
Musk þvertekur fyrir ásakanirnar
Elon Musk, forstjóri og stofnandi Telsa, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin.

Stofnandi Google segir eiginkonu sína hafa haldið framhjá sér með Elon Musk
Sergey Brin, einn stofnenda leitarvélarinnar Google, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni, Nicole Shanahan. Ástæðan ku vera að hún hafi haldið framhjá Brin með forstjóra og stofnanda Tesla, Elon Musk.

Google muni eyða staðsetningargögnum til þess að vernda viðskiptavini
Bandaríski netrisinn Google mun eyða staðsetningarupplýsingum notenda þegar þeir heimsækja staði sem bjóða upp á þungunarrofsþjónustu. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þýðingarvél Google stækkuð
Þýðingarvél tæknirisans Google hefur nú verið stækkuð en 24 nýjum tungumálum hefur verið bætt við þjónustuna. Rúmlega 300 milljónir manna tala tungumálin sem um ræðir en um helmingur þeirra er frá Afríku.

Gætu skyldað tæknirisa til að finna og fjarlægja barnaklám
Drög að reglum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur til meðferðar gæti sett skyldur á herðar tæknirisa eins og Google og Meta að finna og fjarlægja barnaklám á netinu. Persónuverndarsamtök óttast að friðhelgi samskipta fólks geti verið ógnað verði reglurnar að veruleika.

Google kaupir netöryggisfyrirtæki fyrir 5,4 milljarða dala
Tækni- og netrisinn Google hyggst kaupa netöryggisfyrirtækið Mandiant fyrir um 5,4 milljarða Bandaríkjadala, rúmlega 720 milljarða króna. Með kaupunum stefnir Google að því að tryggja betur gögn viðskiptavina sinna í skýinu.

Auglýsingatekjur fjölmiðla drógust saman um sextán prósent
Tekjur innlendra fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga árið 2020 drógust saman um 16% frá árinu áður reiknað á föstu verðlagi. Sambærilegur samdráttur sást einnig í auglýsingagreiðslum til erlendra miðla. Heildartekjur innlendra fjölmiðla rýrnuðu um 6% frá fyrra ári en tekjur af notendum jukust um 2%.

Bannað að nota Google Analytics á vefsíðum sínum
Austurríska persónuverndarstofnunin hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækjum þar í landi sé óheimilt að nota greiningarvél Google (e. Google Analytics) á vefsíðum sínum.

Facebook og Google sektuð um 210 milljónir evra
Frakkar hafa sektað fyrirtækin Google og Facebook um 210 milljónir evra, eða rúma þrjátíu milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa gert notendum erfiðara fyrir að hafna svokölluðum vefkökum. Þar með hafi fyrirtækin lagt stein í götu þeirra notenda, sem ekki vilja að fyrirtækin geti skoðað „net-vafur“ þeirra.

Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer
Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða.

Tæknirisarnir keppast um athygli í næstu viku
Nóg verður um að vera fyrir aðdáendur nýrra tækja í næstu viku. Stærstu tæknirisar heimsins eru allir að fara að kynna ný tæki, tól og hugbúnað þrjá daga í röð.

Google bannar auglýsingar með loftslagsafneitun
Tæknirisinn Google hefur ákveðið að banna afneiturum loftslagsvísinda að kaupa auglýsingar í leitarvélinni og á samfélagsmiðlinum Youtube og að hagnast á auglýsingum. Ákvörðunin var tekin vegna óánægju auglýsenda með að auglýsingar þeirra birtust við slíkt efni.

YouTube í hart gegn andstæðingum bólusetninga
Forsvarsmenn myndbandaveitunnar YouTube hafa ákveðið að fara í hart gegn andstæðingum bólusetninga. Fólk sem dreifir efni þar sem farið er með fleipur um bóluefni og bólusetningar verður bannað og rásum þeirra lokað. Þá verður öllu slíku efni eytt af veitunni.

Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum
Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT.

Google taldi mikla eftirspurn eftir íslensku appi vera netárás og lokaði
Íslenska appið Lightsnap hefur gert gott mót í Svíþjóð en þjónustan gerir notendum kleift að taka ljósmyndir sem þeir fá ekki að sjá fyrr en prentuð eintök eru send heim að dyrum.

Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit
Bæði Google og Apple, tvö af stærstu tæknifyrirtækjum heims, hafa orðið við kröfum rússneskra stjórnvalda og fjarlægt snjallforrit Alexeis Navalní sem átti að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur til að kjósa sem gætu skákað stjórnarflokki Pútín forseta.

Höfða enn eitt málið gegn Google og að þessu sinni vegna Google Play
Ríkissaksóknarar 36 ríkja Bandaríkjanna, auk saksóknara Washington DC, hafa tekið höndum saman og höfðað samkeppnismál gegn Google. Þeir saka fyrirtækið um að brjóta samkeppnislög varðandi Google Play, þar sem fólk sækir hin ýmsu forrit í síma sína og önnur tæki.

Komu sér saman um að skattleggja alþjóðafyrirtæki
Fulltrúar sjö mestu iðnríkja heims skrifuðu undir samkomulag sem á að tryggja að stór alþjóðleg fyrirtæki geti ekki komið sér undan skattgreiðslum í dag. Samkomulagið kveður á um að þau þurfi að greiða að minnsta kosti 15% skatt í hverju ríki þar sem þau hafa starfsemi.

Google biðst afsökunar vegna „ljótasta tungumálsins“
Forsvarsmenn netrisans Google hafa beðist afsökunar á niðurstöðu leitarinnar „ljótasta tungumálið á Indlandi“. Leitin skilaði svarinu „Kannada; tungumál sem talað er af 40 milljón manns í suðurhluta Indlands“.

Gervigreind Google tróð sér inn í spjall Bergs Ebba og kanadísks vinar
Í nýjasta þætti Stofuhita á Stöð 2+ er fjallað um gervigreind frá ýmsum óvæntum vinklum. Meðal þess sem er skoðað er hvernig tölvuforrit eru farin að seilast inn í ákvarðanatökur á vegu sem okkur hefði ekki órað um fyrir nokkrum árum.