Íslenska þjóðin getur ekki átt fiskveiðiheimildir að mati Viðskiptaráðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2022 11:04 Loðnuveiðar. Vísir/Sigurjón Viðskiptaráð Íslands telur að íslenska þjóðin geti ekki átt fiskveiðiheimildir þrátt fyrir að tekið sé fram í lögum um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umsögn ráðsins við þingsályktunartillögu Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingmanns Viðreisnar, um að ráðherra verði falið að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Kjarninn greindi frá efni umsagnarinnar í gær. Í þingsályktunartillögu Hönnu Katrína er lagt til að lagt verði fram frumvarp sem feli í sér afnám á varanlegum rétti til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar. Lagt er til að það verði gert með fyrningu heildaraflahlutdeildar, jafnt í öllum tegundum, um fimm prósent á ári og sölu sömu hlutdeildar á opnum uppboðsmarkaði. Við sölu verði gerðir nýtingarsamningar við handhafa aflaheimilda sem kveði á um nýtingarrétt til tuttugu ára. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður umræddrar þingsályktunartillögu.Vísir/Vilhelm Í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni kemur fram að ein rök með áðurnefndum breytingum sé að með þeim verði lagalegri óvissu um kvótakerfið eytt. Óvissan felst í því að með kvótakerfinu telji ýmsir fræðimenn að veiðiheimildir sem því fylgja njóti eignaréttarverndar stjórnarskrár. Á sama tíma kveði hins vegar lög um stjórn fiskveiða á um að nytjastofnar séu sameign þjóðarinnar og úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarétt. Óheppilegt ósamræmi Í umsögn Viðskiptaráðs, þar sem lagst er gegn þingsályktunartillögunni, er tekið undir að óheppilegt sé að ósamræmis gæti á milli almennra laga og stjórnarskrár. Þó telur ráðið að umrædd óvissa sem getið er í greinargerðinni sé ofmetin. Flest rök hnígi til þess að aflaheimildir teljist til eignaréttinda. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands er skrifaður fyrir umsögninni.Vísir/Vilhelm Kemur fram í umsögninni að umrætt ákvæði um þjóðareign á umræddum nytjastofnun sé fyrst og fremst ætlað að tryggja fullveldisrétt íslenska ríkisins til að ákveða með lögum nýtingu á auðlindum í efnahagslögsögunni. Ákvæðið myndi ekki eiginlegan eignarétt þjóðarinnar „Í íslenskum rétti er enda ekki gert ráð fyrir því að þjóðin sem slík geti átt eignir. Yfirlýsing í lögum um þjóðareign hefur þannig ekki beina þýðingu í eignarréttarlegu tilliti. Aftur á móti getur ríkið eða stofnanir þess notið eignarréttar og færi betur á því að það væri þá orðað beinum hætti, standi vilji til þess,“ segir í umsögninni. Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Stjórnsýsla Stjórnarskrá Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umsögn ráðsins við þingsályktunartillögu Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingmanns Viðreisnar, um að ráðherra verði falið að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Kjarninn greindi frá efni umsagnarinnar í gær. Í þingsályktunartillögu Hönnu Katrína er lagt til að lagt verði fram frumvarp sem feli í sér afnám á varanlegum rétti til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar. Lagt er til að það verði gert með fyrningu heildaraflahlutdeildar, jafnt í öllum tegundum, um fimm prósent á ári og sölu sömu hlutdeildar á opnum uppboðsmarkaði. Við sölu verði gerðir nýtingarsamningar við handhafa aflaheimilda sem kveði á um nýtingarrétt til tuttugu ára. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður umræddrar þingsályktunartillögu.Vísir/Vilhelm Í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni kemur fram að ein rök með áðurnefndum breytingum sé að með þeim verði lagalegri óvissu um kvótakerfið eytt. Óvissan felst í því að með kvótakerfinu telji ýmsir fræðimenn að veiðiheimildir sem því fylgja njóti eignaréttarverndar stjórnarskrár. Á sama tíma kveði hins vegar lög um stjórn fiskveiða á um að nytjastofnar séu sameign þjóðarinnar og úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarétt. Óheppilegt ósamræmi Í umsögn Viðskiptaráðs, þar sem lagst er gegn þingsályktunartillögunni, er tekið undir að óheppilegt sé að ósamræmis gæti á milli almennra laga og stjórnarskrár. Þó telur ráðið að umrædd óvissa sem getið er í greinargerðinni sé ofmetin. Flest rök hnígi til þess að aflaheimildir teljist til eignaréttinda. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands er skrifaður fyrir umsögninni.Vísir/Vilhelm Kemur fram í umsögninni að umrætt ákvæði um þjóðareign á umræddum nytjastofnun sé fyrst og fremst ætlað að tryggja fullveldisrétt íslenska ríkisins til að ákveða með lögum nýtingu á auðlindum í efnahagslögsögunni. Ákvæðið myndi ekki eiginlegan eignarétt þjóðarinnar „Í íslenskum rétti er enda ekki gert ráð fyrir því að þjóðin sem slík geti átt eignir. Yfirlýsing í lögum um þjóðareign hefur þannig ekki beina þýðingu í eignarréttarlegu tilliti. Aftur á móti getur ríkið eða stofnanir þess notið eignarréttar og færi betur á því að það væri þá orðað beinum hætti, standi vilji til þess,“ segir í umsögninni.
Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Stjórnsýsla Stjórnarskrá Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira