Kröftugar konur veittu innblástur í Hörpu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2021 14:31 Það var ótrúlega mikil samheldni í Hörpu í gær. Birgir Ísleifur Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft. Elín Skúladóttir, formaður Krafts, setti ráðstefnuna í fjarveru Frú Vigdísar Finnbogadóttur sem forfallaðist. Vigdís skilaði góðri kveðju til allra í salnum og hvatti fólk áfram með þeim orðum sem mágur hennar hafði sagt við hana þegar hún greindist með krabbamein „Life is tough but your are tougher.“ Birgir Ísleifur Lára Guðrún Jóhönnudóttir, G. Sigríður Ágústsdóttir og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir deildu því hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í sínu lífi. Sirrý Ágústsdóttir gaf mikinn innblástur í sinni ræðu, enda alveg mögnuð kona þar á ferð.Birgir Ísleifur Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa greinst með krabbamein. Þar deildu þær því að þær hafa notað viljastyrk, lífskraft sinn, húmorinn og þrautseigju í kjölfar greiningar. Anna Dröfn og Lára GuðrúnBirgir Ísleifur Ragnheiður Guðmundsdóttir, skáld, las upp úr ljóðabók PTSD - ljóð með áfallastreitu og Eliza Reid, forsetafrú og frumkvöðull, lokaði kvennastundinni og talaði um þær áskoranir sem hún hefur tekist á við í lífi sínu og starfi. Eliza Reid hélt erindi á kvennastundinni í gær.Birgir Ísleifur Eliza Reid hélt erindi á kvennastundinni í gær. Hjónin, Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir, baráttukonur hinsegin fólks, sáu um skelegga fundarstjórn. Birgir Ísleifur Við lok kvennastundarinnar buðu þær konunum á trúnó og sófaspjall þar sem fólk gat komið með spurningar úr sal. Birgir Ísleifur „Kvennastundin var í alla staði mjög vel heppnuð og hefði ekki verið hægt að setja á laggirnar nema fyrir velvild góðra fyrirtækja og einstaklinga. Þessi viðburður var algjörlega í anda Krafts þar sem við leggjum ríka áherslu á að veita fólki von og styrk á erfiðum tímum og að gefa fólki trú og raunsæja mynd af því að vera í þessum sporum. Þessar konur gerðu það svo sannarlega,“ sagði Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts eftir viðburðinn. Birgir Ísleifur Fleiri myndir úr Hörpu má finna í albúminu hér fyrir neðan. Birgir ÍsleifurEliza Reid hélt erindi á kvennastundinni í gær.Birgir ÍsleifurBirgir ÍsleifurFundarstjórarnir.Birgir ÍsleifurBirgir ÍsleifurBirgir Ísleifur Heilbrigðismál Harpa Samkvæmislífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira
Elín Skúladóttir, formaður Krafts, setti ráðstefnuna í fjarveru Frú Vigdísar Finnbogadóttur sem forfallaðist. Vigdís skilaði góðri kveðju til allra í salnum og hvatti fólk áfram með þeim orðum sem mágur hennar hafði sagt við hana þegar hún greindist með krabbamein „Life is tough but your are tougher.“ Birgir Ísleifur Lára Guðrún Jóhönnudóttir, G. Sigríður Ágústsdóttir og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir deildu því hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í sínu lífi. Sirrý Ágústsdóttir gaf mikinn innblástur í sinni ræðu, enda alveg mögnuð kona þar á ferð.Birgir Ísleifur Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa greinst með krabbamein. Þar deildu þær því að þær hafa notað viljastyrk, lífskraft sinn, húmorinn og þrautseigju í kjölfar greiningar. Anna Dröfn og Lára GuðrúnBirgir Ísleifur Ragnheiður Guðmundsdóttir, skáld, las upp úr ljóðabók PTSD - ljóð með áfallastreitu og Eliza Reid, forsetafrú og frumkvöðull, lokaði kvennastundinni og talaði um þær áskoranir sem hún hefur tekist á við í lífi sínu og starfi. Eliza Reid hélt erindi á kvennastundinni í gær.Birgir Ísleifur Eliza Reid hélt erindi á kvennastundinni í gær. Hjónin, Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir, baráttukonur hinsegin fólks, sáu um skelegga fundarstjórn. Birgir Ísleifur Við lok kvennastundarinnar buðu þær konunum á trúnó og sófaspjall þar sem fólk gat komið með spurningar úr sal. Birgir Ísleifur „Kvennastundin var í alla staði mjög vel heppnuð og hefði ekki verið hægt að setja á laggirnar nema fyrir velvild góðra fyrirtækja og einstaklinga. Þessi viðburður var algjörlega í anda Krafts þar sem við leggjum ríka áherslu á að veita fólki von og styrk á erfiðum tímum og að gefa fólki trú og raunsæja mynd af því að vera í þessum sporum. Þessar konur gerðu það svo sannarlega,“ sagði Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts eftir viðburðinn. Birgir Ísleifur Fleiri myndir úr Hörpu má finna í albúminu hér fyrir neðan. Birgir ÍsleifurEliza Reid hélt erindi á kvennastundinni í gær.Birgir ÍsleifurBirgir ÍsleifurFundarstjórarnir.Birgir ÍsleifurBirgir ÍsleifurBirgir Ísleifur
Heilbrigðismál Harpa Samkvæmislífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira