

Öll spjót standa á heilbrigðisráðherra í nýjasta tölublaði Læknablaðsins og virðist læknastéttin hafa fengið nóg af aðferðum og áherslum hans í heilbrigðiskerfinu. Að minnsta kosti verður varla annað skilið af fyrstu blaðsíðum blaðsins þar sem skoðanir framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala og tveggja fyrrverandi formanna Læknafélags Íslands eru dregnar fram, ýmist í viðtölum eða skoðanagreinum.
Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns.
„Við hreinlega vitum það ekki,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við Vísi spurður um hvað valdi þessu gríðarlega álagi.
Nú þegar skipulagðar bólusetningar eru komnar í „sumarfrí“ hafa nærri 90 prósent Íslendinga 16 ára og eldri fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 og 72,2 prósent eru fullbólusett.
Í gær, þann 1. júlí 2021, bárust þau tíðindi að heilbrigðisyfirvöld hefðu ákveðið að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands eftir að þær voru fluttar til Danmerkur í janúar. Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun, sem er stórt skref í þá átt að vinda ofan af þeim vandræðum sem uppi eru varðandi leghálsskimanir. Ákvörðunin mun á endanum draga úr vantrausti kvenna og stytta biðtíma eftir niðurstöðum verulega.
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim til Íslands, nánar tiltekið á Landspítala. Ákvörðunin er tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið.
Alls fæddust 4.454 börn í 4.385 fæðingum á Íslandi árið 2019. Um er að ræða fjölgun miðað við síðustu ár en árið 2016 höfðu fæðingar ekki verið jafnfáar síðan árið 2002.
Gosdrykkjaframleiðandinn Pepsí ætlar að minnka verulega sykur sem bætt er í drykki fyrirtækisins sem eru seldir í ríkjum Evrópusambandsins á þessum áratug. Stefnan er að minnka sykurmagnið um fjórðung fyrir 2025 og um helming fyrir 2030.
Mikil og flókin skriffinska fylgir móttöku, merkingu og áframsendingu leghálssýna til Danmerkur, þar sem þau eru rannsökuð. Ferlinu er lýst í erindi sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Persónuvernd, sem hefur ferlið til skoðunar.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð að íslenska heilbrigðiskerfið ætti að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum og að allir landsmenn eigi að fá notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu.
Á þriðja tug kvenna hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála.
„Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun.
„Fólk er auðvitað að horfa í myndavélina á fjarfundum og sjá þá allar hrukkur og augnpoka sem hanga yfir augnlokin,“ segir Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í samtali við Bítið í morgun.
Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings.
Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar.
Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans.
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm.
Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu.
Konu sem varð fyrir tjóni vegna læknamistaka voru dæmdar 2,7 milljónir króna í bætur úr hendi Vátryggingarfélags Íslands í héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Það er fyrirsjáanlegt: Að öllum sóttvarnaráðstöfunum hafi verið aflétt á Íslandi hefur í för með sér að sóttvarnir landsmanna verða lakari. Þessarar breytingar er strax farið að gæta á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nokkurt rennerí er á fólki vegna kvefsótta.
Persónuvernd hefur gefið út álit þar sem kemur fram að heilbrigðisráðuneytið skorti lagaheimild til að hefja öflun persónuupplýsinga í gegnum heilbrigðisstofnanir, sem ráðuneytið hafði stefnt á að ráðast í.
Blendnar tilfinningar eru á meðal lækna vegna viðbragða heilbrigðisráðuneytisins við undirskriftalista tæplega þúsund lækna þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við langvarandi sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið að gert innan heilbrigðiskerfisins, enda sé búið að stórauka fjárframlög til heilbrigðismála. Um þúsund læknar afhentu heilbrigðisráðherra nýverið áskorun um að bæta verulega stöðuna á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu.
Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina.
Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.
Karen Ingólfsdóttir og Ragnar Hansen gengu í gegnum martröð allra foreldra þegar nýfæddur drengur þeirra barðist fyrir lífi sínu í öndunarvél í átta daga. Ástæðan var svokölluð GBS baktería sem Karen hafði greinst með á meðgöngu án nokkurrar vitundar og borið til sonar síns. Talið er að fjórðungur kvenna á barneignaraldri séu GBS berar. Á Íslandi er ekki skimað sérstaklega fyrir bakteríunni.
Mín skoðun er sú að umbætur í heilbrigðisþjónustu í kjölfar mistaka verða aldrei að veruleika án þess að það sé leitað ráða hjá þeim sem fyrir því hafa orðið. Þetta segi ég eftir mikla reynslu í hjúkrun, samtöl við fólk sem hefur upplifað þessa skaðlegu þjónustu og persónuleg reynsla að missa barn eftir mistök.
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvæði reglugerðar sem kveður á um forgangshópa. Samkvæmt áætlun eiga allir þeir sem skilgreindir eru í forgangshópum að vera búnir að fá boð í bólusetningu í lok þessarar viku.
Einn aðstandenda undirskriftarsöfnunar hátt í þúsund lækna segir ákveðna tegund vanvirðingar felast í því að heilbrigðisráðherra hafi ekki gefið sér tíma til þess að taka við undirskriftunum í dag. Hann óttast um öryggi heilbrigðisstarfsfólks og telur ómögulegt að mæta sparnaðarkröfu stjórnvalda á hendur Landspítalanum.
„Mælirinn hjá öllum er fullur,“ sagði Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir við fjölmiðla rétt áður en læknar afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftalista 985 lækna í morgun. Fulltrúi lækna vonast til að skrið komist á málið eftir fund með aðstoðarmanni ráðherra.