vinnumarkaður sé ein helsta orsök launamun kynjanna. Þannig geta konur í hefðbundnum kvennastörfum uppskorið lægri ævitekjur en karlar sem starfa í hefðbundnum karlastörfum. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins grípi til aðgerða til að sporna við því og þar ættu opinberir aðilar að ganga fremst í flokki. Þegar að ráðið er í opinber störf, t.d. hjá ríkinu, fer launasetning starfsfólks eftir kjarasamningi og stofnanasamningi viðkomandi stofnunar. Í kjarasamningi er m.a. ákveðið hvaða launatafla er notuð, veikinda- og orlofsréttur tilgreindur auk persónuuppbóta. Aftur á móti er í stofnanasamningum ákveðin grunnröðun starfa í launatöflu sem sýnir raunveruleg laun fyrir viðkomandi starf. Stofnanasamningakerfið var innleitt á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar sem liður í aukinni dreifstýringu þar sem forstöðumönnum stofnana var falið aukið svigrúm til að ákveða launasetningu starfsfólks þeirra í gegnum stofnanasamninga. Þetta kerfi hefur sína kosti og galla. Helsti kosturinn er að forstöðumenn stofnana geta boðið samkeppnishæfari laun við einkamarkaðinn heldur en ella. Gallarnir eru að mörg störf eiga sér ekki hliðstæðu á almennum markaði og því er ekki eiginleg samkeppni til staðar. Þar má nefna störf í heilbrigðisþjónustu þar sem skýr tilhneiging er til lægri launasetningar en hjá öðrum stéttum, með sambærilegt menntunarstig. Annar ókostur við stofnanasamninga er hversu ógagnsæir þeir geta verið. Það er snúið fyrir utanaðkomandi að átta sig á raunverulegri launasetningu hvers starfs, enda er í mörgum tilfellum heildarlaun starfsfólks byggð upp á ótal mismunandi þáttum. Algengt er að grunnlaun starfs byggi á grunnröðun starfs, menntun sem krafa er um í starfi og starfsbundnum þáttum. Því til viðbótar bætist við ýmsir persónubundnir þættir, s.s. menntun sem nýtist í starfi, starfsaldur, fagreynsla, viðbótarlaun og önnur laun sem og jafnvel tímabundnir þættir auk unninnar og óunninnar yfirvinnu. Þegar allt er saman talið þá mynda allir þessir þættir heildarlaun viðkomandi starfs. Það er því ekki aðgengilegt að átta sig á launum í opinbera geiranum. Fólk sem sækir um störf hjá opinberum aðilum á að geta séð í fljótu bragði hver launin eru fyrir starfið óháð hvaða persóna sinnir starfinu. Því tel ég næsta skref í að uppræta kynbundinn launamun, vera að stofnanir og sveitarfélög birti grunnlaun viðkomandi starfs í atvinnuauglýsingum sem yrði óháð því hvaða persóna sinnir starfinu eða hvaða stéttarfélag á í hlut. Ég kalla því eftir því að opinberir aðilar og fyrirtæki í eigu opinberra aðila birti alltaf grunnlaun starfs í auglýsingum og ég hvet Fjármálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga til að breyta reglum um auglýsingar á opinberum störfum þannig að grunnlaun starfa séu ávallt birt í atvinnuauglýsingum. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun