MeToo

„Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið”
Félagsfræðingur sem safnað hefur saman og birt nafnlausar sögur um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar segir að sögur sem bárust frá leikmönnum í körfuboltanum hafi komið henni mest á óvart. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með MeToo-hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi.

„Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“
Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir.

Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot.

Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008
Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu.

Um mannréttindi og misnotkun þeirra
Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“?

Lektorinn tapaði máli sínu gegn HR fyrir Landsrétti
Landsréttur hafnaði kröfu Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, á hendur skólanum í dag. HR sagði Kristni upp vegna ummæla sem hann lét falla um konur í lokuðum Facebook-hóp í tengslum við MeToo-umræðuna fyrir tveimur árum.

MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika
Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar.

Önnur bylgja #MeToo skellur á Danmörku
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, svarar því ekki hvort hún hafi vitað af meintum kynferðisbrotum Franks Jensens.

Utanríkisráðherra Danmerkur tilkynntur til lögreglu fyrir nauðgun
Lögreglunni á Jótlandi hafa borist tilkynningar frá almennum borgurum um meinta nauðgun danska utanríkisráðherrans Jeppe Kofod árið 2008.

Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni
Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni.

Dóms að vænta í grófu nauðgunarmáli
Aðalmeðferð lauk í síðustu viku í grófu kynferðisbrotamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meint brot átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna.

Sex nýjar ákærur á hendur Weinstein
Saksóknarinn Jackie Lacey tilkynnti í dag að sex nýjar ákærur yrðu gefnar út á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein.

„Enn þá eins og það sé eitthvað tabú að konur séu með yngri mönnum“
Svala Björgvinsdóttir, sem var orðin stórstjarna í poppbransanum á unga aldri, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar.

Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins.

Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018.

Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly
Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag.

That '70s Show stjarna ákærð fyrir þrjár nauðganir
Leikarinn Danny Masterson hefur verið ákærður fyrir þrjár nauðganir sem áttu sér stað á árunum 2001 til 2003.

Gátu ekki rofið nafnleynd þeirra sem kvörtuðu undan Atla Rafni eftir á
Ekki var hægt að láta einstaklinga sem kvörtuðu undan meintri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, hjá Borgarleikhúsinu sæta því að nafnleynd þeirra yrði rofin eftir á. Ríkislögmaður sagði að Leikfélag Reykjavíkur yrði að svara fyrir það sem það gerði með ásakanirnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Sakaði Persónuvernd um að hafa lagt blessun yfir „dæmalaus“ vinnubrögð leikhússins
Lögmaður Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, sakaði Persónuvernd um að leggja blessun sína yfir „dæmalaus“ vinnubrögð Borgarleikhússins með úrskurði þar sem Atla Rafni var synjað um upplýsingar um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem leiddu til þess að honum var sagt upp störfum.

Vill að Biden taki lygapróf vegna ásakana um kynferðisofbeldi
Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Joe Biden, segist hafa orðið fyrir árásum stuðningsmanna hans eftir að hún steig fram og greindi frá meintu kynferðisofbeldi af hans hálfu.